True Lies
1994
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
When he said I do, he never said what he did.
141 MÍNEnska
70% Critics
76% Audience
63
/100 Tilnefnd til Óskarsverðlauna og BAFTA verðlauna fyrir bestu tæknibrellur.
Harry Tasker lifir tvöföldu lífi. Konan hans, Helen veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyniþjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuvæddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í... Lesa meira
Harry Tasker lifir tvöföldu lífi. Konan hans, Helen veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyniþjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuvæddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í faginu að Helen, sem hann er búinn að vera giftur í 15 ár, heldur að hann sé sölumannsblók hjá tölvufyrirtæki, og þegar hún á erfitt með svefn biður hún Harry að segja sér hvernig hafi verið í vinnunni, sem hann er alltaf með hugann við. Þá minnist Harry ekki á að hann hafi drepið tvo hryðjuverkamenn fyrir hádegi og einn eftir kaffi heldur spinnur upp lygasögu um sölu á viðskiptahugbúnaði sem svæfir frúna á svipstundu. Af því að Harry er svo annars hugar og óspennandi er Helen orðinn leið á honum og þráir spennu, ævintýri og tilbreytingu. Þess vegna fellur hún kylliflöt fyrir flagara sem gefur sig út fyrir að vera hjálparþurfi njósnari í stöðugri lífshættu. Þá er hjónabandið í uppnámi og Harry í vanda en af því að hann er svo lélegur í mannlegum samskiptum en svo góður í ráðabruggi og njósnum þá bregst hann við á þann eina hátt sem hann kann og notar sína sérstöku hæfileika til þess að bjarga hjónabandinu áður en hann fer aftur í vinnuna og snýr sér að því að bjarga heiminum frá glötun.... minna