12 Rounds (2009)
12 Rounds er spennumynd frá hinum reynda leikstjóra Renny Harlin.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
12 Rounds er spennumynd frá hinum reynda leikstjóra Renny Harlin. Hefst hún þar sem Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, er á hælunum á alræmda hryðjuverkamanninum Miles Jackson (Aidan Gillen).Lögreglumaður í New Orleans, Danny Fisher (John Cena), blandast óvænt inn í atburðarásina þegar bíll Dannys rekst utan í bíl Jackson og unnustu hans. Danny stöðvar bílinn en unnusta Jackson deyr þegar hún verður fyrir bíl á flótta undan lögreglunni. Um ári síðar flýr Jackson úr fangelsi, en hann er með hefnd á prjónunum og ætlar að ná sér niðri á Danny með sjúkum „leik“ sem hann kallar „12 lotur“. Hann rænir Molly Porter (Ashley Scott), kærustu Dannys og þvingar hann til að taka þátt í þrautum sem Jackson hefur sett upp um alla New Orleans-borg. Danny verður að leysa þessar þrautir og komast í gegnum þessar 12 lotur vilji hann sjá Molly á lífi á ný, en það er hægara sagt en gert...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur






















