Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Day the Earth Stood Still 2008

Frumsýnd: 12. desember 2008

12.12.08 is the Day the Earth Stood Still

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Fjallar um geimveru sem heimsækir jörðina og tekur vélmennavin sinn með til þess að eyða öllu lífi hennar. Dr. Helen Benson er send til herstöðvar ásamt nokkrum öðrum vísindamönnum þegar geimskip lendir í New York. Um borð er geimvera sem líkist manneskju og risastórt og kröftugt vélmenni. Geimveran segist heita... Lesa meira

Endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Fjallar um geimveru sem heimsækir jörðina og tekur vélmennavin sinn með til þess að eyða öllu lífi hennar. Dr. Helen Benson er send til herstöðvar ásamt nokkrum öðrum vísindamönnum þegar geimskip lendir í New York. Um borð er geimvera sem líkist manneskju og risastórt og kröftugt vélmenni. Geimveran segist heita Klaatu og segist vera komin til að bjarga Jörðinni. Bandaríkjaher og stjórnvöld líta á hana sem ógn og ákveða að nota ágenga yfirheyrslutækni til að yfirheyra geimveruna, en Dr. Benson ákveður að hjálpa henni að sleppa. Þegar hún kemst að því hvað Klaatu á við nákvæmlega þegar hún talar um að bjarga Jörðinni, þá reynir hún að sannfæra hana um að breyta fyrirætlunum sínum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ónauðsynleg endurgerð
 Myndin ‘The Day the Earth Stood Still’ er fyrsta mynd Scott Derrickson í 3 ár, en árið 2005 leikstýrði hann hinni annars ágætu mynd ‘The Exorcism of Emily rose’. Það gefur augaleið að Derrickson hefur aðeins misst ‘það’ á þessum  3 árum. ‘The Day the Earth Stood Still’ byrjar vel og nær að halda gulrótinni fyrir framan áhorfendur í góðan tíma.
Myndin fjallar sumse um innrás geimvera á plánetuna Jörð. Keeanu Reeves leikur eina þeirra. Hann fær það verkefni að gera allt klárt fyrir útrýmingu Mannsins en fær samviskubit einhverntíma fyrir miðja mynd.
Byrjun myndarinnar og þema minnir óneitanlega á ‘Independance day’ sem er í góði lagi. Öll umgjörð er mjög flott og boðskapurinn einfaldur: Er okkur viðbjargandi? Ég vil meina ekki, en Keeanu Reeves þykir við þess virði að bjarga frá algjörri eyðileggingu.
Sjálfur er ég mikill Sci-Fi lúði og þykir gaman að næstum öllum vísindaskáldskap, en það voru þó nokkuð margir hlutir í þessari mynd sem fóru í taugarnar á mér sem tengdust þó ekki beint söguþræðinum né leikstjórn. Leikaravalið til dæmis. Keeanu Reeves nær aldrei almennilega að verða karakter sem áhorfendur geta á einhvern hátt fundið til með, og því skildu örlög hans í myndinni ekki mikið eftir sig. Jaden Smith, sonur Will Smith, er þarna í hlutverki Jacob, og þykir leikur hans bera of mikin vott um að þarna sé á ferðinni barnastjarna sem er að gera góða hluti bara fyrir það eitt að vera sonur Will Smith.
Ég vil líka minnast á eitt að lokum sem fór mikið í taugarnar á mér og það var þetta svokallaða ‘product placement’ sem er að verða sívinsælla í bíómyndum. Það var nokkuð augljóst að Microsoft og LG settu mikinn pening í þessa mynd, sem á endanum gerði myndina mun ótrúverðugri. Ég meina, hver myndi trúa því að viðkvæmustu geimrannsóknarkerfi Bandaríkjanna keyrðu á Windows Vista. Það er kannski þess vegna sem geimverunnar vilja meina að okkur sé ekki viðreisnar von?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vonbrigði
Skellti mér á þessa mynd fyrir stuttu síðan og já það eina sem ég get sagt er að þetta voru vonbrigði.

Ég fór á þessa mynd með mjög miklar væntingar(veit að það getur eyðilagt fyrir manni) og því miður stóðst þessi mynd ekki þær væntingar :( Núna ætla ég að telja upp afhverju mér fannst hún ekki góð.

1. Samtölin voru hræpilega leiðinleg.

2. Jennifer Connelly fór hreinlega í taugarnar á mér , það eina sem hún gerði í myndinni var að segja það sama aftur og aftur: We can change, give us a chance.

3. Handritið var leiðinlegt, langdregið, og í langann tíma í myndinni gerðist hreinlega ekkert!

Það eina sem heldur þessari mynd uppi eru tæknibrellurnar ( sem eru hreint ótrúlegar!) Þó að Keanu hafi kannski ekkert verið þannig að ''leika'' þá var hann samt helvíti góður sem Klaatu ég veit ekki afhverju mer finnst það en mér fannst hann svalur.

5/10 Leigja eða dl :/
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drasl mynd
Já þetta er mynd um innrás utan úr geimnum en einblínir aðallega á eina staka geimveru sem gengur undir nafninu Klaatu(Keanu Reeves) og geimlíffræðinginn Helen(Jennifer Connelly). Klaatu og félagar hans vilja basically útrýma mannkyninu því þeim finnst það ekki ganga nógu vel um Jörðina. Þessi mynd The Day the Earth Stood Still er endurgerð á annarri gamalli mynd líkt og önnur svipuð mynd War of the Worlds en ég hef aldrei séð hana(þ.e.a.s. eldri útgáfan af The Day....) þannig að ég get ekki komið með neinn samanburð en mér fannst þessi mynd heldur slök. Handritið er glatað og kemst aldrei á neitt flug, allan tímann er eins og eitthvað sé alveg að fara að gerast en....ónei. Heimskulegar hugmyndir eru allsráðandi hér og alltof mikill tími fer í að þróa óþarft samband milli Klaatu og Helen og stjúpsyni hennar. Það eina góða sem ég hef að segja um TDTESS er að hún er alvarleg í útliti sem er nokkuð sem ég fíla og fær myndin 3/10 fyrir það. Handritið er bara ömurlegt, þetta hefði getað orðið miklu betri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Brellusýning = góð, efnisinnihald = slappt
(Ath. Í þessari umfjöllun eru spoilerar - En ég læt vita þegar þeir koma)


Hugmyndin um að endurgera The Day the Earth Stood Still hljómaði ekkert svo illa þegar ég fyrst frétti af henni. Gamla myndin er auðvitað sígild, en engan veginn gallalaus. Auk þess finnst mér hún hafa elst frekar illa en það eru þó fullt af frábærum hugmyndum í henni sem gætu ekki verið meira tilvalin fyrir smá uppfærslu.

Efniviðurinn samt sem slíkur er einum of póetískur fyrir mainstream áhorfendur að mínu mati, og allur "hættið að berjast" boðskapurinn er skuggalega nálægt því að breytast í predikun. En í stað þess að fókusa einungis á ofbeldishneigðina í mannkyninu fer þessi nýja mynd líka út í það hvernig við höfum komið fram við umhverfið okkar ("hættið að menga!"), og þar með hefjast þau stórfenglega píndu skilaboð sem myndin er að færa okkur. Djöfull hlýtur Al Gore að vera ánægður með þessa mynd.

Þessi mynd er - svo ég komi því strax út - alls ekki léleg. Hún er langt frá því að vera þess virði að mæla með, en það sorglega við hana er hvernig henni tekst að koma með nokkrar gríðarlega flottar uppfærslur á gömlu hugmyndina, en sömuleiðis klúðra heildinni og almennt kjarna sögunnar.

Aðalvandamálið hér er bæði handritið og leikstjórnin. Það hefði verið fínt að fá einhvern til að renna yfir samtölin áður en tökur hófust því allar samræður eru stífar og dæmigerðar. Jafnvel virkar þetta eins og samansafn af setningum sem við höfum heyrt áður í öðrum sci-fi myndum. Leikstjórinn Scott Derrickson hefur greinilega mikinn áhuga á efninu, það sést, en þegar kemur að þungamiðjunni, þá mistekst honum algjörlega að draga áhorfandann til sín. Dramatísku senur myndarinnar eru voða áhrifalausar, og helsta ástæðan þar er Jaden (sonur Wills) Smith. Þessi krakki var bæði afspyrnuleiðinlegur og pirrandi út í allar áttir. Maður hafði nákvæmlega enga samúð með honum. Þróun persónunnar var einnig svakalega fyrirsjáanleg.

Jennifer Connelly er sjálf ekkert slæm enda hefur hún sjaldan staðið sig illa, en helvíti er hún alltaf alvarleg greyið! Ég man ekki hvenær hún grét ekki seinast í hlutverki. Kominn tími á það að hún fari að spreða sig í gamanmyndum eða einhverju sem leyfir henni að brosa.
Svo finnst mér einnig kaldhæðnislegt hversu stífur Keanu Reeves þarf að vera í hlutverki Klaatu, en hann hefur einmitt mikið batnað sem leikari sl. 10 ár, og það gerir það enn fyndnara að hann skuli vera settur í svona kröfulítið hlutverk. Ég fílaði hann samt alveg. Hann bætti við miklum persónuleika í afar dautt hlutverk.

Ég hef samt eina athugasemd varðandi karakterinn...

(SPOILER)

Eins og kemur fram, þá er Klaatu sendur til að útrýma mannkyninu þar sem að það skapar víst ekkert annað en ofbeldi og leiðindi. Hlutverk Connelly í myndinni er að sannfæra hann um að skipta um skoðun og sýna að það er margt meira á bakvið mannfólkið en bara reiði og sjálfselska.
Þessi pæling er mjög áhugaverð, nema hvað, þá fannst mér Klaatu vera mjög léttilega sannfærður undir lokin, þrátt fyrir margar tilraunir til þess að sannfæra hann fyrr í myndinni. Jennifer og Jaden gráta saman í smástund og þá allt í einu sér hann góðu hliðina á fólki. Ekki lengi að breyta um álit, sérstaklega þegar um er að ræða eins stóra ákvörðun og að drepa hvern einasta mann á hnettinum.
Menn hefðu rétt eins bara átt að færa Klaatu kassa af kettlingum, kaldan bjór og Megan Fox berbrjósta og þá hefði hann þyrmt okkur á augabragði.

(SPOILER ENDAR)

Annars eru nokkrir mjög jákvæðir hlutir sem ég hef að segja um myndina. Fyrsti hálftíminn er sérstaklega góður og byggir sig upp pínu öðruvísi en flestar geimverumyndir áður en keyrslan fer á sjálfsstýringu. Síðan eru ýmsar eftirminnilegar uppfærslur, og þ.á.m. er nýja hönnunin á vélmenninu Gort alveg meiriháttar töff, og skýtur hann karakternum úr frummyndinni ref fyrir rass. Brellurnar eru líka almennt fínar.

Þessir kostir tengjast samt meira umbúðunum frekar en innihaldinu og jafnvel ef ég myndi reyna að hundsa fyrrnefndu gallana, þá er endirinn gífurlega ófullnægjandi og setur hann eiginlega punktinn yfir i-ið varðandi það hversu mikil vonbrigði þessi mynd er. Þetta er alveg þolanleg afþreying en samt soddan sóun á virkilega efnilegri hugmynd. Týpískt Hollywood, ef svo má segja.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.08.2015

Dr. Strange vill danskt illmenni

Variety segir frá því að danski Jagten og Hannibal leikarinn Mads Mikkelsen eigi í viðræðum um að leika einn af þorpurunum í Marvel ofurhetjumyndinni Doctor Strange. Ef af þessu verður þá mun hann leika á móti Benedict Cumber...

22.10.2014

Kvikmyndaverin forðast Reeves

Bandaríski leikarinn Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum The Matrix og Speed, er þessa dagana að kynna spennumyndina John Wick. Leikarinn fer með titilhlutverkið í myndinni og leikur þar leigumor...

22.07.2010

Krúttlegt, karate og jarðarför

Tómas Valgeirsson aðal kvikmyndagagnrýnandi kvikmyndir.is lætur ekki deigan síga og hefur nú birt þrjár nýjar umfjallanir á síðunni. Fyrri umfjöllunin er um "krúttlega" mynd sem er kannski ekki á allra vörum, og heitir...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn