Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Beowulf 2005

(Bjólfskviða, Beowulf and Grendel)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. ágúst 2006

Beneath The Legend Lies The Tale

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Tröllið Grendel fer ránshendi um ríki Hróðgars konungs, en viðleitni Bjólfs til að standa gegn ófreskjunni verður að engu þegar Grendel neitar að mæta honum í bardaga. Þegar Bjólfur kynnist síðan Selmu, dularfullri og fallegri norn, verður enn flóknara fyrir hann að skilja hvað felst í hugtakinu hefnd.

Aðalleikarar


Það er skömm að Beowulf & Grendel fái ekki betri dóm en þetta, það er sjaldséð að sjá Íslensk tengda kvikmynd og þá núna dýrustu kvikmyndaframleiðslu sem tengist Íslandi. Hér er á ferð alveg ferlega illa skrifað handrit, ekki á þann hátt að fólk talaði skringilega eða málvillur voru til staðar, heldur það leit út fyrir að þrettán ára krakki hafi skrifað myndina. Það eru atriði sem koma sögunni ekkert við, eða skiptu svo litlu máli í samhengi við heildina að það kom ekkert úr því, þetta gerðist ekki stundum heldur nokkuð oft. Myndin byrjar með ágæt lof, það kom fram skemmtilegur húmor og persóna Beowulfs (sem var nánast eina verulega persónan til staðar) byrjaði að kveikja áhugann. En atburðarrásin, nánast allar persónunar, öll orðasamskipti, falla niður steindauð fljótlega, það gekk svo langt að á tímum spurði ég sjálfan mig af hverju sumir hlutir voru í myndinni og það er alls ekki góður hlutur. Einn af öðrum vandamálum myndarinnar var ´aðdráttarafl´ sögunnar, ég horfði á skjá í 100 mín og var fullkomnlega var við það, þ.e.a.s sagan skapaði engan áhuga, enga spennu, ekkert sem dró athyglina mína gegnum myndina. Gerard Butler gerir sitt besta sem Beowulf, en slæmt handrit leyfir honum ekki sitt besta, sama má segja um Stellan Skaarsgard og Ingvar E. Hinsvegar fannst mér Sarah Polly frekar misheppnuð í hlutverki sínu, mögulega útaf handritinu en mér fannst þetta ekki vera hlutverk sem hentaði henni. Framleiðslugæðin eru ágæt, sérstaklega miðað við rándýrar Hollywood myndir, myndatakan var fín (þó ekki eins og ég hafði vonast eftir), landslag Íslands auðvitað bætti margt fyrir umheiminn í myndinni. Handritið drepur Beowulf & Grendel, með betra handriti hefði myndin getað verið mun betri, þessi ókostur er einfaldlega svo slæmur að allt annað fellur í sömu gröf. Ég hinsvegar kýs að skoða kostina og dæma samkvæmt þeim líka, en meira en þessa stjörnugjöf get ég ekki gefið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn