Náðu í appið
Öllum leyfð

Nights in Rodanthe 2008

Frumsýnd: 10. október 2008

It's never too late for a second chance

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Líf tveggja ólíkra einstaklinga stangast á í smábænum Rodanthe þegar að óvæntur neisti myndast á milli þeirra. Adrienne Willis (Diane Lane) á erfitt með að ákveða hvort hún vilji halda hjónabandi sínu áfram eða ekki. Skyndilega hittir hún á Paul (Richard Gere), lækni sem er á ferðinni til að ná sáttum við son sinn. Adrienne og Paul finna fyrir ákveðinni... Lesa meira

Líf tveggja ólíkra einstaklinga stangast á í smábænum Rodanthe þegar að óvæntur neisti myndast á milli þeirra. Adrienne Willis (Diane Lane) á erfitt með að ákveða hvort hún vilji halda hjónabandi sínu áfram eða ekki. Skyndilega hittir hún á Paul (Richard Gere), lækni sem er á ferðinni til að ná sáttum við son sinn. Adrienne og Paul finna fyrir ákveðinni huggun í samveru hvors annars og yfir heila helgi finna þau fyrir breytingu sem að gæti hjálpað til með að setja líf þeirra á réttan veg.... minna

Aðalleikarar

Góð afþreying
Hjartaknúsarinn Richard Gere og ofurskvísan Diane Lane leiða saman hesta sína í dúnmjúkri og súkkulaðihjúpaðri ástarsögu. Paul Flanner læknir (Richard Gere) á í erfiðleikum og fer til Norður Karólínu og gistir á hóteli þar sem Adrienne Willis (Diane Lane) tekur á móti honum. Þau tengjast sterkum böndum og í faðmi hvors annars finna þau ákveðinn styrk sem gerir þeim kleift að halda áfram með lífið.

Nights in Rodante er byggð á sögu Nicholas Sparks sem gerði garðinn frægan með sögu sinni The Notebook. Þessi mynd nær hins vegar ekki sömu hæðum og The Notebook en ástarsamband Gere og Lane er ekki nógu trúverðugt og sagan eilítið fyrirsjáanleg. Hins vegar býr myndin og leikararnir yfir ákveðnum sjarma sem ekki er hægt að gera lítið úr. Myndin er því góð afþreying og ómissandi fyrir aðdáendur rómantískra mynda enda allt of lítið framleitt af þeim.

María Margrét Jóhannesdóttir
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð rómantísk mynd
 Mér fannst þessi mynd vera betri en ég átti von á. Hún var auðvitað örlítið klisjukennd en ekki jafn fyrirsjáanleg og maður mætti halda. Í byrjun heldur maður að þetta sé um miðaldra aðþrengda konu að finna og að allir lifa hamingjusamir til æviloka. Diane Lane eins og margir vita er rosalega mikið fyrir að leika sömu persónuna nýskilna rosalega "desperate" konu, en í þessari mynd stendur hún sig mun betur en maður myndi halda og tengist maður persónu hennar í myndinni og byrjar að finna fyrir tifinningum hennar. Richard Gere leikur eins og vanalega ríkan sjarmör og stendur sig vel í því hlutverki. Mér fannst hann ekki standa sig jafn vel og Diane en hann kom samt vel út í myndinni. Ég myndi algerlega mæla með þessari mynd fyrir eldri konur eða stelpur sem hafa áhuga á sorglegum og djúpum rómantískum myndum eins og Notebook. 
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn