Aðalleikarar
Leikstjórn
Reno 911:Miami er bíómynd byggð á þáttunum reno 911 sem eru þættir í anda cops, fyrir utan það að þessir þættir eru 100% leiknir og grínþættir. Þættirnir fynnst mér vera algjör snild, ótrúlega fyndnir og mæli ég með því að allir sjái þá.
Myndin fannst mér ekki alveg standa undir þeim standart sem þættirnir eru. Jú fyndin er hún, ég hló mig oft máttlausan, en einhvernvegin finnst mér hún vera allt of mikil sölumenska, og finnst mér hún ekki alveg ganga upp. Söguþráðurinn er ótrúlega þunnur og eiginlega bara sama sem ekki neitt, þetta er reyndar bara eins og mjög langur reno 911 þáttur, sem já gengur ekki upp, finnst að söguþráðurinn hafði átt að vera aðeins sterkari en hann var.
En engu síður þá er þetta reno 911, og húmorinn í þáttunum skila sér algjörlega í myndina, og fær myndin stóran stóran plús fyrir það. Steikt er hún, sem er frábært, en já fínasta mynd en ég var samt fyrir smá vondbrigðum því ég hélt að hún ætti eftir að verða betri, en hún er samt alveg góð engu síður og mæli ég alveg með að fólki sjái hana.