Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Urban Legend 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. desember 1998

At Pendelton Univ., Urban Legends are coming true!

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 35
/100
Alicia Witt tilnefnd til Saturn verðlaunanna.

Eftir frábært byrjunaratriði þar sem Natasha Gregson Wagner er hökkuð í spað af morðingja með exi sem hann felur í aftursæti bifreiðar hennar, þá segir Urban Legend sögu af hópi háskólanema sem ganga í afskekktan háskóla í New England. Aðalpersóna sögunnar er Natalie, falleg og klár stelpa, sem gengur í Pindleton háskólann. Natalie og vinir hennar... Lesa meira

Eftir frábært byrjunaratriði þar sem Natasha Gregson Wagner er hökkuð í spað af morðingja með exi sem hann felur í aftursæti bifreiðar hennar, þá segir Urban Legend sögu af hópi háskólanema sem ganga í afskekktan háskóla í New England. Aðalpersóna sögunnar er Natalie, falleg og klár stelpa, sem gengur í Pindleton háskólann. Natalie og vinir hennar eru öll í þjóðsagnaáfanga sem prófessor Wexler kennir. Wexler skemmtir bekknum með þjóðsögum sem tengjast bænum þar sem háskólinn er, og ein sagan er um sálfræðiprófessor sem myrðir sex nemendur í Stanley Hall, 25 árum fyrr. Natalie er sú fyrsta sem byrjar að gruna að það sé morðingi á háskólalóðinni, sérstaklega af því að hún tengist öllum fórnarlömbunum. Fyrst er vinur hennar drepinn, sem hún hafði farið með inn í skóg að kvöldi til, þá er það herbergisfélagi hennar...... minna

Aðalleikarar


Afbrigði af Scream(ég þarf víst ekki að taka það fram en geri það samt) og er alveg í lagi. Umgjörðin er vel unnin og myndin á skilið hrós fyrir smellinn endi en það nær varla að bjarga klisjukenndu handriti og alltof týpískum morðsenum. Leikararnir gera samt sitt besta til að halda athygli áhorfandans og hef ég nákvæmlega ekkert að setja út á leikinn nema kannski hjá Joshua Jackson sem leikur alltaf sömu leiðinlegu týpuna. Robert Englund er bestur í annars illa nýttu hlutverki sem prófessor og jafnvel Gothic stelpan(heitir hún ekki Danielle Harris?) kryddar fyrri part myndarinnar ágætlega. Eiginlega finnst mér Urban legend alveg ágæt en sökum þess hvað ófrumleikinn skín í gegn get ég ómögulega gefið henni meira en tvær stjörnur. Ef þú hefur ekki séð þessa ertu ekki að missa af miklu en ef þú hefur gaman af svona myndum er þetta alls engin tímasóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aldrei hef ég séð annan eins skít. Þessi mynd er hræðileg og skaðleg fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Hún er jafnvel verri en Bad Boy Bubby og þá er mikið sagt. Hugmyndin er fáránleg, klisjurnar eru yfirþyrmandi og leikurinn lélegur. Allt sem maður vill ekki sjá í mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef einhver er að leita að mjög leiðinlegri hrollvekju takið þá þessa. Myndin er uppfull af leiðindum. Ég mæli líka með I Still know ......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftiröpun af Scream, en ágæt mjög. Leikur með ágætum og húmorinn frábær. Gamalkunn hræðsluatriði virka furðulega vel og tekst myndinni að fá á sig smá dullarfullan blæ, og verður drungalegri í kjölfarið. Mjög stílísk og skemmtileg. Og flottur, en fyrirsjáanlegur, twist í endanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis hrollvekja sem gerist á háskólasvæði þar sem fjöldamorðingi gengur laus. Það er ekki mikið hérna sem við höfum ekki séð áður og myndin gerir það óspart að fá lánað frá öðrum myndum, en það furðulega er að útkoman er ansi spennuþrungin afþreying. Þessi mynd kemst svona rétt með tærnar þar sem Scream hefur hælana. Hrollvekjuaðdáendur gætu gert margt vitlausara en að kíkja á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn