Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

First Knight 1995

Their greatest battle would be for her love.

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Í myndinni er sögð hin epíska miðaldasaga um ástarþríhyrninginn í kastalanum Camelot, þeirra Artúrs konungs, riddarans Lancelot og lafði Guinevere. Lancelot er hinn óttalausi stríðsmaður sem engum er bundinn og enga óvini á. Hann kemur til Camelot hvorki til að afla sér frægðar eða riddaratignar þótt hann öðlist hvoru tveggja, heldur til að vinna ástir... Lesa meira

Í myndinni er sögð hin epíska miðaldasaga um ástarþríhyrninginn í kastalanum Camelot, þeirra Artúrs konungs, riddarans Lancelot og lafði Guinevere. Lancelot er hinn óttalausi stríðsmaður sem engum er bundinn og enga óvini á. Hann kemur til Camelot hvorki til að afla sér frægðar eða riddaratignar þótt hann öðlist hvoru tveggja, heldur til að vinna ástir einu konunnar sem hann getur ekki eignast, hinnar íðilfögru lafði Guinevere frá Leonesse. Hún hefur heitið því að giftast Artúr konungi, en það hefur hún ekki einungis gert í því skyni að fá heri hans til að vernda landareign sína, heldur vegna þess að hún ber ósvikinn ástarhug til konungsins vegna mildi hans og visku. Þegar hún býr sig undir að koma til Camelot sem hin nýja drottning hittir hún Lancelot fyrir tilviljun og við það vakna magnþrungnar tilfinningar í brjósti hennar. Í augum Artúrs er Guinevere tákn hinnar fullkomnu ástar og ástsællar drottningar konungsveldisins. Á sama hátt kemur hann til með að sjá í Lancelot heiður og hreysti hins sanna riddara. Hann fagnar þeim báðum af heilum hug þegar þau koma til Camelot og sér þá ekki fyrir hvernig þörf hans fyrir ósvikna ást og traust leggur grunninn að sviksemi við hann.... minna

Aðalleikarar


Til þess að fíla First Knight, þá þarftu að kunna að sleppa sjálfum þér í klisjunni eða vera alveg sama um hana. Ég gat séð fyrir hverju einasta atriði sem átti sér stað í myndinni því hún er eins mikil klisja og hægt er að ímynda sér, þá meina ég allt sem er til í klisjubókinni kemur líklega fram á ákveðnum tímapunkti í First Knight. Þetta ætti að vera uppskrift að slæmri kvikmynd en svo varð ekki, einhvern veginn þá er styrkur myndarinnar klisjan sem hún byggist á, allavega þá fannst mér það og þar sem ég hef leynilega aðdáðun þegar það kemur að sverðamyndum sem gerast í fortíðinni, þá er það mögulega auðveldara fyrir mig að fíla þessa mynd en fyrir aðra. Annar brandari er að enginn annar en Richard Gere er látinn leika Lancelot, hetjuna miklu sem verður ástfanginn af Guinevere. Hinsvegar þá ber hann hlutverkið betur en langflestir hefðu gert, sem kom mér alveg furðulega á óvart þar sem hann var fullkomið tækifæri fyrir eitt stórt miscast. Sean Connery er auðvitað góður Arthur og Julia Ormond leikur gamla góða hlutverkið sitt að sofa hjá öllum karlmönnum í myndunum sínum, á þessu tímabili var það First Knight, Sabrina og Legends of the Fall allt á einu ári. Ég hef þá kenningu að þessi mynd gæti verið stór brandari því leikstjórinn er enginn annar heldur en Jerry Zucker sem var einn af leikstjórum Airplane og Top Secret, ég er alveg pottþéttur á því að pælingin bakvið myndina er húmorinn við klisjurnar, það passar einnig vel við Jerry Zucker og kvikmyndirnar sem hann gerir. Það er þó mikilvægt fyrir hvern sem mun sjá þessa mynd að þetta er ein stór klisjuklessa sem er alls ekkert að reyna fela það, það er bæði það sem gerir myndina góða og slæma og það fer aðeins eftir fólki hvað það sér meira í myndinni, það góða, slæma eða hvað sem er þar á milli. Ég hafði lúmskt gaman að þessari mynd, ég vissi vel hvar myndin var slæm og hefði átt að vera slæm en eins og ég sagði, það fer eftir einstaklingi hvað þeir sjá í þessari mynd, eins og er með allar kvikmyndir býst ég við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hundléleg mynd. Fjallar um konu sem á að fara að giftast Arthúr konungi (Sean Connery sem er hundgamall) en á leiðinni til Artúhrs er ráðist á hana og henni er bjargað af Richard Gere. Auðvitað koma langdregnar ástarsenur. Hér eru dæmi um galla við myndina, Rikki kastar sverðinu til hægri en allt í einu er það komið vinstra megin, myndin fer í tauganar á manni, ástarsenunar eru svo rosalega barnalegar og ekki nógu gott handrit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn