Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blades of Glory 2007

Frumsýnd: 27. apríl 2007

Kick Some Ice

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Þegar samkeppnin á milli tveggja heimsins bestu listhlaupara á skautum, kynlífsfíkilsins og spunameistarans Chazz Michael Michaels og hins sýklahrædda og nákvæma Jimmy MacElroy, endar með slagsmálum á verðlaunapallinum, þá fá þeir ævilangt keppnisbann. Þremur árum síðar, þá leiðir þrá þeirra eftir því að vinna til gullverðlauna og nákvæmur yfirlestur... Lesa meira

Þegar samkeppnin á milli tveggja heimsins bestu listhlaupara á skautum, kynlífsfíkilsins og spunameistarans Chazz Michael Michaels og hins sýklahrædda og nákvæma Jimmy MacElroy, endar með slagsmálum á verðlaunapallinum, þá fá þeir ævilangt keppnisbann. Þremur árum síðar, þá leiðir þrá þeirra eftir því að vinna til gullverðlauna og nákvæmur yfirlestur á reglum listhlaupsíþróttarinnar til þess að þeir skrá sig til leiks sem fyrsta karlmannsparið í listhlaupum á skautum. Geta þeir unnið sig í gegnum óvildina sem þeir hafa á hvorum öðrum, takmarkaðan undirbúningstíma, dularfulla fortíð þjálfarans og fólskubrögð aðal andstæðinga þeirra, Van Waldenberg systkinanna? Lykillinn að sigri eða ósigri gæti legið í hrifningu Jimmy, sem er hreinn sveinn, á Katie, litlu systur Van Walderberg systkinanna. ... minna

Aðalleikarar

Létt og hýr afþreying
Hvað er fyndnara en að sjá tvo af vinsælustu gamanleikurum undanfarinna ára spreyta sig á skautum í 90 mínútur?... Ég get nú reyndar ímyndað mér fjölmargt fyndnara en það, en engu að síður er Blades of Glory ein af slíkum vitleysum sem erfitt er að fíla ekki, a.m.k. á einhvern hátt.

Myndin er litrík, skrautleg og tekur sig ekki alvarlega í mínútu. Þeir Will Ferrell og Jon Heder gera fátt annað en að skemmta sér, og ég held að takmark myndarinnar sé að varpa öllu gamaninu yfir á áhorfandann einnig. Myndin virkaði allavega á mig hvað skemmtanagildi varðar. Ég hló að henni. Kannski ekki eins oft og ég hefði viljað, en meira hafði ég gaman af henni allan tímann og það skiptir sjálfsagt einhverju.

Það verður seint hægt að kalla þennan húmor eitthvað fágaðan, en Blades of Glory nýtir sér mikið af bröndurum sem tengdir eru við annaðhvort skautaíþróttina sjálfa eða sifjaspell og samkynhneigð. Grínið er mistækt, en það koma fáein tilfelli þar sem ég hló nokkuð duglega (kóreska skautamyndbandið var algjör snilld!). Ég verð líka að kommenta á það að Ferrell og Heder voru alls ekki fyndnastir á skjánum. Þeir voru góðir, en ekki eins brilliant og þau Will Arnett (úr Arrested Development) og Amy Poehler.

Það er spurning hvort að Blades of Glory haldist eitthvað út eða hvort hún gleymist bara fyrr en síðar. Það sem ég veit er að hún er skemmtileg og klikkuð að mínu mati, og í minnsta lagi talsvert betri heldur en síðasta gamanmynd Ferrells, Talladega Nights.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chazz Michael Michaels og Jimmy MacElroy eru skautaíþróttamenn, og algerir óvinir. Í einni keppni þegar þeir deila fyrsta sætinu, fer allt í háaloft sem endar með því að þeir eru dæmdir í ævilangt bann í skautum. En einn daginn kemst Jimmy(með hjálp frá brjáluðum aðdáanda) að hann hafi ekki verið dæmdur úr öllum fögunum, bara einu. Því ákveður þjálfari hans að sameina þá saman til að þeir geti dansað í parakeppninni, en þar fá þeir nóga samkeppni frá Van Waldenberg systkinunum. Hér eru komnir tveir vinsælustu gamanleikarar samtímans í dag saman í eina mynd, þeir Will Ferrel og Jon Heder. Og mynda þeir alveg ágætis teymi. En þrátt fyrir það, þjáist þessi mynd af alveg afskaplega leiðinlegum söguþræði, sem maður hefur orðið vitni að svo mörgum sinnum. Og svo er þessi typical Hollywood fílingur til staðar, og sést það best á endinum. Mér finnst það orðið soldið lélegt að leikarar eins og þessir tveir geti ekki náð að gera þetta að betri mynd en hún er. Ég get því miður ekki gefið henni meira en 2 stjörnur, því hún er ekkret að bjóða upp á neitt nýtt hér nema nokkur fyndin atriði á skautagólfinu. So, there you have it.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.11.2016

Jólapartý aldarinnar - Ný stikla úr Office Christmas Party

Jólapartý á skrifstofunni eru algengt fyrirbæri í Bandaríkjunum á aðventunni. Þar koma starfsmenn saman, fá sér eggjapúns, klæða sig í hallærislegar jólapeysur, og gera sér glaðan dag. Um þetta fjallar ný kvikmynd...

12.04.2014

Ferrell skorar á konu í tennis

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell ætlar að gerast alvarlegur á næstunni og leika aðalhlutverkið í sannsögulegri mynd um frægan tennisleik á milli karl- og kvenkyns tennismeistaranna Billie Jean King og Bobby Riggs. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn