Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Wolf Creek er þessi týbíska hrollvekja, er mjög lengi að biggja upp spennuna, og söguþráð. Það er ekki fyrr en myndinn er meira en hálfnuð að eitthvað gerist að ráði í myndinni.
Mér persónulega fannst hún vera einum of langdreginn, og það gerðist frekar lítið í myndinni. Ég persónulega hélt að hún væri ógeðslegri og já meira spennandi. En þó svo að hún var langdreginn þá fannst mér hún mjög fín bara. Því að áður en drápin byrja, þá er ágætis roadtrip ef ég nota enskuna. Og mér fannst það bara ágætis afþreyging. En svo þegar spennan byrja, þá er sá partur bara allt of stuttur verð ég nú að segja. Og svo verður maður líka oft mjög pirraður yfir heimsku og leti í fórnalömbunum. Sem gerist ótrúlega oft í hrillingsmyndum, og er oft bara gott. En í þessari mynd fannst mér það kanski einum of hvað þau voru ótrúlega heimsk.
En jú jú, ágætis afþreyging engu síður, og ég mæli svo sem með að þið takið þessa, ef þið hafið ekki allt of miklar væntingar gagnvart henni.
Mjög fín mynd. Sagan: Þrír unglingar ætla í ferðalag til Wolf Creek í skoðunarleiðangur. Þau koma að staðnum og skoða hann. Að því loknu, ætla þau að leggja af stað á næsta áfangastað, en þá bilar bíllinn hjá þeim. Um nóttina kemur maður og hjálpar þeim. En það er hjálp sem þau sjá eftir að hafa þiggt. Myndin er mjög hæg að fara af stað. Maður fær að fylgjast með þeim í partýi og að keyra til Wolf Creek fyrsta helminginn. Og er hann ágætlega fyndinn á tímum. En seinni hlutinn er aðeins meira scary. Í nokkrum atriðum er myndin virkilega creepy og þar spilar hæst góð tónlist, sem nær að skapa þvílíkan drunga að maður fékk gæsahúð á tímum. Svo eru sum atriði í myndinni sem hæfa ekki fyrir alla. En ég er farinn að fá smá ógeð á því að allar hrollvekjur séu auglýstar sem: Byggt á sönnum atburðum. Þetta er orðinn eins og stór faraldur. Eða stórt aðdráttarafl til að fólk fái meiri áhuga á myndunum. Það er bara mitt álit. En hver veit hvað er satt og hvað ekki? En þetta er alveg ágætis mynd, en það eru örugglega betri bíómyndir á ferð en þessi ræma.
Eg sa þessa mynd fyrir þo nokur siðan þar sem hun er komin a dvd,tekur stundum of lengi fyrir myndir að komast her a klakan
þessi ræma sem er fra atraliu fjalar um 3 krakka,2 stelpur og 1 strak sem akveða að fara i sma ferðalag i obyggðirnar.
bilinn bilar og þau fa hjalp fra manni sem er ekki allur þar sem hann er seður.
myndin er frekar brutal og ekki fyrir viðkvæma,vel leikin og bara finasta skemmtun
en svo er bara einn galli,myndin er sögð vera byggð a sannri sögu en eftir að hafa horft a hana þa er maður ekki alveg viss hvað gerðist,en nog um það
læt ykkur ahorfendur sem kikja a hana dæma um það
fin horror mynd,seð betri ,seð verri
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Weinstein Company
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. apríl 2006