Náðu í appið

17 Again 2009

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

Who says you're only young once?

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 48
/100

Mike O’Donnell er vinsæll töffari á lokaári í menntaskóla og lífið leikur við hann. Hann er fær íþróttamaður og á vísan námsstyrk til að fara í háskóla. Hann veður í vinum og félögum og er dáður af kvenfólki hvar sem hann fer. Svo ákveður hann skyndilega að snúa við lífi sínu, hættir við háskólastyrkinn og stofnar til heimilis með kærustu... Lesa meira

Mike O’Donnell er vinsæll töffari á lokaári í menntaskóla og lífið leikur við hann. Hann er fær íþróttamaður og á vísan námsstyrk til að fara í háskóla. Hann veður í vinum og félögum og er dáður af kvenfólki hvar sem hann fer. Svo ákveður hann skyndilega að snúa við lífi sínu, hættir við háskólastyrkinn og stofnar til heimilis með kærustu sinni, Scarlett. Tuttugu árum síðar sér Mike eftir öllu saman. Hann er skilinn við Scarlett og býr nú með besta vini sínum, Ned Freedman. Starfsferill hans er algerlega stopp og hann á ekkert samband við táningsbörn sín. Þegar Mike reynir að bjarga manni frá því að stökkva fram af brú gerast skrýtnir atburðir sem valda því að Mike er skyndilega orðinn 17 ára á ný! Getur hann snúið lífi sínu við, nú þegar hann fær annan séns á að vera ungur? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)

Viti menn, Efron á betra skilið
Zac Efron er greinilega kominn til að vera, og það er ekkert að því. Ég hef ekki deilt þetta sama hatur gagnvart honum og t.d. margir félagar mínir gera. Auðvitað er vinsælt að rakka High School Musical-myndirnar niður á haugana, en til hvers?? Þetta eru voða saklausar gelgjumyndir sem hitta til markhóp síns og eru augljóslega ekki ætlaðar neinum yfir lögaldri. Efron hefur hingað til aldrei staðið sig illa í neinu (þótt hann hafi reynst á tíðum hallærislegur). Oftar en ekki hefur hann sterka nærveru og m.a.s. furðu góða tímasetningu á húmor. Mér fannst hann virkilega góður í Hairspray og í 17 Again tekur hann enn þroskaðra skref í áttina að alvöru leikaraferil. Það mun að vísu takan góðan tíma fyrir High School Musical-ímyndina til að hverfa úr honum en, ég meina, lítið t.d. bara á hvað Mark Wahlberg gerði með Boogie Nights! Hann hætti allt í einu að vera Marky Mark og varð að talsvert efnilegri leikara. Efron þyrfti endilega að fá slíka rullu, en þá helst án gúmmítillans.

17 Again er samt því miður voða standard gamanmynd sem gerir lítið nýtt við hundgamlan efnivið. Myndin gengur út á fátt annað en að klæða fjölkunnugar formúlur í nýjan búning og mjólka út "vandræðalegum" atriðum sem eiga að vera fyndin en virkuðu frekar á mann eins og senur úr lélegum gamanþætti. Það voru örfá atriði sem fengu mig til að hlæja, en klisjan hætti aldrei að láta sjá sig því lengra sem leið á myndina og það dró mig gjörsamlega út úr henni. Ég hefði fyrirgefið slíkt ef handritið hefði boðið upp á ferskari og aðeins beittari húmor, eða hefði endirinn ekki verið svona viðbjóðslega fyrirsjáanlegur.

Ótrúlegt en satt þá var það Zac Efron sem náði að halda þessari fljótgleymdu klisjuveislu eitthvað á floti. Þetta er kannski farið að hljóma dálítið eins og einhvers konar "man crush," en í fullri alvöru, þá stóð krakkinn sig afskaplega vel. Matthew Perry er viðeigandi lúsaralegur sem "eldri útgáfan" af Efron, sem manni finnst alltaf pínu súrt að sjá þar sem mennirnir eru EKKERT líkir. En burtséð frá því þá viðurkenni ég að ég hafði nákvæmlega enga samúð með... þeim/honum. Þegar áhorfandinn kynnist Perry þá er hann fúll og aumingjalegur maður sem er við það að skilja við konuna sína eftir að hafa vorkennt sjálfum sér og hatað líf sitt í svo mikið sem 20 ár (!). Svo upplifir hann "breytinguna" og verður sprækur 17 ára unglingur á ný með six-pakk og það markmið að betrumbæta tengslin við fjölskylduna, en á þessum punkti var mér alveg sama því karakterinn var svo mikill skíthæll í svo langan tíma að ég hafði litla trú um að hann gæti breyst svona skyndilega.

Annars hafði 17 Again nokkra ágæta spretti, þá helst bara frá Efron og ofurnördanum Thomas Lennon (djöfull langar mig í þetta Star Wars rúm sem hann átti!). Myndin er - eins og allar aðrar Efron-myndir - saklaus og hentug afþreying fyrir fjölskylduna, og meðan að ungu krakkarnir skemmta sér eins og vitleysingar, þá eiga eldri systkinin og foreldrarnir eftir að þekkja klisjurnar á augabragði.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bærileg klisja
Matthew Perry leikur hér misheppnaðan náunga í fortíðarþrá og hjónabandsörðugleikum sem yngist um 20 ár og notar tækifærið til að skrá sig inn í skóla unglingskrakkanna sinna til að kynnast þeim betur. 17 Again fylgir margnotaðri formúlu og meira en 90% af henni er klisja en aldrei verður hún neitt leiðinleg. Henni tekst alveg að skemmta manni og þó að hún sé sjaldan fyndin þá verður hún mjög fyndin þegar hún verður fyndin. Það kemur á óvart að sjá Matthew Perry í jafn litlu og óáberandi hlutverki sem þessu eftir að maður sé orðinn vanur því að hann sé hrókur alls fagnaðar í Friends þáttunum en þetta er bara nauðsynlegt fyrir söguna og þegar hann fær skjátíma í þessari mynd 17 Again þá er hann bara fínn en hörðustu Friends aðdáendur verða samt eflaust fyrir vonbrigðum. Já, þetta er alltílæ mynd sem má sjá í bíó en ég bara fann ekki nógu margt jákvætt við hana til að gefa henni meira en miðlungseinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn