Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fín lítil mynd
Mjög svo sérstök mynd um uppreisnagjarnann ungan mann (Kieran Culkin) sem hefur ekki mjög mikinn metnað í lífinu. Hann kemur úr erfiðri æsku; móðir hans (Susan Sarandon) pælir meira í hversu mikinn skaða föll hans í skólanum hafa á orðspor sitt frekar en framtíð hans, og pabbi hans (Bill Pullman) þjáist af alvarlegri geðveiki. Hann ákveður að mæta ekki í skólann lengur, fær sér vinnu, en um leið kynnist mörgu misskrýtnu fólki.
Það er satt að segja ekki mikill söguþráður í þessari mynd, heldur snýst hún aðallega bara um þennan dreng og samskipti hans við fjölskyldu sína og aðra. Myndin er þó ansi vel skrifuð, bráðfyndin á köflum, en er borin allra helst af leiknum. Kieran Culkin er mjög efnilegur leikari (og miklu þolanlegri heldur en bróðir hans, Macaulay) og sýnir afbragðs frammistöðu í hlutverki titilpersónunnar sem maður elskar að hata. Jeff Goldblum, Amanda Peet, Ryan Phillippe, Claire Danes og rest eru heldur ekkert verri, og stendur m.a.s. Goldblum aldeilis upp úr. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í myndina, enda er ekki margt annað um hana að segja.
Hún er vissulega svolítið í anda Rushmore og High Fidelity. En þarf það nokkuð að vera svo slæmt?
7/10
Mjög svo sérstök mynd um uppreisnagjarnann ungan mann (Kieran Culkin) sem hefur ekki mjög mikinn metnað í lífinu. Hann kemur úr erfiðri æsku; móðir hans (Susan Sarandon) pælir meira í hversu mikinn skaða föll hans í skólanum hafa á orðspor sitt frekar en framtíð hans, og pabbi hans (Bill Pullman) þjáist af alvarlegri geðveiki. Hann ákveður að mæta ekki í skólann lengur, fær sér vinnu, en um leið kynnist mörgu misskrýtnu fólki.
Það er satt að segja ekki mikill söguþráður í þessari mynd, heldur snýst hún aðallega bara um þennan dreng og samskipti hans við fjölskyldu sína og aðra. Myndin er þó ansi vel skrifuð, bráðfyndin á köflum, en er borin allra helst af leiknum. Kieran Culkin er mjög efnilegur leikari (og miklu þolanlegri heldur en bróðir hans, Macaulay) og sýnir afbragðs frammistöðu í hlutverki titilpersónunnar sem maður elskar að hata. Jeff Goldblum, Amanda Peet, Ryan Phillippe, Claire Danes og rest eru heldur ekkert verri, og stendur m.a.s. Goldblum aldeilis upp úr. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í myndina, enda er ekki margt annað um hana að segja.
Hún er vissulega svolítið í anda Rushmore og High Fidelity. En þarf það nokkuð að vera svo slæmt?
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
United Artists Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. febrúar 2004