Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bobby er frumraun hans Emilio Estevez að leikstýra sinni eigin kvikmynd og fjallar hún um u.þ.b tuttugu manns á Ambassador hótelinu þann sama dag og Robert F. Kennedy var myrtur. Það eina sem er sögulega rétt í Bobby er að Robert Kennedy var drepinn, allar persónurnar eru hinsvegar skáldaðar eða lauslega byggðar á raunverulegu fólki sem voru á hótelinu þegar morðið átti sér stað. Aðalkostur myndarinnar er stórt og gott leikaralið, sumir voru betri en aðrir og það reyndist Freddy Rodriguez vera minnisverðugasti leikarinn. Meðal hans koma Shia LaBouf, Laurence Fishburne, Anthony Hopkins og jafnvel þó það hljómi ótrúlegt, þá var jafnvel Lindsay Lohan býsna góð. Gallinn í myndinni fannst mér vera ótraustu tengingarnar milli persónanna, hver einasta manneskjan á að hafa eitthvað tengt við morðið en það er einmitt alveg þó nokkrar persónur sem reyndust alveg tilgangslausar. Mér skilst að hver einasta persóna í myndinni eigi að vera stereótýpa frá 60's tímabilinu, þ.e.a.s lifandi dæmi um hugsunarhátt og líferni á þeim tíma en mér finnst að Estevez hafi kramið einum of mörgum persónum í myndina þar á meðal sjálfum sér sem hafði ekkert að gera í myndinni. Myndin hefði gagnast á meiri einbeitingu gagnvart mikilvægustu persónunum og þá hefði tengingin/morðið á Kennedy verið mun kröftugra atriði. Þrátt fyrir það þá er hægt að hafa vel gaman af þessari mynd, ég hefði viljað sjá aðeins meiri JFK aðferð á mynd byggða á morði Robert Kennedy en það er aðeins mitt kjaftæði. Ég er ekki langt frá því að gefa Bobby þrjár stjörnur en ég gef henni í staðinn mjög pottþéttar tvær og hálfa, gölluð en fín mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R