Náðu í appið
Love Is in the Air
Öllum leyfð

Love Is in the Air 2004

68 MÍNÍslenska

Heimildarmyndin Love Is In The Air fjallar um þann fjarstæðukennda draum leikhópsins Vesturport að leggja í víking með sérstæða uppsetningu af ástarsögu allra tíma Rómeó & Júlíu. Og það á slóðir höfundarins í höfuðvígi leiklistarinnar, London. Í september 2003 héldu þrettán íslendingar á vit ævintýra út í hinum stóra heimi. Markmiðið var... Lesa meira

Heimildarmyndin Love Is In The Air fjallar um þann fjarstæðukennda draum leikhópsins Vesturport að leggja í víking með sérstæða uppsetningu af ástarsögu allra tíma Rómeó & Júlíu. Og það á slóðir höfundarins í höfuðvígi leiklistarinnar, London. Í september 2003 héldu þrettán íslendingar á vit ævintýra út í hinum stóra heimi. Markmiðið var að setja upp vinsæla íslenska sýningu í hinu sögufræga leikhúsi Young Vic. Hópurinn yfirtók tvær hæðir á hinu skuggalega albany hóteli og við tók þriggja mánaða dvöl. En lífið gekk ekki snurðulaust fyrir sig, baksviðs gengur ýmislegt á og dramatíkin ekki síðri en á leiksviðinu. Fylgst er með leikhópnum að tjaldabaki og á stundum milli stríða. Mun þessum litla leikhópi frá mannfárri eyju í Atlantshafi takast hið ómögulega og slá í gegn úti í hinum stóra heimi eða snúa til baka með skottið á milli lappanna?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn