Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Ringu 2 1999

(Ring 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
95 MÍNJapanska

Í þessu framhaldi myndarinnar Ringu ( 1998 ) þá er Mai Takano að reyna að átta sig betur á dauða kærasta hennar, Ryuji. Hún heyrir sögurnar af myndbandinu sem er andsetið af stelpudraugnum Sadako, sem dó mörgum árum fyrr. Sagt er að hver sem horfi á myndbandið muni deyja nákvæmlega viku síðar. Eftir að hafa rannsakað málið þá sér hún að sonur Ryuji,... Lesa meira

Í þessu framhaldi myndarinnar Ringu ( 1998 ) þá er Mai Takano að reyna að átta sig betur á dauða kærasta hennar, Ryuji. Hún heyrir sögurnar af myndbandinu sem er andsetið af stelpudraugnum Sadako, sem dó mörgum árum fyrr. Sagt er að hver sem horfi á myndbandið muni deyja nákvæmlega viku síðar. Eftir að hafa rannsakað málið þá sér hún að sonur Ryuji, Youichi, er að þróa með sér sömu andlegu kraftana og Sadako bjó yfir á meðan hún var á lífi. Mai þarf núna að finna leið til að bjarga Yuuichi og sjálfri sér, frá því að verða næstu fórnarlömb Sadako. ... minna

Aðalleikarar


Eftir vinsældir Ringu í Japan(ein tekjuhæsta mynd Japans frá upphafi) þá þurfti auðvitað að koma framhald.

Hideo Nakata leikstýrir aftur og margir leikarar Ringu eru komnir aftur en í minni hlutverk.

Athugið það eru SPOILERAR úr fyrstu myndinni hér:

Að þessu sinni er aðalpersónan Mai ung kona sem var nemandi Ryuji Takayama(fyrrverandi maður Reiko í Ringu) og víst kærasta hans líka. Hún fer að leita af sökinni fyrir dauða hans og kemst að sögunni um bölvaða myndbandið sem drepur alla 7 daga eftir áhorf. Hún leitar uppi Reiko og son hennar og Ryuji,Yoichi en hann og móðir hans eru í felum. Yoichi er farinn að fá sömu hæfileika og Sadako, draugurinn sem er valdur að myndbandinu. Mai þarf að bjarga sér og Yoichi svo að þau verði ekki næstu fórnarlömb Sadako. SPOILER ENDAR. Ringu 2 er ennþá minna óhugnanlegri en Ringu sem var ekki eins scary og hún á víst að vera. Reyndar þá er Ringu 2 eins lítið óhugnanleg eins og hryllingsmyndir geta orðið. Handritið var slæmt og leikstjórn Nakata ekki góð.

Myndatakan var verri en í upprunalegu. Myndin virkar mun meira sem Sci-fi en hryllingsmynd/thriller og það er bara einn og ef ekki tveir þumlar niður!!!! Leikur var ekki vondur en heldur ekki góður. Mæli ekki mikið með þessari en mæli mjög vel með Ringu 0 sem er einfaldlega allra, allra besta myndin í seríunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn