Versus
SpennumyndHrollvekjaÆvintýramynd

Versus 2000

Beware the past, fight the present, fear the future

6.4 12076 atkv.Rotten tomatoes einkunn 71% Critics 6/10
119 MÍN

Myndin gerist í samtímanum. Hópur miskunnarlausra þorpara, óþekkt kona og fangi á flótta, hittast, óafvitandi hvert af öðru, í The Forest of Resurrection, sem er 444. hliðið inn í handanheiminn. Vandamálin byrja þegar þeir sem eitt sinn hafa verið drepnir og grafnir í skóginum lifna við, með aðstoð hins illa Sprit, sem einnig er vaknaður til lífsins, eftir... Lesa meira

Myndin gerist í samtímanum. Hópur miskunnarlausra þorpara, óþekkt kona og fangi á flótta, hittast, óafvitandi hvert af öðru, í The Forest of Resurrection, sem er 444. hliðið inn í handanheiminn. Vandamálin byrja þegar þeir sem eitt sinn hafa verið drepnir og grafnir í skóginum lifna við, með aðstoð hins illa Sprit, sem einnig er vaknaður til lífsins, eftir aldalangan svefn, til að ná í verðlaun sín. Lokaorrustan á milli ljóss og myrkurs hefur aldrei verið jafn útsmogin, jafn ofbeldisfull og hættuleg.... minna

Aðalleikarar

Tak Sakaguchi

Prisoner KSC2-303

Hideo Sakaki

The Man

Kenji Matsuda

Yakuza Leader with butterfly knife

Yuichiro Arai

Motorcycle-riding yakuza with revolver

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Jæja...hvað get ég nú sagt ? þvílík mynd.

Þetta er Japönsk mynd frá árinu 2000. Og fjallar hún um 2 strokufanga sem eru á hlaupum í gegnum skó á flótta undan lögreglunni(stórskrýtnum lögreglumönnum). En við hinn endann á skóginum bíður glæpaklíka eftir þeim til að ná í þá. En þegar fangarnir koma á staðinn þá eru mótökurnar ekki vinalegar, og allt endar í háfaloftum þar þegar annar strokufangana kemst af því að glæpaklíkan tók með sér gísla. Þessi læti enda með því að einn út glæpaklíkunni verður drepinn og annar fanginn líka, hinn fanginn og gíslinn sleppa inní skóginn aftur. Á flótta undan Lögreglunni, bófagengi og manni sem virðist ekki hægt að drepa, byrjar einhver rosalegasta atburðarás sem ég hef séð í bíómynd.


Þessi atburðarás hefur í för með sér stórfurðulegra persóna(þegar maður heldur að maður sé búinn að sjá þær allar, þá koma alltaf nýjar enn furðulegri). Zombíur(með byssur :D), geðveik bardagaratriði, rosalega blóðslettur og mikið af líkamspörtum. Þessi mynd er keyrð á alveg rosalegri keyrslu og það er oft mjög erfitt að halda í þessa mynd. Á milli rosalegra bardagaratriða er verið að brytja niður Zombíur með tilheyrandi blóðsúrhellingum.


Þetta var nú ekki alveg það sem ég bjóst við þegar ég sast niður og fór að horfa á þessa mynd, bjóst við einhveri draugamynd. Ég myndi setja þessa mynd á stall með Evil Dead myndum, Draindead og Bad Taste. Það er alveg hægt að hlæja sig máttlausan ef maður heldur í þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn