Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rat Race 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. september 2001

563 miles. 9 people. $2 million. 1001 problems!

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Hópur milljarðamæringa undir forystu spilavítiseiganda frá Las Vegas leitar í sífellu að nýjum hlutum til að veðja á. Þeir ákveða að safna saman sex ólíkum aðilum til að keppa um 2 milljónir Bandaríkjadala sem eru faldar í skáp, og láta þá fara í kapphlaup frá Las Vegas til Silver City í Mexíkó. Sá sem er fyrstur til að komast alla leið fær alla... Lesa meira

Hópur milljarðamæringa undir forystu spilavítiseiganda frá Las Vegas leitar í sífellu að nýjum hlutum til að veðja á. Þeir ákveða að safna saman sex ólíkum aðilum til að keppa um 2 milljónir Bandaríkjadala sem eru faldar í skáp, og láta þá fara í kapphlaup frá Las Vegas til Silver City í Mexíkó. Sá sem er fyrstur til að komast alla leið fær alla peningana. Fyrsta liðið samanstendur af tveimur bræðrum, Duane og Blaine sem talar furðulega af því að hann er nýbúinn að fá sér gat í tunguna. Þegar þeir missa af flugvél þá áætla þeir að eyðileggja flugturn á flugvelli, með spaugilegum afleiðingum. Þá lenda þeir í keppni í lofbelg og þar kemur við sögu belja sem þeir krækja í, sem síðan leiðir þá í ofurjeppa keppni. Annað liðið er fráskilin móðir sem hefur hitt dóttur sína á nýjan leik, en er að reyna að stofna fyrirtæki. Þær hitta klikkaða konu sem selur íkorna og stela eldflaugabíl sem er að reyna að slá hraðamet á landi. NFL dómari, sem allir hata, er strandaður í eyðimörk og stelur rútu sem er full af Lucille Ball eftirhermum á leið á ráðstefnu. Gyðingafjölskyldufaðir á ferðalagi með fjölskylduna tekur þátt í keppninni án þess að segja fjölskyldunni frá. Þegar dóttir hans krefst þess að stoppað verði á Barbie safninu, þá áttar hann sig ekki á að um er að ræða safn um nasistann Klaus Barbie, en ekki dúkkuna Barbie. Þau flýja út úr safninu á bíl Adolfs Hitlers sem endar með því að þau lenda á samkomu fyrrum hermanna úr seinni heimsstyrjöldinni. Svefnsjúkur Ítali fær far með sjúkrabílsstjóra, sem er að fara með hjarta til hjartaígræðslu. Hjartað endar með að fljúga út úr bílnum og þeir tveir verða að endurheimta það úr hundskjafti. Lokakeppandinn er lögfræðingur sem í fyrstu vill ekki taka þátt í keppninni en endurskoðar það þegar hann hittir fallega og klára konu sem flýgur þyrlu til Nýju Mexíkó. Hann áttar sig fljótlega á því að hún er ekki í jafnvægi þegar hún fer að eltast við fyrrum kærasta sinn á þyrlunni og ræðst á hann þar sem hann er í heitum potti með núverandi kærustu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Aftur og Aftur!!!!
Svei mér þá ég fæ bara aldrei leið á þessari mynd eins asnalega og það kann að hljóma. Myndin er með þetta fullkomna kjánahúmor í bland við skemmtilegar fléttur. Það þarf náttúrulega ekki að minnast á leikarahópinn sem er samansettur úr frábærum leikurum. Sammála því að karakterinn hans Rowans Atkinsons hafi heppnast best. Rat Race yrði þó seint flokkuð sem Stórmynd en maður getur svo sannarlega haft gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hress og nokkuð skemmtileg gamanmynd um ríkan sérvitring(John Cleese) sem kemur af stað keppni á milli nokkurra einstaklinga um hvert þeirra verður fyrst að ná í tvær milljónir dollara eftir níu hundruð kílómetra ferð. Mjög einföld mynd en bráðfyndin á köflum. Rowan Atkinson(sem leikur einn keppendanna) og John Cleese eiga samt fyndnustu augnablik myndarinnar. Ég hef alltaf haft lúmskt gaman af báðum þessum bresku sprelligosum. Annars fannst mér Seth Green og Vince Vieluf bestir sem krimmabræður(sem eru eitt af liðunum en ég þarf nú varla að taka það fram....) þó að ég eiginlega hélt með öllum og það var ekkert eitt ákveðið lið sem ég vonaði að myndi vinna. Margar uppákomur sem fólkið lendir í eru vægast sagt alveg frábærar og það er hægt að hlæja töluvert að myndinni en oft á tíðum er hún soldið fjarstæðukennd og nær ekki að sannfæra mann þó að það hafi kannski ekki verið tilgangurinn. Stærsti gallinn við Rat race er sá að hún hefur ekkert almennilegt plot twist eins og hún lofar allan tímann og að áhorfi loknu er maður ekki alveg sáttur. Rat race er ekki gallalaus en samt sem áður fínn valkostur sértu að leita að ágætri afþreyingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rat Race er réttnefni á þessa mynd, ekki vegna þess að hún er léleg, heldur útaf megin atburðarrás hennar. Það er bara einn leikari sem að á hér topp leik miðað við svona mynd. Það er að sjálfsögðu John Cleese. En það er reyndar oflof því að enginn hinna leikaranna er góður leikari yfir höfuð og þurfa eingöngu að styðja sig á bakvið fíflalæti og asnalegar uppákomur, líka Cleese. Ég á einfaldlega við að þessi mynd gengur útá fíflalæti og eins klaufalegar og vandræðalegar uppákomur og að handritshöfundum hefur mögulega dottið í hug. Virðist þessi hrærigrautur ganga upp og er myndin af þeim sökum alveg þrælfyndin og hvergi er slakað á hláturtauginni. Mér fannst reyndar endirinn alveg útúr kú, og hefði mátt vera öðru vísi, en hefði það valdið einhverju fólki (höfundum) höfuðverk og heilablæðingum. Ágætis dæmi umm hvernig topp mynd getur einfaldlega verið topp mynd og haldið sínu skemmtanagildi án þess að vera pökkuð af ofbeldi og yfirfull af dramatík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyndin mynd með snilldarleikurum. Myndin fjallar um fólk sem fer í kapphlaup sem ríkur auðkýfingur (John Cleese,Monty Python and the holy grail) heldur en hann sem vinnur fær tvær milljónir bandaríkjadala. Einn af þeim er Hr.Pollini (Rowan Atkinson,Love Actually),Nick Shaffer (Breckin Meyer,Roadtrip) og kærasta hans,kona nokkur (Whoopi Goldberg,The Lion King) og dóttir hennar,ofsæktur ruðningsdómari (Cuba Gooding Jr. AS Good as It Gets),Duane (Seth Green,Austin Powers 1) og bróðir hans,faðir nokkur (Jon Lovitz,Eight Crazy Nights) og eiginkona hans og börn. Drepfyndin mynd sem maður mun hlæja af lengi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er langt síðan maður hefur séð skemmtilega grínmynd með skemmtilgum leikurum og skemmtilegu plotti. Þarna er blandað saman gömlu All star liði og svo ungum og efnilegu grínliði. Fremstur meðal jafningja er að sjálfsögðu hin lifandi goðsögn John Cleese, en sá sem mér fannst koma mest á óvart sem grín leikari var hr. SHOW ME THE MONEY (Cuba Gooding Jr.) Annars er lítið hægt að setja út á myndina nema kannski það að það á ekki að sýna trailera úr grínmyndum. Þó svo að nóg sé eftir að gríni þá er bara svo leiðinlegt að sjá sama gríni aftur og aftur og borga síðan fyrir að fá að sjá það. Ef þú hefur gaman að góðu gríni þá er þetta mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2001

Rottukapp

Whoopi Goldberg , Rowan Atkinson , Cuba Gooding Jr. og John Cleese eru nú að leika í kvikmyndinni Rat Race. Mun þetta vera ökugamanmynd, jafnvel þá í anda Smokey and the Bandit. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn