Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Létt og hýr afþreying
Hvað er fyndnara en að sjá tvo af vinsælustu gamanleikurum undanfarinna ára spreyta sig á skautum í 90 mínútur?... Ég get nú reyndar ímyndað mér fjölmargt fyndnara en það, en engu að síður er Blades of Glory ein af slíkum vitleysum sem erfitt er að fíla ekki, a.m.k. á einhvern hátt.
Myndin er litrík, skrautleg og tekur sig ekki alvarlega í mínútu. Þeir Will Ferrell og Jon Heder gera fátt annað en að skemmta sér, og ég held að takmark myndarinnar sé að varpa öllu gamaninu yfir á áhorfandann einnig. Myndin virkaði allavega á mig hvað skemmtanagildi varðar. Ég hló að henni. Kannski ekki eins oft og ég hefði viljað, en meira hafði ég gaman af henni allan tímann og það skiptir sjálfsagt einhverju.
Það verður seint hægt að kalla þennan húmor eitthvað fágaðan, en Blades of Glory nýtir sér mikið af bröndurum sem tengdir eru við annaðhvort skautaíþróttina sjálfa eða sifjaspell og samkynhneigð. Grínið er mistækt, en það koma fáein tilfelli þar sem ég hló nokkuð duglega (kóreska skautamyndbandið var algjör snilld!). Ég verð líka að kommenta á það að Ferrell og Heder voru alls ekki fyndnastir á skjánum. Þeir voru góðir, en ekki eins brilliant og þau Will Arnett (úr Arrested Development) og Amy Poehler.
Það er spurning hvort að Blades of Glory haldist eitthvað út eða hvort hún gleymist bara fyrr en síðar. Það sem ég veit er að hún er skemmtileg og klikkuð að mínu mati, og í minnsta lagi talsvert betri heldur en síðasta gamanmynd Ferrells, Talladega Nights.
6/10
Hvað er fyndnara en að sjá tvo af vinsælustu gamanleikurum undanfarinna ára spreyta sig á skautum í 90 mínútur?... Ég get nú reyndar ímyndað mér fjölmargt fyndnara en það, en engu að síður er Blades of Glory ein af slíkum vitleysum sem erfitt er að fíla ekki, a.m.k. á einhvern hátt.
Myndin er litrík, skrautleg og tekur sig ekki alvarlega í mínútu. Þeir Will Ferrell og Jon Heder gera fátt annað en að skemmta sér, og ég held að takmark myndarinnar sé að varpa öllu gamaninu yfir á áhorfandann einnig. Myndin virkaði allavega á mig hvað skemmtanagildi varðar. Ég hló að henni. Kannski ekki eins oft og ég hefði viljað, en meira hafði ég gaman af henni allan tímann og það skiptir sjálfsagt einhverju.
Það verður seint hægt að kalla þennan húmor eitthvað fágaðan, en Blades of Glory nýtir sér mikið af bröndurum sem tengdir eru við annaðhvort skautaíþróttina sjálfa eða sifjaspell og samkynhneigð. Grínið er mistækt, en það koma fáein tilfelli þar sem ég hló nokkuð duglega (kóreska skautamyndbandið var algjör snilld!). Ég verð líka að kommenta á það að Ferrell og Heder voru alls ekki fyndnastir á skjánum. Þeir voru góðir, en ekki eins brilliant og þau Will Arnett (úr Arrested Development) og Amy Poehler.
Það er spurning hvort að Blades of Glory haldist eitthvað út eða hvort hún gleymist bara fyrr en síðar. Það sem ég veit er að hún er skemmtileg og klikkuð að mínu mati, og í minnsta lagi talsvert betri heldur en síðasta gamanmynd Ferrells, Talladega Nights.
6/10
Chazz Michael Michaels og Jimmy MacElroy eru skautaíþróttamenn, og algerir óvinir. Í einni keppni þegar þeir deila fyrsta sætinu, fer allt í háaloft sem endar með því að þeir eru dæmdir í ævilangt bann í skautum. En einn daginn kemst Jimmy(með hjálp frá brjáluðum aðdáanda) að hann hafi ekki verið dæmdur úr öllum fögunum, bara einu. Því ákveður þjálfari hans að sameina þá saman til að þeir geti dansað í parakeppninni, en þar fá þeir nóga samkeppni frá Van Waldenberg systkinunum. Hér eru komnir tveir vinsælustu gamanleikarar samtímans í dag saman í eina mynd, þeir Will Ferrel og Jon Heder. Og mynda þeir alveg ágætis teymi. En þrátt fyrir það, þjáist þessi mynd af alveg afskaplega leiðinlegum söguþræði, sem maður hefur orðið vitni að svo mörgum sinnum. Og svo er þessi typical Hollywood fílingur til staðar, og sést það best á endinum. Mér finnst það orðið soldið lélegt að leikarar eins og þessir tveir geti ekki náð að gera þetta að betri mynd en hún er. Ég get því miður ekki gefið henni meira en 2 stjörnur, því hún er ekkret að bjóða upp á neitt nýtt hér nema nokkur fyndin atriði á skautagólfinu. So, there you have it.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. apríl 2007