Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bounce 2000

(Á vit örlaganna)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. apríl 2001

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Ben Affleck leikur hinn svala Buddy Amaral sem er eigandi vinsælustu auglýsingastofu L.A. Buddy lætur hlutina gerast og allt leikur í höndunum á honum, hvort sem það er starfið eða konur. En svo gerist það eina óveðursnótt í desember að hann verður strandaglópur á O´Hare flugvellinum í Chicago. Á flugvellinum hittir hann Greg sem vill fyrir alla muni komast... Lesa meira

Ben Affleck leikur hinn svala Buddy Amaral sem er eigandi vinsælustu auglýsingastofu L.A. Buddy lætur hlutina gerast og allt leikur í höndunum á honum, hvort sem það er starfið eða konur. En svo gerist það eina óveðursnótt í desember að hann verður strandaglópur á O´Hare flugvellinum í Chicago. Á flugvellinum hittir hann Greg sem vill fyrir alla muni komast heim til sýn fyrir jólin, þeir skiptast því á miðum. Næsta morgun fær Buddy þær hrikalegu fréttir að Greg hafi farist með vélinni sem hann hefði átta að fara með. Buddy ákveður þá að finna eiginkonu hins látna því að hann hefur mikið samviskubit og kennir sér um allt. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd sem fer ekki hefðbundnar leiðir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Bounce er rómantísk dramamynd sem fjallar um náunga nokkurn að nafni Buddy (Ben Affleck) sem hittir dag einn náunga á flugvelli og aðstæður þróast þannig að Buddy gefur honum flugmiðann sinn. Þetta reynist ekki vera mikið góðverk því flugvélin hrapar og sektarkenndin sem þessu fylgir hvílir þungt á Buddy. Ári seinna leitar hann uppi ekkju óheppna farþegans í von um að geta gert henni lífið auðveldara. Milli þeirra þróast ástarsamband en stormský eru á sjóndeildarhringnum þar sem hún veit ekki hver Buddy er. Ben Affleck kemur dálítið á óvart hér með sterkari leikframmistöðu en maður hefði venjulega búist við af honum en Gwyneth Paltrow er hálf flöt eitthvað greyið. Engu að síður nær traust handrit og litríkar aukapersónur að lyfta myndinni upp yfir meðallag. Það koma atriði þar sem farið er yfir öll velsæmismörk hvað væmni varðar en það er eitthvað sem maður hefði getað sagt sér sjálfur og þetta nær ekki að draga of mikið niður. Sem rómantísk vasaklútamynd er hún því hreint ágætlega heppnuð og ætti að vera góð skemmtun fyrir fólk sem veit hvað það er að fara á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn