Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góð mynd, virkilega. Reese Witherspoon á hér ágætis leik sem sextán ára stúlka, Nicole, sem verður ástfangin af gullfögrum strák að nafni david sem er skuggalega aðlaðandi. Pabbi hennar (mark Wahlberg, nokkuð viss um að hann sé Grissom í CSI) er allt annað en hrifinn af honum og feðginunum fer að koma illa saman, þar sem Nicole vill ekkert illt heyra um kærastann. Skuggi fellur hins vegar á samband Nicole og David þegar hún kemst að hans sanna eðli, en hann er virkilega sjúkur og er ekki tilbúinn að gefa hana upp á bátinn...Besta mynd Witherspoon. fer hægt af stað og er frekar hæg tvo þriðju hluta myndarinnar (ekki leiðinleg samt), en endirinn er sjúklega spennandi...
Þetta er ein besta mynd sem Mark Wahlberg hefur leikið í síðan hann byrjaði að leika. Topp spennumynd. FARIÐ ÚT Á VÍDEÓLEIGU OG TAKIÐ HANA NÚNA.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
3. nóvember 1996