Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Orkurík og skemmtileg vitleysa
Limitless byrjar alveg frábærlega. Hún er hrikalega langsótt en fer af stað á svakalegum hraða með þrælfínum mónólógum og dúndur litatrippi í þokkabót. Eftir ákveðinn tíma stígur hún yfir vissan þröskuld þar sem hún breytist úr langsóttri afþreyingarmynd yfir í absúrd þvælu (frekar kaldhæðnislegt hvernig mynd um gáfur getur verið SVONA heiladauð), en það skrítna við þessa ferð er að hún er allan tímann spennandi og verður því aldrei nokkurn tímann leiðinleg.
Bradley Cooper gjörsamlega eignar sér þessa mynd, ekki spurning. Maðurinn hefur hingað til sannað sig sem viðkunnanlegur leikari sem oftast vinnur sér inn stuðning áhorfandans, sama hversu gölluð eða hrokafull persóna hans er. Enginn annar á skjánum skilur nokkurn skapaðan hlut eftir sig, ekki einu sinni Robert De Niro. Karlgreyið hefur svosem ekki gert neitt mikið af viti í tæplegan áratug og hér er hæfileikum hans sóað eina ferðina enn. Að minnsta kosti fær hann nokkrar fínar línur enda myndin troðfull af slíkum. Handritið er yfir heildina skemmtilegt þótt það verði seint hægt að segja að það sé gáfað. Atburðarásin reynir líka svolítið á trúverðugleika manns því lengra sem líður á hana og ekki eru allir hnútar í lokin hnýttir á fullnægjandi hátt. Þó svo að myndin fjalli um mann sem öðlast einhvers konar ofurheila með því að taka inn lyf þýðir það ekki að áhorfandinn taki allar “reddingarnar” í sátt sem eru notaðar sem lausnir við stórum vandamálum. Ef eitthvað þá skapar þetta bara plottholur.
Myndin heldur samt dampi í afþreyingargildi þrátt fyrir kjánalegheitin, og stíllinn á henni gerir hana einnig rosalega líflega. Klipping ásamt kvikmyndatöku og litabeitingu er geysilega yfirdrifin en áhrifarík. Spennuuppbygging verður fyrir vikið öflugri og fær áhorfandinn betri tilfinningu fyrir öllu því sem sögupersónan gengur í gegnum. En alveg eins og hún þá er Limitless orkurík, á fullu nánast allan tímann og er mikið séð til þess að þér leiðist aldrei. Hún stendur sig undarlega vel í að halda athygli áhorfandans með bæði keyrslu sinni og sjarmerandi aðalleikara og þess vegna fær hún fínustu meðmæli. Þetta er ein af þessum myndum sem mun halda þér við efnið ef þú kaupir söguþráðinn strax. Ef ekki þá máttu búast við óreiðu sem mun valda þér miklum höfuðverk.
7/10
Limitless byrjar alveg frábærlega. Hún er hrikalega langsótt en fer af stað á svakalegum hraða með þrælfínum mónólógum og dúndur litatrippi í þokkabót. Eftir ákveðinn tíma stígur hún yfir vissan þröskuld þar sem hún breytist úr langsóttri afþreyingarmynd yfir í absúrd þvælu (frekar kaldhæðnislegt hvernig mynd um gáfur getur verið SVONA heiladauð), en það skrítna við þessa ferð er að hún er allan tímann spennandi og verður því aldrei nokkurn tímann leiðinleg.
Bradley Cooper gjörsamlega eignar sér þessa mynd, ekki spurning. Maðurinn hefur hingað til sannað sig sem viðkunnanlegur leikari sem oftast vinnur sér inn stuðning áhorfandans, sama hversu gölluð eða hrokafull persóna hans er. Enginn annar á skjánum skilur nokkurn skapaðan hlut eftir sig, ekki einu sinni Robert De Niro. Karlgreyið hefur svosem ekki gert neitt mikið af viti í tæplegan áratug og hér er hæfileikum hans sóað eina ferðina enn. Að minnsta kosti fær hann nokkrar fínar línur enda myndin troðfull af slíkum. Handritið er yfir heildina skemmtilegt þótt það verði seint hægt að segja að það sé gáfað. Atburðarásin reynir líka svolítið á trúverðugleika manns því lengra sem líður á hana og ekki eru allir hnútar í lokin hnýttir á fullnægjandi hátt. Þó svo að myndin fjalli um mann sem öðlast einhvers konar ofurheila með því að taka inn lyf þýðir það ekki að áhorfandinn taki allar “reddingarnar” í sátt sem eru notaðar sem lausnir við stórum vandamálum. Ef eitthvað þá skapar þetta bara plottholur.
Myndin heldur samt dampi í afþreyingargildi þrátt fyrir kjánalegheitin, og stíllinn á henni gerir hana einnig rosalega líflega. Klipping ásamt kvikmyndatöku og litabeitingu er geysilega yfirdrifin en áhrifarík. Spennuuppbygging verður fyrir vikið öflugri og fær áhorfandinn betri tilfinningu fyrir öllu því sem sögupersónan gengur í gegnum. En alveg eins og hún þá er Limitless orkurík, á fullu nánast allan tímann og er mikið séð til þess að þér leiðist aldrei. Hún stendur sig undarlega vel í að halda athygli áhorfandans með bæði keyrslu sinni og sjarmerandi aðalleikara og þess vegna fær hún fínustu meðmæli. Þetta er ein af þessum myndum sem mun halda þér við efnið ef þú kaupir söguþráðinn strax. Ef ekki þá máttu búast við óreiðu sem mun valda þér miklum höfuðverk.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Relativity Media
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
18. mars 2011
Útgefin:
18. ágúst 2011