Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

TMNT 2007

(Teenage Mutant Ninja Turtles 4)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. mars 2007

Raising Shell In 2007

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Skjaldbökurnar snúa aftur eftir 14 ára fjarveru. Að þessu sinni er Splinter horfinn en bræðurnir þurfa að takast á við álíka hættuleg kvikindi og í þetta sinn í skrímslaformi. Leo, Donnie, Ralph og Mikey þurfa að læra að láta ekki ágreining koma í veg fyrir verk sín ef þeir ætla sér að bjarga heiminum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Turtles eða Teenage Mutant Ninja Turtles. Ég er gamall aðdándi turtles og ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég horfði á hana. Þegar ég vissi að hún væri teiknuð var ég ánægður því að mér fannst þættirnir mun betri en gömlu leiknu myndirnar.

Mér finnst þeir sem gera myndina líka nálgast persónurnar mjög vel eins og er í sögunum. Sérstaklega samband Leonardo og Rafhael sem er mjög styrrt eins og er í bókunum.Mæli með þessari mynd fyrir aðdáendur Turtles.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert alltof mikið "Turtle-power"
Skaldbökurnar fræknu féllu svo sannarlega í kramið hjá mér á mínum yngri árum. Ég var algjört Turtles-fíkill, og til að heilsa upp á gamla nostalgíu freistaðist ég til að kíkja á þessa mynd. Það er a.m.k. öruggt að þessar persónur hafi aldrei nokkurn tímann litið betur út.

TMNT er virkilega nett mynd til útlits. Tölvuhannaða lúkkið gefur skjaldbökunum kleift að spreyta sig mun betur en áður og stíllinn almennt virkar vel á þetta umhverfi hvað almennt andrúmsloft varðar. Þó svo að maður sakni sveittu búninganna og late '80s tónlistarinnar (góðir tímar!) sem að setti sinn svip á gömlu myndirnar, þá verð ég að segja að þetta sé mun meira við hæfi.

Samt sem áður þá vantar hreinlega alla sál í þessa nýjustu mynd. Myndin gerir sitt besta til að kafa út í persónusköpun, en heildin þjáist stórlega fyrir skort á móral eða spennu. Húmorinn er einnig fjarverandi. Annaðhvort það eða hann fellur kylliflatur. Raddsetning er góð, en ekkert alltof eftirminnileg. Patrick Stewart stendur líklegast uppúr ásamt hinum ávallt fjöruga Chris Evans.

Innra barnið í mér er mjög svekkt fyrir að geta ekki gefið myndinni hærri einkunn. Stíllinn er fullkominn, en með betra handriti hefði heildin getað orðið solid. Svona þarf þetta víst að fara... Bömmer!

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vúbbí! Trutles, snilldar gaurarnir snúnir aftur í kvikmyndaheiminn eftir langa bið.

Í þetta sinn gerist myndin að ég held aðallega á eftir fyrstu myndinni og hundsar því að mestu atburði seinni tveggja myndanna úr leiknu seríunni. Svipað og Superman Returns frekar en Casino Royale og Batman Begins. Gúdd sjitt.

Sagan er er þannig að fyrir 3.000 árum stjórnaði mikill maður enn meiri her sem hafði það takmark að valda eiðilegginu á sem flestum stöðum. Einhvernvegin tekst þeim að opna hlið til annars heims og sleppa þannig 13 stór hættulegum skrímslum yfir í heiminn. Hliðið breytti einnig fjórum hershöfðingjum stríðsherrans í steinstyttur.

En í nútímanum hefur vinkona skjaldbakanna April O'Neill fundið þessar styttur í Mið-Ameríku og selt þær ríkisbubbanum Winters. Hann lífgar stytturnar við og sendir til að finna skrímslin 13.

Á sama tíma hefur Leonardo (blár, sverð) verið sendur af rottunni Master Splinter í þjálfun til að verða betri leiðtogi skjaldbakanna. Á meðan hefur Raphael (rauður, hnífar) gerst ofurhetjan Nightwatcher og berst gegn glæpum í leynd í New York borg. Donatello (fjólublár, stafur) er orðin að einhversskonar tölvufræðingi. Og Michalangelo (appelsínugulur, keðjukylfur) skemmtir krökkum í afmælum. En auðvitað snýr Leonardo aftur og skjaldbökunar þurfa að bjarga heiminum frá skrímslunum... og allt það stöff.

Söguþráðurinn er kannski ekki sá besti en ég held að hann skipti ekki sem mestu máli. Hann er a.m.k. meira intersting en í hinum leiknu myndum. Og nóg skemmtun er í myndinni til að maður þurfi að pæla of í sögunni. Come on.... þetta eru ninja skjaldbökur! YEAH!

Ég er alls ekki sammála fyrri gagnrýnanda. Þessi mynd þurfti að vera tölvuteiknuð. Búningarnir virka SVO ekki lengur. Þetta eiga að vera ninjur ekki kallar í gúmmígöllum sem geta varla hreyft sig.

Það besta og versta við þessa mynd er persónusköpunin. Hér er Raphael settur sem - að mér finnst - aðal persónan. Mjög vel er farið með hann hérna. Sömuleiðis Leonardo. Sem fylgir Raphael fast á eftir á aðal persónu listanum. Hinsvegar er ekki vel farið með restina. Michealangelo er ekki of stór persóna en sjálfum finnst mér það fínt, að hafa hann bara trúðinn með línurnar og fíflalætin í bakgrunninum og gera ekki of djúpann. Það versta er þó Donatello - sem ég efast um að hafi haft fleiri en 15 línur í myndinni. Hann er alveg hunsaður. Honum gæti verið sleppt í þessari mynd. Hinsvegar var framhald af myndinni alltaf á borði og - þrátt fyrir slæmt gengi hér - gekk myndinni mjög vel í Bandaríkjunm. Þá verða þeir að stækka hlutverk hans í 2 - ef hún kemur þá út (sem ég vona.)

Teikningin er mjög góð. Frábært detail í öllu. Mjög vel teiknað. Stíllinn er mjög cartoon-y og eyðileggur það smá fyrir myndinni. Ég hefði kosið eðlilega útlýtandi fólk. En það er þó svo sem sættanlegt.

Talsetningin er frábær. Vantar fátt á hana. Flestir standa sig vel og þeir slöppu eru oftast ekki í aðalhlutverkum. Stórar raddir hér eins og Sarah Michelle Gellar úr Buffy, Patrick Stewart úr Star Trek og X-Men. Ásamt Lauwrence Fishburne sem sögumanninum (pretty cool, eh?) Svo má alls ekki gleyma þeim minna þekktu eins og James Michael Taylor (Final Fantasy X og Ratchet) sem hafa það aðallega sem starf að talsetja en ekki leika. Slíkt fólk vantar nauðsynlega í svona tölvuteiknimyndir enda eru þau oftar en ekki betri en sölubreyturnar.

Annað slæmt við þessa mynd er að Shredder vantar alveg (grunar þó að hann komi aftur í mögulegu framhaldi) og alltof margar lame-línur sem eiga að vera kúl. En hey, það eru Turtles-arnir. All about the lines, dudes.

Ég var virkilega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gefa myndinni þrjár eða þrjár og hálfa. Þessi mynd er nú að mörgu leiti frekar þunn en í raun á maður ekki að ætlast til meira af henni en fjöri og hasar og látum. Bara að horfa á teiknimyndaþátt á sterum og líða eins og krakka aftur... in a good way. En já, ég ákvað bara að kasta peningi upp á þetta og sjá hvað kæmi og þrjár og hálf vann.

Ef þið ætlið ekki á myndina með opnum huga, sleppið því. Annars farið endilega á hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta voru vonbrigði. Skjaldbökurnar eru mættar aftur í tölvugerðri teiknimynd sem stendur fyrstu myndinni(með þessari eru þær fjórar) langt að baki. TMNT er algjört klúður hvað varðar uppbyggingu og frumleika, húmorinn er ömurlegur og handritið formúlukennt. Það hefði verið hægt að gera svo góða mynd um skjaldbökurnar fræknu sem hefði verið fínt comeback en í staðinn fáum við klisjulega froðu sem skilur ekkert eftir sig. Og það voru mikil mistök að gera þessa mynd í svona formi, þetta hefði átt að vera leikin mynd eins og gömlu myndirnar voru. Fyrsta myndin er varla nein snilld en ég minnist þess að hún hafi verið stórskemmtileg á sínum tíma og verkar þessi eitthvað svo aum í samanburði. Fyrir utan að Shredder sárvantar í þessa en hann var vondi kallinn og senuþjófurinn í fyrstu myndinni. Ég gef TMNT eina stjörnu fyrir nokkrar góðar hugmyndir en hún er leiðinleg og fljótgleymd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn