Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

1492: Conquest of Paradise 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

"Centuries before the exploration of space, there was another voyage into the unknown"

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Mynd um það þegar Christopher Columbus fann Ameríku, og hvaða áhrif það hafði á innfædda.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Vitsmunalega heft en slefandi falleg
Christopher Columbus er spes persóna í sögubókunum. Enginn virðist vera sammála um hvernig maður hann var, hinsvegar er handritshöfundurinn (Roselynn Bosch) og leikstjórinn (Ridley Scott) á þeirri skoðun að Columbus hafi verið framsýnn maður fyrir sinn tíma. Maður sem trúir á jafnrétti, rökfræði og nánast allt sem hægt er að kalla uppbyggjandi fyrir góða "siðmenningu". Það er ekki hægt að vera á þessari skoðun án þess að brengla gífurlega í sögulegum heimildum og það er einmitt það sem þessi mynd gerir einstaklega vel.

Ég er með eitthvað sem mætti nánast kalla "fetish" fyrir kvikmyndum sem fjalla um sögulega atburði, sérstaklega í langliðinni tíð, svo 1492: Conquest of Paradise fellur í þann hóp. Það verður að segjast að framleiðslan á þessari mynd er ekkert nema stórkostleg, tuttugu árum síðar hefur hún ekkert dvínað í útliti. Þvert á móti þá er myndin margfalt flottari en þessar tölvuteiknuðu runkveislur sem við sjáum í dag. Myndatakan er á mörkum raðfullnæginga og Vangelis nær að semja einhver af bestu lögum sem hægt er að heyra í kvikmynd. Bara þessi blanda og umfjöllunarefnið er nóg til að halda mér við skjáinn, þrátt fyrir sína ýmsu stóru galla. Umbúðin blekkti mig stórvel á sínum tíma, því innihaldið er langt frá flókið né raunsætt, þrátt fyrir að þykjast vera það.

Augljósasta gagnrýnin væri leikaravalið fyrir Columbus, eitthvað sem allir gagnrýnendur tættu í sig á sínum tíma. Depardieu er fokkhæfur leikari og hann böggaði mig ekki neitt í hlutverkinu, kunnáttan hans á enska tungumálinu var kannski efins en ekki nærrum jafn slæm og gagnrýnendur létu það hljóma. Annars er leikurinn bara hæfilegur og það hjá öllum. Hraðinn er hægur, en réttilega svo að mínu mati þar sem sagan verðskuldar sinn tíma. Það á víst að vera til fjagra tíma útgáfa af þessari mynd í einhverri geymslu sem var aldrei gefin út. Ef þú, eins og ég, missir þig í þá runkverðugri fagurfræði sem myndin hefur að bjóða bæði myndlega og hljóðlega séð þá líður tíminn býsna hratt. En ég virðist vera í minnihlutaskoðun þegar að þessu kemur.

Alvöru gallarnir í þessari mynd er hvernig hún bjagar gersamlega sögulegum heimildum og hve klunnalega hún misstígur sig uppúr miðjunni. Öll myndin virðist vera að koma því til skila að (á mjög kristilegann hátt) himnaríki og helvíti eru jarðnesk og að manneskjan hefur hvort tveggja innan í sér. Þar með er nýja veröldin vonbrigði fyrir Columbus sem vildi skapa jarðneskt himnaríki (segir myndin). Sannsögulega var Columbus að öllum líkindum alger fáviti, hann var ofsatrúamaður, fór mjög illa með innbúa Ameríku, þrælahöld og þjóðarmorð og var algerlega vanhæfur í að stjórnarstöðum sínum. Réttlætingin sem heyrist oft er að hann var "barn síns tíma", sem einhvern veginn á að réttlæta fjöldamorð og kúgun.

Svo er einn af kjánalegri illmönnum sem ég hef séð til staðar, illmenni sem er svo kjánalegt að hann lítur út eins og hann sé nýstiginn af tónleikum að syngja death metal og talar með djúpri reykingarrödd. Þá er ég að tala um hann Michael Wincott sem birtist skyndilega uppúr miðjunni því þá þurfti myndin á illmenni að halda. Í raun er persónan hans ef eitthvað, "alter-egoið" hans Columbus, semsagt Depardieu er að leika góðu persónuna og Wincott þá slæmu. Líklega var það "möst" að seta Columbus í guðatölu fyrir að "finna" Ameríku. Ekki mikið af gráu svæði í þessari mynd.

Ridley Scott er alltaf bestur þegar það kemur að epíkinni, eins heimskulegar og myndir hans geta verið (Black Hawk Down, G.I. Jane) þá eru alltaf atriði inná milli sem eru það mikið epíkorgía að maður verður að dást að þeím. Aðeins fágaðari og raunsærri túlkun á sögunni hefði verið betra, en þrátt fyrir allt þetta þá er myndin þess verðug. Meirihlutinn er ósammála, enda sannaðist það með óvinsældunum og sölugildi myndarinnar sem var bókstaflega ekkert enda talin ein tekjulægstu myndum allra tíma.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn