Þegar ég var mikill Scream fan og vissi að Kevin Williamson væri handritshöfundur faculty og það að Robert Rodrguez væri leikstjórinn,í fyrra þá var mikið talað um hann væri að gera Sin City sem átti að vera ein flottari mynd síðari ára.
Svo var kennara verkfall og ekkert að gera svo vinur minn gisti hjá mér og við leigðum Down to earth,Faculty og teaching mrs Tingle og má segja að Faculty var virkilega hallærisleg mynd ég meina geimverur taka yfir kennara í menntaskóla í smábæ í Ameríku og eru svo að reyna að taka yfir nemendurna.
Þótt að hún sé hallærisleg þó gengur þetta mjög vel upp og þetta er einhverskonar Scream með geimverum í stað brjálaðra unglinga.
Leikstjórinn gerir myndaina mjög hallærislega meðvitað og
minnir mikið á Scream og aðrar eldir geimverumyndir.
Leikararnir eru margir og hvor öðrum frægari Babe Neuwirth,Piper Laurie,Salma Hayek,Robert Patric,Famke Jenssen,
Jordana Brewster,Clea Duvall,Laura Harris(Dead like me),Usher,
Elijah Wood og Josh Harnett.
Þegar kennarar í menntaskóla fara að haga sér undarlega og einn deyr þá fara 6 unglingar Dehlila,Marybeth,Stokley,Stan,
Zeke og Casey að gruna að eitthvað sé að og að innrás geimvera herji á heiminn en fyrst á menntaskólann.
Þó fáranleg sé og hallærisleg þá virkar það vel og gerir myndin nokkuð svala og myndin er bara nokkuð skemmtileg og spennadi þá að hún hafi nokkra galla eins og t.d.leik sem ég ætla ekki að fara yfir núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei