Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Edward Norton er hér í hlutverki sjónhverfingarmannsins Eisenheim í Vínarborg á nítjándu öldinni. Varðstjórinn Uhl(Paul Giamatti) er vantrúaður og lætur vin okkar ekki í friði og ekki batnar ástandið þegar það myndast ástarþríhyrningur hjá Eisenheim, æskuástinni hans(Jessica Biel) og krónprinsins(Rufus Sewell). The Illusionist er alveg prýðileg mynd, sniðug á margan hátt og Edward Norton tekst að skapa skemmtilega stemningu enda er hann mjög góður leikari. Sjónhverfingarnar í þessari mynd eru skemmtilegar þó að fæstar séu frumlegar en það sem háir myndinni soldið er hversu hæg og róleg hún er, hún hefur söguþráð sem hefði sæmt sér vel í frábærri spennumynd en í staðinn silast hún hægfara áfram allan sýningartímann en samt verður hún aldrei beint langdregin. Því er ég á því að The Illusionist hefði getað orðið betri mynd en hún er en hún er samt skemmtileg og býður upp á ýmislegt gott. Tvær og hálf stjarna í minni bók eða 7/10 í einkunn.
The Illusionist er þannig mynd sem gerir allt býsna vel, en er ekki nógu þung né merkileg til þess að teljast neitt uppúrskarandi, fyrir utan mögulega frammistöðu leikaranna sem reyndust mjög merkilegar, Edward Norton og Paul Giamatti sýndu frábæran leik, Rufus Sewell stóð sig vel og jafnvel Jessica Biel líka, sem kom mér töluvert á óvart. Þetta er mjög dæmigerð ástarsaga, sem þýðir mikið af erfiðum fyrir ástina til þess að virka, en hún reynir að sýna eins mikið nýtt og hægt er miðað við takmarkanir sögunnar. Það er hinsvegar vel hægt að njóta sér að fylgjast með töfrabrellunum sem ná að grípa athygli áhorfandans og fá mann til þess að vilja skilja hvernig þau eru gerð. Myndin er full af spurningum en aðeins eru gefin fá svör sem er kostur þar sem fleiri upplýsingar hefðu drepið mysteríu myndarinnar. Í heild sinni þá er The Illusionist vel þess virði að sjá, hún er fallega gerð með mjög sérstakan stíl og heldur athyglinni uppi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Yari Film Group
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
23. mars 2007