Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Midnight Meat Train 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The most terrifying ride you'll ever take

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Leit ljósmyndarans Leon að drungalegu myndefni, leiðir hann á spor raðmorðingja, sem situr fyrir fólki seint að kvöldi, og slátrar því á hrottalegan hátt.

Aðalleikarar

Kjötlest fyrir blóðhunda!
Ég var með temmilegar væntingar fyrir þessa mynd, bjóst við meðalgóðri hryllingsmynd með góðum leikara og nokkrum skemmtilegum atriðum. Vill svo til að það er NÁKVÆMLEGA það sem ég fékk. Þessi mynd lifir í meðlamennskunni en er samt óvenjuleg að ýmsu leiti. Handritið er gert eftir sögu Clive Barker sem er oftast gæðastimpill. Myndin fjallar um listrænan ljósmyndara, leikinn af Bradley Cooper, sem er að reyna að ná edgy myndum af íbúum New York. Fyrir slysni kemst hann á sporið á brutal fjöldamorðingja, þ.e. Vinnie Jones. Morðin eru öll framin í neðanjarðarlest að næturlagi og að því virðist algjörlega að handahófi. Jones er slátrari og hreinlega slátrar fórnarlömbum með einhverjum risa slátrara hamri og hengir þau upp eins og kjötstykki. Eltingaleikur við morðingjann nær ágætri spennu en Cooper er ekki mjög góður leikari að mínu mati. Hann er samt að fá fullt af hlutverkum þessa dagana, t.d. í Yes Man og The Hangover. Jones er stjarnan en nær ekki að nálgast kúli sem hann náði í t.d. Snatch.

Spoiler - Endirinn er alveg fáranlegur. Það kemur í ljós að Jones er að drepa fólk til að fæða einhverja púka frá helvíti og þegar Jones er dauður þarf Cooper að taka við starfinu. Alveg way out there!

Myndin er tæknilega vel gerð enda er Kitamura mjög visual leikstjóri. Sagan nær samt aldrei almennilegu flugi og Cooper er leiðinlegur leikari. Það er fullt af blóði fyrir horror hunda en ég get ekki mælt með henni fyrir aðra.

"I just didn't imagine that you would be the kind of person to say "whoa"."

Stjörnur: 2,5 af 5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög óhugguleg
Leigði þessa um daginn og horfði á hana með vinum. Hún fjallar um raðmorðingja sem drepur fólk í neðanjarðarlestum og um ljósmyndara sem kemur upp um hann.

Myndin er mjög drungaleg út af umhverfinu sínu, í neðanjarðarlestinni og líka þunglyndinu sem góði gaurinn hefur með kærustunni sinni og sjálfum sér. Cooper leikur hlutverkið mjög vel, betra en vin Carrey í Yes Man og hinir eru misjafnir, mjög misjafnir. Ofbeldisatriðin eru mjög harkaleg og unrated version sýnir vel aflimum, tennurnar teknar út, augu slitin úr og mörg lík hangandi í elst þannig að hún er ekki fyrir viðkvæma en þetta er ekki mikil bregðumynd sem kom mér á óvart.
6/10
Kom á óvart, fínn hrollur en ekki meistaraverk

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn