Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Valentine 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. apríl 2001

Fall in love with terror this weekend. / Remember that kid everyone ignored on Valentine's Day? - He remembers you.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 18
/100

Það er Valentínusardagurinn árið 1988. Hinn nördalegi Jeremy Melton þarf að þola hverja höfnunina á fætur annarri á skólaballinu, eftir að hann spyr fjórar vinsælar stúlkur hvort þær vilji dansa við hann. Eftir að sú fimmta, þybbin og óörugg segir já, þá enda þau á keleríi undir áhorfendapöllunum. Þegar hópur hrekkjusvína nær þeim, þá segir... Lesa meira

Það er Valentínusardagurinn árið 1988. Hinn nördalegi Jeremy Melton þarf að þola hverja höfnunina á fætur annarri á skólaballinu, eftir að hann spyr fjórar vinsælar stúlkur hvort þær vilji dansa við hann. Eftir að sú fimmta, þybbin og óörugg segir já, þá enda þau á keleríi undir áhorfendapöllunum. Þegar hópur hrekkjusvína nær þeim, þá segir stúlkan að Jeremy hafi ráðist á sig. Þeir ákveða því að klæða hann úr öllum fötunum og lemja hann fyrir framan alla krakkana í skólanum. Nú víkur sögunni fram í tímann til ársins 2001. Við hittum nú fyrir stúlkurnar fimm sem voru á ballinu um árið, Kate, Paige, Shelly, Lily og hina fyrrum þybbnu Dorothy. Þær eru allar á þrítugsaldri núna og eru að reyna að vinna úr ástamálum sínum, sem er vel við hæfi, þar sem Valentínusardagurinn er á næsta leiti. Eftir misheppnað stefnumót við einhvern aula, þá er ein stúlknanna, sem er í læknanámi, myrt af grímuklæddum morðingja, sem sendi henni morðhótanir í formi Valentínusarkorts fyrir árásina. Eftir að hinar stúlkurnar fjórar koma saman við jarðarförina, þá fara þær allar að fá samskonar ógnandi kort og skilaboð. Í fyrstu skilja þær ekki hver gæti viljað meiða þær, en að lokum átta þær sig á að Jeremy gæti verið ábyrgur. Lögregluskýrslur sýna að Jeremy er gjörsamlega horfinn, og enginn veit hvernig hann lítur út. Gæti hinn fyrrum nördalegi Jeremy hafa farið í lýtaaðgerð, og breyst í einn af myndarlegu kærustum stúlknanna? En hver sem þetta er, þá þarf sú eina sem eftir verður að stöðva morðingjann áður en hún sjálf verður fyrir barðinu á honum á Valentínusardaginn.... minna

Aðalleikarar


Ég var um 11 ára þegar ég leigði Valentine með vini mínum sem ætlaði að gista og hvað við vorum hræddir.Við vorum alveg að drepast.Við leigðum líka Scream en ég varð ekkert hræddur þá ,tvær ástæður ég hafði séð Scary movie á undan og við horfum á hana um klukkan 16.00 en Valentine kvöldið áður klukkan 20:00.

Valentine er mjög MJÖG spennandi,óhugnanleg og Scary.Hins vegar er handritið frekar lélegt og ekki er mikið um leikhæfileika né frumleika.Þetta er alls ekki góð mynd,hún er léleg en óhugnaðurinn,spennan og hryllingurinn og ekki má gleyma rosalega mörgum flottum morðum og atriðum.Leikarar eru slappir en það eru samt Flaming HOT leikkonur í Valentine Jessica Cauffiel og Denise Richards.Og eins og ég sagði þá er þetta rosalega ófrumleg mynd en á þeim tíma sem Valentine kom út þá voru allar hryllingsmyndir svona eftir að Scream sló í gegn þá var næstum aðeins gerðar slappar unglinga hrollvekjur en eftir að hin magnaða Ring sló í gegn 2003 þá var eiginlega hætt að gera unglingahrollvekjur(nema þær sem fóru beint á leigurnar)og góðir sálfræðitryllar og draugmyndir kom í tísku.Og ég fíla þannig myndir en um Valentine.Leikstjóri Valentine er Jamie Blanks(Urban legends)og hafa þessar tvær myndir hans orðið rosalega óvinsælar hjá gagnrýnendum um allan heim.Ef gagnrýnendur eru að skrifa um unglingahrollvekjur þá taka þeir næstum alltaf fram hversu slæm Urban legends var og stundum nefna þeir Valentine líka.Æ Æ er ég búinn að fæla alla í burtu frá Valentine,hún er ekki góð en hún er hin besta skemmtun og mér fannst hún rosalega spennandi og hræðileg svo ef þið viljið sjá óhugnanlega og rosa spennandi B-mynda hrollvekju þá ekki alveg útiloka Valentine.Hér eftir eru PÍNULITILIR SPOILERAR.Í stuttu máli þá byrjar Valentine í skólaballi valentínusar dag 1989 einn strákur Jeremy Melton sem er hálf vangefin eða allavega með einhvern geðsjúkdóm(ekki það að ég hafi neina fordóma)er skotinn í fimm stelpum sem eru allar vinkonur(úúú tilviljun)en allar annað hvort hafna honum eða eru rosalega andstyggilegar við hann þegar hann spyr hvort þær vilji dansa við sig nema sú fimmta sem er seinast valkostur og er ekki mjög falleg og þau fara undir bekk og kyssast aðeins een þá kemur hópur af strákum og spyrja hana hvort freakið(þeir kalla hann það)hafi verið að ráðast á hana og hún lýgir og segir já.Það endar hryllilega og honum er misþyrmt illilega og er sendur á heimili fyrir vandræða unglinga af því að stelpu fjandinn laug.Svo 12 árum síðar rétt fyrir valentíusar dag þá er ein stelpan úr vina hópnum drepin í rosalegu atriði og svo fara fleiri og fleiri að deyja og hver er morðinginn.Hann gæti hafa farið í lýtalækningar svo þetta gæti verið hver sem er.SPOILER ENDAR.Þrátt fyrir ROSA STÓRA galla eins og leik,handrit og ófrumleika þá gæti einhver haft gaman af Valentine.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er vægt til orða tekið mjög léleg. Hún er frekar léleg útgáfa af Scream og ekki var það mjög góð mynd. Morðinginn er meira að segja með grímu (reyndar ekki eins og í Scream) og myndinn er í alla staði frekar asnaleg og einhæf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æ hvað það væri nú gaman ef fólk myndi bara hætta að búa til þessar helvítis unglingahrollvekjur (fyndið að þetta skyldi flokkast undir hrollvekjur því persólega finnst mér Sesame street creepiari heldur en þessi viðbjóður).

Hefur maður séð eina unglingahrollvekju þá heur maður séð þær allar. Það er þessi sérstaka formúla yfir þessum myndum sem hinir svokölluðu kvikmyndagerðarmenn sem búa þær til myndu ekki láta sig dreyma um að breyta bara smá.

Valentine er bara ein af þessum mjög mörgum unglingahrollvekjum sem hafa komið út seinustu ár og ekkert öðruvísi sem slík, Denise Richards er virkilega hörmuleg og er ég á því að hér er komin ein versta leikkona kvikmyndasögunnar (gott dæmi um manneskju sem kemst áfram á lúkkinu).

Það er svosem ekkert meira sem ég vill segja um þessa mynd nema það að þetta er hörmuleg mynd og hvet ég alla til að sjá hana ekki (ekki einu sinni á rúv)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn ein unglingahrollvekjan og er ekki eins slæm og við mátti búast. Í þetta sinn er þemað valentínusardagurinn og verkaði sú grunnhugmynd frekar ófrumleg en svo reyndist þetta vera hin sæmilegasta ræma og alls ekki fyrirsjáanleg. Helsti gallinn við þessa mynd er sá að endirinn er eiginlega hálfskrýtinn, ekki nógu fullnægjandi og nokkrir lausir endar. Mér kemur ekkert meira í hug að segja um Valentine en ég ætla að smella á hana tveimur stjörnum og þið sem hafið smekk fyrir svona myndum sjáið þessa þó að hún sé ekkert svo merkileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd sem morðinginn kemur mjög óvænt í ljós og mér finnst morðin skemmtilegust.þessi er þokkalega á topptíu hjá mér! veit ekki hvað annað ég ætti að skrifa en ég mæli með þessari!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.12.2023

Ekkert þarf að vera rökrétt

Eins og hrollvekjuunnendur þekkja þá er til hrollvekja fyrir nánast hverja stórhátíð ársins. Þar má nefna My Bloody Valentine fyrir Valentínusardag og Black Christmas fyrir Jólin. Það sama má segja um Þakkargjörðar...

08.11.2019

Frozen II leikarar sögðu börnunum frá öllu

Aðalleikarar teiknimyndarinnar Frozen II, sem frumsýnd verður á Íslandi 22. nóvember nk. , komu í spjallþáttinn Jimmy Kimmel Live! í gær, og ræddu þar um myndina, sem er í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. ...

24.05.2019

Milli tveggja burkna frumsýnd í haust

Þegar streymisrisinn Netflix tilkynnti seint á síðasta ári að vinna með gamanleikaranum Zach Galifianakis og leikstjóranum Scott Aukerman, að því að gera Emmy verðlaunuðu vefþættina Between Two Ferns, eða Milli t...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn