Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
An american werewolf in London er að mínu mati snilldarmynd og varúlfamynd af betri gerðinni. Hún byrjar á því að bandaríkjamennirnir David(David Naughton) og Jack(Griffin Dunne) eru á ferðalagi um óbyggðir Englands þegar þeir verða fyrir árás varúlfs. Jack lætur lífið en David kemst lífs af og þegar hann vaknar á sjúkrahúsi í London breytist hann í varúlf við hvert fullt tugl. Þessi mynd An american werewolf in London hefur elst alveg hreint svakalega vel og hún er þannig góð að þegar maður kemst upp á lagið með að horfa á hana þá getur maður ekki sleppt henni. Hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og hæðist að varúlfum án þess að vera skopstæling beint. David Naughton er fínn í sínu hlutverki og gæðir karakter sinn miklu lífi. Griffin Dunne er aðal comic relief myndarinnar(sérstaklega eftir að hann deyr, þið skiljið hvað ég á við....) og er ekkert síðri heldur en Naughton. Að ógleymdri Jenny Agutter sem leikur hjúkrunarkonu og unnustu David's. Tónlistin er alveg brilliant og að mínu mati er Moondance eftir Van Morrison besta lagið. Semsagt, frábær þriggja og hálfrar stjörnu skemmtun og ómissandi fyrir unnendur svartra gamanmynda því hún er það frekar heldur en hrollvekja.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. nóvember 2018