Aðalleikarar
Leikstjórn
True Lies er frábær hasarmynd af bestu gerð. Arnold Schwarzenegger er í banastuði og sýnir frábæra frammistöðu(ef hægt er að kalla það það). Svo er Jamie Lee Curtis fín í hlutverki konu hans. Nóg af sprengingum, mikill hasar og dúndurskemmtun eru helstu kostir True Lies, og skilar James Cameron þessum þáttum frábærlega frá sér. Mér finnst leiðinlegt að þurfa bera þessa mynd við hin verk Camerons, en ef ég þyrfti þess þá er þessi sú versta. Leiðinlegt að segja það, en það er staðreynd. En þrátt fyrir það, hvet ég alla unnendur spennumynda sem hafa ekki séð True Lies að sjá hana sem fyrst.
Þetta fannst mér mögnuð mynd þegar ég sá hana fyrir um tíu árum síðan, var þá í kringum fermingaraldur. Enn finnst mér þetta mögnuð mynd, en hef þó myndað mér skoðanir á henni. Svaganeggur hefur mér alltaf þótt passa í öll þau hlutverk sem að af honum hafa komið á hvíta tjaldið, ótrúlegt en satt! Þessi er sneysafull af humor og skemmtilegum uppákomum, og sagan er hröð og mögnuð. Tia Carrere er reyndar ekki góð leikkona, en hún er flott. Það er eini vankantur myndarinnar.
Ein besta mynd Arnolds (með Terminator2) að mínu mati.
Rosalega fýndin og frábær hasar atriði (sérstaklega klósetatriðið var minnistæt).
Semsagt frábær mýnd sem allir hafa gaman af.
Bill Paxton stal öllum sénonum.
True Lies er mjög góð spennumynd sem maður fær varla leið af. Ég kann hana næstum utan af því ég horfði mikið á hana þegar ég var yngri og skemmti mér alltaf vel yfir henni og ég hef sama álit á henni núna. Það er engin spurnig Arnold Schwarzenegger er í topp formi í þessari mynd og er einn af bestu hasarmynda leikurum í heimi. Hef lítið að segja meira um hana nema að þetta er þriggja stjarna skemtun!
Skemmtileg della sem flestallir ættu að geta haft gaman af. Tekur sig aldrei á nokkurn hátt alvarlega og bullar stíft út í eitt. Arnold leikur leyniþjónustumanninn Harry Tasker sem er mikið hörkutól en linast þó nokkuð þegar konan hans - Jamie Lee Curtis - virðist vera byrjuð að bömpa einhvern annan, en hún hefur einmitt ekki hugmynd um hvaða vinnu hann stundar. Lenda þau svo í klónum á miðausturlenskum terroristum og allt fer til fjandans. Fín skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Claude Zidi, James Cameron, Didier Kaminka, Simon Michaël
Kostaði
$115.000.000
Tekjur
$378.882.411
Vefsíða:
www.facebook.com/TrueLiesMovie
Aldur USA:
R