Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Perfect Stranger 2007

Frumsýnd: 13. apríl 2007

How Far Would You Go To Keep A Secret?

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Rowena Price er blaðamaður í New York, sem einbeitir sér að því að fletta ofan af spillingarmálum. Þegar grein hennar um samkynhneigðan þingmann, sem er enn inni í skápnum, og talar fyrir gamaldags fjölskyldugildum, er sett til hliðar, þá hættir hún og er fjótlega farin að rannsaka morð á æskuvinkonu sinni. Vinkonunni hafði verið sagt upp af auglýsingamanninum... Lesa meira

Rowena Price er blaðamaður í New York, sem einbeitir sér að því að fletta ofan af spillingarmálum. Þegar grein hennar um samkynhneigðan þingmann, sem er enn inni í skápnum, og talar fyrir gamaldags fjölskyldugildum, er sett til hliðar, þá hættir hún og er fjótlega farin að rannsaka morð á æskuvinkonu sinni. Vinkonunni hafði verið sagt upp af auglýsingamanninum Harrison HIll, og hann er því grunaður um morðið. Rowena fær vinnu á auglýsingastofunni í afleysingum, og fljótlega fer Hill að gefa henni auga. Hún fær aðstoð við blekkingarleikinn hjá Miles Haley, sem er vinur hennar á blaðinu, sem er skotinn í henni. Allir, að því er virðist, eiga sér leyndarmál, þar á meðal Hill, sem þarf að fela framhjáhaldið fyrir eiginkonu sinni - peningarnir hennar eru það sem gerir honum kleift að lifa hátt.... minna

Aðalleikarar


Ég get ekki sagt að þessi sagt að þessi mynd hafi verið upp á marga fiska. Hún fjallar um konu sem fréttir að vinkona hennar sé dáinn. Hún hefur sínar grunnsemdir um hver gæti hafa myrt vinkonu sína og fer að reyna að hafa uppi á morðingjanum. Þetta er auðvitað stórhættulegt, en þegar upp er staðið er ekki allt sem sýnist. Myndinn byrjar ágættlega en þegar upp er staðið er hún ekkert sérstök. Það koma svona fínir sprettir inn á milli en í heild sinni get ég ekki mætl með henni. Það eru fínir leikarar í myndinni og allt það en það er bara eithvað sem vantar, t.d hefði ég vilja sjá myndina enda betur. En þó að ég gefi þessari mynd ekki nema eina stjöru er ekki þar með sagt að hún sé einhver hryllingur heldur er það kanski vegna þess að ég er bara búinn að sjá svo margar góðar spennu myndir að undaförnu að ég bjóst við meiru. En eins og ég segi get ég engan veginn mælt með myndinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Perfect stranger segir frá Rowanda(Halle Berry) sem starfar sem einhverskonar tölvunjósnari og fer að sniglast hjá auðkýfinginum Harrison Hill(Bruce Willis). Eins og við mátti búast kemst Hill að þessu og....tja það er nú ekki mikið varið í þessa mynd. Bruce Willis að vísu góður líkt og hann er oftast og lífgar upp á myndina a.m.k. sé tekið tillit til þess að hlutverkið býður frá grunni ekki upp á mikið en Bruce gerir þetta vel og sannar að hann er ekki ennþá dauður úr öllum æðum. Halle Berry já, hún meikar ekki neitt og er eiginlega alltaf sama týpan(Storm í X-men er þó skásta frammistaða hennar til þessa) og leikur svo illa hér að manni stendur alveg á sama um persónu hennar. Perfect stranger er basically bara slæm mynd sem er þó horfanleg í svona eitt skipti. Að vísu kemur smá ferskleiki í seinni hálfleik og fyrir það plús leikinn hjá Willis fær myndin eina og hálfa stjörnu. Einnig verð ég eiginlega að hrósa myndinni fyrir það að vera ófyrirsjáanleg. En í heildina leiddist mér og því nær myndin ekki meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2023

Afhverju hefur "Villibráð" verið endurgerð tuttugu sinnum síðan 2016?

Kvöld eitt hittast sjö gamlir og góðir vinir, þar af þrjú pör og einn fráskilinn, í kvöldverðarboði. Geðlæknirinn í hópnum stingur upp á leik þar sem hver og einn leggur síma sinn á borðið. Þegar þau fá símtal...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn