Lucky Number Slevin
2006
(Lucky Number S7evin)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 7. apríl 2006
Your Numbers up, February 06 / Wrong Time. Wrong Place. Wrong Number.
109 MÍNEnska
51% Critics
87% Audience
53
/100 Maður í hjólastól á flugvelli segir ókunnugum manni sögu af veðreiðarsvindli árið 1979 sem olli dauða fjölskyldna. Á Manhattan deyja tveir veðbókarar og sonur mafíuforingja. Ungur maður fer úr sturtu og fer til dyra, en þar er nágrannakona hans mætt, og hann segir henni að hann sé gestkomandi, hann hafi átt ömurlega viku, hafi verið rændur, og viti ekki... Lesa meira
Maður í hjólastól á flugvelli segir ókunnugum manni sögu af veðreiðarsvindli árið 1979 sem olli dauða fjölskyldna. Á Manhattan deyja tveir veðbókarar og sonur mafíuforingja. Ungur maður fer úr sturtu og fer til dyra, en þar er nágrannakona hans mætt, og hann segir henni að hann sé gestkomandi, hann hafi átt ömurlega viku, hafi verið rændur, og viti ekki hvar vinur hans er, sem býr í íbúðinni. Nágrannakonan, sem er útfararstjóri, spjallar við hann. Tveir þorparar koma og álykta sem svo að maðurinn sé sá sem á íbúðina, og þeir fara með hann til mafíuforingjans sem missti son sinn, og hann skipar honum að drepa son annars mafíósa sem er erkióvinur hans. Er hann ekki að fara mannavillt? Hvað tengir þræðina saman? Og löggan er að horfa á allt saman.... minna