Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Letters from Iwo Jima 2006

Justwatch

Frumsýnd: 16. febrúar 2007

The battle of Iwo Jima seen through the eyes of the Japanese soldiers.

141 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Eyjan Iwo Jima er stödd mitt á milli bandarískra hermanna og japan. Japanska hernum er því mjög í mun að hún lendi ekki undir stjórn Bandaríkjanna, og verði þar með skotpallur fyrir árás á Japan. Tadamichi Kuribayashi hershöfðingi fær yfirstjórn yfir herjunum á eynni, og byrjar að undirbúa árás. Kuribayashi er þó ekki jafn einarður í nálgun sinni og... Lesa meira

Eyjan Iwo Jima er stödd mitt á milli bandarískra hermanna og japan. Japanska hernum er því mjög í mun að hún lendi ekki undir stjórn Bandaríkjanna, og verði þar með skotpallur fyrir árás á Japan. Tadamichi Kuribayashi hershöfðingi fær yfirstjórn yfir herjunum á eynni, og byrjar að undirbúa árás. Kuribayashi er þó ekki jafn einarður í nálgun sinni og undirmenn hans, og upplausn og andstaða fer að breiða úr sér á meðal hermannanna. Í lægri herdeildum þá er ungi hermaðurinn Saigo, fátækur bakari þegar hann var ekki í hernum, en hann reynir ásamt félögum sínum að lifa af erfiðan aðbúnað í japanska hernum, á sama tíma og hann veit að harður bardagi er framundan. Þegar innrás Bandaríkjamanna hefst, þá finna bæði Kuribayashi og Saigo styrk, heiður og hugrekki, og ótrúlegan hrylling.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd er hrein snilld, ef til vill ein af 5 bestu stríðsmyndum allra tíma. Orustuatriðin eru stórfengleg, leikur óaðfinnanlegur og sagan sem hún segir, þ.e. orustan um Ivo Jima út frá sjónarhóli verjendanna sjálfra er mjög áhugaverð. Aldrei áður hefur verið eins skilmerkilega verið greint frá því í bandarískri bíómynd fyrir hvað hinn venjulegi japanski hermaður var að berjast. Þessi mynd klæðir óvininn holdi og blóði, sýnir að þeir voru manneskjur líka. Ótrúlegt en satt, en þetta er alveg stórmerkilega manneskjuleg mynd þrátt fyrir hinar óhemjulega harðneskjulegu raunir sem hún sýnir hermennina ganga í gegnum. Þessar tvær myndir, 'Flags of our fathers' og 'Letters from Ivo Jima' eru hreint ótrúlega magnaðar. Í báðum nær Clint Eastwood síðast en ekki síst að draga fram hermanninn hjá báðum aðilum sem manneskjur, og það er frábært afrek. Stríð er hreint helvíti, en það er háð af manneskjum af holdi og blóði, sem þjást og deyja; en einnig halda áfram að þjást eftir á eins og 'The Flags' sýnir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Letters from Iwo Jima er hliðstæða Flags of our Fathers, og fjallar um japönsku hlið árásarinnar á Iwo Jima. Áætlað var að eyjan yrði yfirtekin á innan við viku en japanir vörðu eyjuna í meira en mánuð undir stjórn hershöfðingjans Koribayashi, leikinn af Ken Watanabe, sem hafði búið í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir stríðið. Fyrir utan Koribayashi þá er það ungur bakari, Saigo að nafni sem er aðapersóna myndarinnar, hann var sendur í herinn og varð að skilja eftir konu sína og ófætt barn eftir. Annað en Flags of our Fathers sem fjallar meira um mál eftirlifenda orrustunnar í Bandaríkjunum þá er Letters from Iwo Jima að sýna vonleysi og ömurleika sem ríkir á eyjunni þar sem innrásin er óumflýjanleg og annað en Bandaríkjamennirnir þá eru þeir gersamlega innilokaðir frá allri mögulegri hjálp. Inn á milli atriða á eyjunni þá eru baksögur mannana sýndar, aðallega þá hjá Koribayashi og Saigo, en það eru þessar baksögur sem gera söguna áhrifaríkari en hún hefði verið án þeirra, en skiptingin átti til að vera frekar dæmigerð og jafnvel óviljandi hlægileg, ég held að besta orðið sé ´cheesy´. Það sem kom mér á óvart er að Eastwood sýnir Bandaríkjamenn í ekkert sérstaklega björtu ljósi, jafnvel sem ófreskjur á tímum, en hann missir sig aldrei í því og heldur jafnvæginu og reynir að vera eins sanngjarn við báðar hliðarnar og hann getur. Myndin byrjar lengi, það er tekið sinn tíma að sýna við hverskonar aðstæður mennirnir lifa við á Iwo Jima og djúpt er grafið inn í persónulíf hins virðingafulla Koribayashi og efasemdir sem rísa gegn honum útaf lífi hans í landi óvinanna. Það sem Letters from Iwo Jima hefur yfir Flags of our Fathers er þann möguleika að gera áhorfið mun örvæntingameira og spennandi þar sem ekkert nema sársauki og dauði bíða aðalpersónanna, en það er nákvæmlega þessi hluti sem var ekki að virka. Þegar hlutir byrjuðu að gerast og spennan magnast þá datt hún strax niður, og það gerðist aftur og aftur og aftur. Það var ekki næg orka í framvindunni til þess að grípa mig inn í söguna, í hvert skipti sem hún var að fara gera það þá datt ég strax úr henni og leið eins og ég væri nýkominn inn í hana aftur. Letters from Iwo Jima er betri en Flags á sumum sviðum en verri á öðrum en endanlega þá falla þessar myndir í svipað gæðastig, Letters from Iwo Jima er mjög sönn gagnvart stríðinu og atburðunum sem áttu sér stað á Iwo Jima og á skilið sitt hrós fyrir það, en mér fannst hún ekki vera þessi hreina snilld sem gagnrýnendur eru að tala um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.11.2020

Hvað fór fram á settinu hjá Clint?

Sumarið 2005 var Sandvík hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood en þá mætti Clint Eastwood hingað til landsins með teymi sitt og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum F...

20.11.2020

09 - Hvað fór fram á settinu hjá Clint?

Sumarið 2005 mætti Clint Eastwood hingað til landsins með risastórt teymi og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. Fjöldi ...

03.02.2019

Depp myndar sögulegan japanskan harmleik

Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd þrisvar sinnum Óskarstilnefnda bandaríska leikarans Johnny Depp, Minamata, eftir Andrew Levitas, en þar fer Depp með hlutverk hins rómaða stríðsljósmyndara W. Eugene Smith. Aðrir helstu leikarar eru Bill Nighy  (Pirates of the Caribbean: Dead Man...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn