Náðu í appið
Push

Push (2009)

" One push can change everything"

1 klst 51 mín2009

Push segir frá leynilegri deild innan bandarísku ríkisstjórnarinnar, sem heitir einfaldlega The Division.

Rotten Tomatoes23%
Metacritic36
Deila:
Push - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Push segir frá leynilegri deild innan bandarísku ríkisstjórnarinnar, sem heitir einfaldlega The Division. Það sem þessi deild gerir er að breyta fólki með genaprófunum með það að markmiði að gera það að einstökum hermönnum með yfirnáttúrulega hæfileika. Losar deildin sig við þá sem streitast gegn þjálfuninni út á grimmilegan hátt. Nick Gant (Chris Evans) er sonur manns sem var þjálfaður af deildinni og seinna myrtur af eigin yfirmönnum fyrir um áratug síðan. Nick er í felum í hinni þéttbyggðu Hong Kong, og nýtir sér mannfjöldann til að sleppa úr augsýn deildarinnar. Hann þarf einnig að leyna hæfileikum sínum, sem hann erfði frá föður sínum. Þegar hann hittir hina 13 ára gömlu Cassie Holmes (Dakota Fanning), sem einnig hefur yfirnáttúrulega hæfileika, og Kiru (Camilla Belle), sem gæti búið yfir leyndarmáli sem ógnar framtíð The Division, breytist líf hans skyndilega og verður hættulegra en nokkurn tíma fyrr.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Klisjulaus ringulreið

★★★☆☆

Push er einhver flóknasta mynd sem ég hef séð síðustu misseri sem hefur bókstaflega engan söguþráð! Myndin gengur bara út á fólk með ofurkrafta sem sækist eftir sama hlutnum (einhver h...

Framleiðendur

Summit EntertainmentUS
Icon ProductionsUS
Infinity FeaturesCA