Náðu í appið
Dark Water
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dark Water 2002

(Honogurai mizu no soko kara)

From The Creators of Japan's Acclaimed RINGU, Inspiration for the hit phenomenon THE RING

101 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 7
/10

Eftir að hafa unnið forræði yfir dóttur sinni, þá reynir Yoshimi að byrja upp á nýtt. Íbúðin sem hún flytur inn í virðist við fyrstu sýn vera fullkomin. Fljótlega fer þó ýmislegt skrýtið að eiga sér stað. Stórir vatnsblettir byrja að birtast í loftinu og það lekur stöðugt, og meira og meira vatn kemur inn í herbergin. Hún hringir í leigusalann... Lesa meira

Eftir að hafa unnið forræði yfir dóttur sinni, þá reynir Yoshimi að byrja upp á nýtt. Íbúðin sem hún flytur inn í virðist við fyrstu sýn vera fullkomin. Fljótlega fer þó ýmislegt skrýtið að eiga sér stað. Stórir vatnsblettir byrja að birtast í loftinu og það lekur stöðugt, og meira og meira vatn kemur inn í herbergin. Hún hringir í leigusalann en hann neitar að aðhafast nokkuð. Rauð barnataska birtist á skrýtnum stöðum og fjótlega byrjar barnið sem á töskuna sjálft að birtast. Yoshimi kemst þá að uppruna draugsins ... ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Ég skil ekki hvað fólk sér scary í þessum japönsku hrollvekjum. Jújú, það eru klikkuð bregðuatriði og óþægileg hljóð, en það dugar ekki til að halda heilli hrollvekju út í 90 mínútur. Horfði á þessa mynd og fannst hún freka dull. Maður beið eftir því hvað myndi gerast, og svo þegar ég fékk niðurstöðuna(plottið), lagðist ég í hálfgert þunglyndi(figuretively speaking). Ég hef reynt að horfa á þær með opnum huga, og ávallt fundist þær jafnlélegar. En ef þið fílið svona hrollvekjur, mæli ég með Dark Water, Ringu og öllu hinu dótinu. En ég leita frekar í Bandarísku útgáfurnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er einhver sá mesti Dark water aðdáandi sem til er og örugglega sá eini, fyrir tveimur vikum ákvað ég að horfa á Japönsku frumgerðina Honogurai mizu no soko kara sem er leikstýrð af Hideo Nakata(Japönsku Ring myndirnar) og er byggð á sögu eftir Kôji Suzuki(rithöfundi,Ring). Yoshimi er nýfráskilin móðir og flytur í blokk með dóttur sinni Ikuko. Brátt fer að leka frá efri hæðinni og Yoshimi fer að sjá unga stelpu sem hvarf fyrir tveimur árum. Myndin er nokkuð öðruvísi en Ameríska útgáfan eftir Walter Salles og er meiri hrollvekja en mynd Salles. Hér eru nánast engar mikilvægar aukapersónur og það var meira miklu meira útskýrt í útgáfu Salles en þó var eitt sem var útskýrt hér en ekki í hinni í myndinni en ég ætla ekki að segja frá því hér. Nakata leikstýrir mjög vel og handritið var líka nokkuð gott,það var myndatakan líka og útlit Dark water. Leikurinn var rosalega langt frá því að vera eins góður og í Amerísku útgáfunni(enda mesti leikur sem ég hef séð)en Hitomi Kuroki lék Yoshimi mjög vel og Rio Kanno(Ikuko)lék rosalega vel í endanum. Myndin er líka mjög vel gerð. Þegar ég sá myndina ætlaði ég að gefa henni 3 stjörnur en endirinn var svo rosalega magnaður að ég ákvað að gefa Dark water aukastjörnu fyrir það. Þó að Honogurai mizu no soko kara er ekki eins góð nýrri útgáfan er hún mjög góð kvikmynd og ég mæli eindregið með henni fyrir aðdáendur Ring myndanna og Japanskra hryllingsmynda og kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn