Náðu í appið

Love Is in the Air 2004

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
68 MÍNÍslenska

Heimildarmyndin Love Is In The Air fjallar um þann fjarstæðukennda draum leikhópsins Vesturport að leggja í víking með sérstæða uppsetningu af ástarsögu allra tíma Rómeó & Júlíu. Og það á slóðir höfundarins í höfuðvígi leiklistarinnar, London. Í september 2003 héldu þrettán íslendingar á vit ævintýra út í hinum stóra heimi. Markmiðið var... Lesa meira

Heimildarmyndin Love Is In The Air fjallar um þann fjarstæðukennda draum leikhópsins Vesturport að leggja í víking með sérstæða uppsetningu af ástarsögu allra tíma Rómeó & Júlíu. Og það á slóðir höfundarins í höfuðvígi leiklistarinnar, London. Í september 2003 héldu þrettán íslendingar á vit ævintýra út í hinum stóra heimi. Markmiðið var að setja upp vinsæla íslenska sýningu í hinu sögufræga leikhúsi Young Vic. Hópurinn yfirtók tvær hæðir á hinu skuggalega albany hóteli og við tók þriggja mánaða dvöl. En lífið gekk ekki snurðulaust fyrir sig, baksviðs gengur ýmislegt á og dramatíkin ekki síðri en á leiksviðinu. Fylgst er með leikhópnum að tjaldabaki og á stundum milli stríða. Mun þessum litla leikhópi frá mannfárri eyju í Atlantshafi takast hið ómögulega og slá í gegn úti í hinum stóra heimi eða snúa til baka með skottið á milli lappanna?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn