Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Kingdom of Heaven: Director's Cut 2005

185 MÍNEnska

Árið 1184 þá fer Godfrey barón í Ibelin heim til Frakklands að leita af syni sínum sem hann hefur aldrei séð sem arftaka valda sinna í heilaga landinu. Director's Cut útgáfan er lengri og bætir inn næstum klukkutíma af efni, einnig fékk þessi útgáfa mikið lof frá gagnrýnendum annað en útgáfan sem kom út í kvikmyndahúsum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ágæt mynd breytist í stórkostlega mynd
Allir sem hafa lágmarksvit á kvikmyndum munu vera sammála um það að Director's Cut-útgáfan af Kingdom of Heaven er hundraðfalt betri en sú upprunalega. Þeir sem mótmæla þeirri fullyrðingu hafa ekki hundsvit á góðri frásögn, persónusköpun eða framvindu. Þetta ER epíska stórverkið sem Gladiator átti að vera, og þó svo að ég hafi ágætlega hátt álit á þeirri mynd, þá fæ ég ekki það sama út úr henni og þessari. Að Ridley Scott skuli ekki hafa rotað aðstandendur Fox kalda - eftir að þeir slátruðu myndinni hans sumarið sem hún kom út - mun ég aldrei skilja. Þeir tóku umfangsmikla, grípandi og skrambi ljóðræna sögu og breyttu henni í tæplega tveggja og hálfs tíma trailer. Myndin var jú, ótrúlega flott, en mér var skítsama því ég fann ekkert til með persónunum og var álíka sama um söguna.

Þessi þriggja(+) tíma útgáfa hefur allt í sér sem myndina vantaði áður, sem þýðir að hún bætir upp fyrir nánast alla gallanna. Myndin hættir að snúast um teprulegan járnsmið sem verður skyndilega að hetju og verður í staðinn að þýðingarmikilli sögu um stjórnmál og ungan riddara sem vill efla loforð sín. Orlando Bloom er kannski aðalpersónan áfram, en myndin fer að snúast meira um allan hópinn núna, þar sem Jeremy Irons, Alexander Siddig, Liam Neeson, David Thewlis, Michael Sheen, Brendan Gleeson og Eva Green fá miklu meira að gera. En núna, fyrst að efnisinnihaldið er loks orðið mun betra, er miklu meiri ástæða til að dást að metnaðarfullu framleiðslunni og tæknibrellunum. Orrusturnar eru líka kröftugri, sem er sérstakt því ég er að horfa á sömu senur og ég horfði á árið 2005 þegar mér var sama um hvað myndi gerast í lokin. En bara það að gefa persónunum meiri dýpt getur skipt öllu varðandi hvort þú heldur með mönnunum eða ekki, og Scott hefur klárlega verið meðvitaður um það frá byrjun.

Eftir að hafa séð þessa útgáfu verð ég meira pirraður út í hina upprunalegu. Það efni sem var klippt út er skömmustulegt, og stærsti feillinn var að klippa út það mikilvægasta sem átti sér stað í sögunni hennar Evu Green. Það er ákveðin sena sem skiptir SVO miklu máli fyrir persónu hennar (og af hverju hún lætur síðan eftirá eins og hún gerir) að það að skera hana út er álíka sjokkerandi og að taka burt senuna í Fight Club þegar Norton kemst að "nýrri hlið" að sjálfum sér. Semsagt, í bíóútgáfunni áttum við skyndilega bara að fatta af hverju Green hafði breyst svona rosalega, og ekkert var sagt til um það. Hafa þessir heilalausu framleiðendur eitthvað vit á kvikmyndagerð?? Það er líka absúrd að fjarlægja þá einu setningu sem Bloom á þar sem hann gefur í skyn að hann hefur áður barist. Þessi eina lína gerði myndina mun trúverðugri fyrir mér, því annars höldum við bara að einhver "random" járnsmiður geti bjargað heilli borg. Líklegt.

Guði sé lof fyrir DVD, segi ég nú bara. Ég er orðinn þreyttur á því að stúdíó séu alltaf að eyðileggja gæðamyndir bara svo að lengdin verði styttri svo "mainstream-ið" fari að sjá þær. En Kingdom of Heaven átti aldrei að vera mainstream-mynd! Hún var auglýst eins og hún væri í svipuðum dúr og Troy, þar sem Bloom var aðaláhersla markaðssetningarinnar. Hvílíkt bull! Mér finnst líka súrt að eftir öll þessi ár hefur enginn lært af mistökum sínum. Lítið t.d. bara á Blade Runner: Director's Cut, eða lengri útgáfurnar af Aliens, The Abyss, Almost Famous og Daredevil (þrjár af þessum fjóru myndum voru hakkaðar niður af Fox). Það er ekkert að því að framleiðendur vilji meiri pening, en þá ættu þeir ekkert að fjárfesta í svona myndir til að byrja með ef þeir vilja bara FM-hópanna, og læra að markaðssetja svona myndir rétt.

Ef að Gladiator gat orðið að Óskarsmynd, þá hefði Kingdom of Heaven vel getað orðið það líka. Myndin hefði átt sér lengra líf hefði þriggja(+) tíma útgáfan verið gefin út frá upphafi. Í staðinn munu aðeins takmarkaðir hópar af kvikmyndaáhugamönnum leita hana uppi. Ég ætlaði ekki sjálfur að nenna að sitja yfir myndinni aftur en eftir að félagi minn skipaði mér að sjá hana og hamraði á því að hún væri miklu betri sló ég til, og sá sko ekki eftir því. Ástæðan af hverju ég mun ekki gefa þessari mynd tíuna er sú að það er eitt tiltekið skipreikaatriði sem er alveg hræðilega illa gert og hefur það ekki verið lagfært í þessari útgáfu (bömmer!). Þetta lítur út eins og ljót flashback-sena, og Scott hefði vel mátt nýta sér meiri tíma í að lagfæra það. Annars brilliant!

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lok-fokking-sins. Hale-fokking-lúja. Þetta er útgáfan sem átti að gefa út, þetta er alvöru myndin. Það á að alvarlega meyða hvern sem kom með hugmyndina að klippa myndina í kássu og gefa hana út í bíó sem þannig, það á að gera eitthvað langtímabundið og mjög sársaukafullt við hvern sem á ábyrgðina á því, því hver sem það næstum eyðilagði fullkomlega góða mynd. Ég hrósa Guði, Allah, Shiva og alla þá fyrir að hafa gefið manninum heilögu gjöfina sem kallast director's cut, það bjargaði Kingdom of Heaven, sem er hér með í þessari útgáfu u.þ.b 50 mín lengri en bíóútgáfan eða rétt yfir þrír klukkutímar að lengd. Söguþráðurinn er ennþá í eðli sínu sá sami, Balian hittir föður sinn í fyrsta skiptið sem er barón í konungsríki Jerúsalems, faðir hans deyr á leið þeirra til Jerúsalem og hann Balian erfir stöðu hans sem barón af Ibelin. Balian kynnist pólitísku vandamálunum sem eiga sér stað í ríkinu og verður að lokum eitt uppáhald konungsins sem er leikinn nokkuð andskoti vel af honum Edward Norton. Upprunalega útgáfan, þó fín mynd skorti gersamlega allt mannlega innihald, persónusköpunin var nánast engin, atburðarrásin varð að ringulreið og hætt var að gefa neina ástæðu fyrir henni. Þetta glænýja director's cut fyllir í nánast allar holur, hún sýnir okkur ástæðurnar bakvið persónurnar, gefur manni eitthvað skyn af mannleika sem var ekki til staðar í bíóútgáfunni. Heilir söguþráðir voru klipptir út sem útskýra mikilvæga hluti um margar helstu persónurnar, þá sérstaklega fyrir persónuna Sibyllu sem Eva Green lék. Orlando Bloom fær líka meira innihald, og loks er útskýrt hvernig í andskotanum hann varð svona rosalega góður að berjast uppúr þurru. Þó verður það að segjast að það var leikarinn Ghassan Mossoud sem lék Saladin sem trompaði myndina, aukaleikaraliðið var þó alveg rosalega sterkt. Brendan Gleeson, Jeremy Irons, Marton Csokas, Liam Neeson, Alexander Siddig, David Thewlis voru allir í toppformi, Eva Green skánar líka töluvert í director's cut en sá eini sem mér fannst eiga ekki heima í myndinni var því miður hann Orlando Bloom. Sagan tekur sterkara grip yfir athyglinni í þessari nýju útgáfu, trúarádeilurnar milli kristna og múslima verða flóknari og merkilegri, líkt og fyrri útgáfan þá eru sýndar góðar og slæmar hliðar bæði kristna manna og múslima og deilurnar sem eiga sér stað milli þeirra og innan hvortveggja hópa. Svo eru auðvitað mörg svöl atriði sett aftur og þá líka mikið af blóði og ofbeldi sem var ekki í fyrstu útgáfunni. Eins og fyrri útgáfan þá er þessi alveg eins svöl, frekar svalari myndi ég segja. Myndatakan í Kingdom of Heaven er einhver sú alglæsilegasta í mannkynssögunni, hver sem segir annar er blindur. Framleiðslugæðin eru alveg svakaleg, útlitið fram yfir allt annað er gullsins virði, Ridley Scott er meistari þegar það kemur að þessum málum kvikmynda. Það er hrein skömm að myndin skuli hafa orðið svona slæmt fórnalamb klippingaferilsins, ég vona að þessi mynd vakni til lífs hjá fólki með þessari útgáfu því hún á það virkilega skilið. Þetta hefði getað verið ein af bestu myndum ársins 2005. Hver sem er að lesa þetta, ekki horfa á bíóútgáfuna, það er ókláruð kvikmynd og er skítur á priki miðað við director's cut. Ég hvet hvern sem hefur áhuga eða fannst bíóútgáfan léleg að sjá þessa útgáfu, þetta er líklega besta dæmi sem ég hef nokkurn tíman séð um mismun milli almenna og leikstjóraútgáfu. Svo má ekki gleyma það að aukaefnið sé einnig kostulegt, enda er þetta fjagra diska sett svo það má búast við öllu í toppgæðum. Mig langar til þess að gefa henni fjórðu stjörnuna, Director's Cuttið klórar hana en ég skil hana eftir með gífurlega kröftuga þrjár og hálfa stjörnur. Kingdom of Heaven Director's Cut, er eins og myndin átti að vera og á avallt að vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn