Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

An American Werewolf in London 1981

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. nóvember 2018

Beware the Moon

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Tveir bandarískir framhaldsskólanemar eru á ferðalagi í Bretlandi þegar varúlfur ræðst á þá. Annar deyr, en hinn er bitinn. Varúlfurinn er drepinn, en tekur á sig form manneskju, og fólkið í bænum er tregt til að viðurkenna tilvist hans. Nemandinn sem lifði af byrjar að fá martraðir, sem hvetja hann til að fremja sjálfsmorð til að leysa önnur fórnarlömb... Lesa meira

Tveir bandarískir framhaldsskólanemar eru á ferðalagi í Bretlandi þegar varúlfur ræðst á þá. Annar deyr, en hinn er bitinn. Varúlfurinn er drepinn, en tekur á sig form manneskju, og fólkið í bænum er tregt til að viðurkenna tilvist hans. Nemandinn sem lifði af byrjar að fá martraðir, sem hvetja hann til að fremja sjálfsmorð til að leysa önnur fórnarlömb varúlfsins undan álögum, þar sem þau eru föst á milli lífs og dauða.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


An american werewolf in London er að mínu mati snilldarmynd og varúlfamynd af betri gerðinni. Hún byrjar á því að bandaríkjamennirnir David(David Naughton) og Jack(Griffin Dunne) eru á ferðalagi um óbyggðir Englands þegar þeir verða fyrir árás varúlfs. Jack lætur lífið en David kemst lífs af og þegar hann vaknar á sjúkrahúsi í London breytist hann í varúlf við hvert fullt tugl. Þessi mynd An american werewolf in London hefur elst alveg hreint svakalega vel og hún er þannig góð að þegar maður kemst upp á lagið með að horfa á hana þá getur maður ekki sleppt henni. Hún tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og hæðist að varúlfum án þess að vera skopstæling beint. David Naughton er fínn í sínu hlutverki og gæðir karakter sinn miklu lífi. Griffin Dunne er aðal comic relief myndarinnar(sérstaklega eftir að hann deyr, þið skiljið hvað ég á við....) og er ekkert síðri heldur en Naughton. Að ógleymdri Jenny Agutter sem leikur hjúkrunarkonu og unnustu David's. Tónlistin er alveg brilliant og að mínu mati er Moondance eftir Van Morrison besta lagið. Semsagt, frábær þriggja og hálfrar stjörnu skemmtun og ómissandi fyrir unnendur svartra gamanmynda því hún er það frekar heldur en hrollvekja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn