Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd gæti alveg eins heitið klisja. eftir svona 20min af myndin er maður þegar búinn að sjá í gegnum hana þetta endalausa væl í myndin yfirgnæir eitursvala karakterinn sem Clint Eastwood leikur, samt þrátt fyrir þetta allt er þetta góð klisja. þegar allt er á litið er þetta ágætis mynd.
Frekar slæm mynd og ein versta mynd sem Clint Eastwood hefur leikið í. Hann leikur hér lögreglumann sem kemst að því að maður sem hlotið hefur dauðadóm sé saklaus sólarhring áður en dómnum á að verða framfylgt. Það allra versta við myndina er ótrúlega fyrirsjáanlegur endir. Eftir að hafa horft á hálfa myndina veit fólk alveg hvernig myndin mun enda. Myndin er einnig frekar langdreginn sérstaklega í lokin. En ágætar senur koma inn á milli þannig að ég gef henni 2 stjörnur.
Besta mynd Clint gamla síðan "Unforgiven". Gamli leikur þarna leifar af blaðamanni sem heldur að maðkur sé í mysunni í máli dauðadæmds fanga. Þar sem sagan er tíunduð vel í dómum hér að ofan fer ég ekki nánar út í það, en vil aðeins segja að þetta er úrvalsræma sem betra er að sjá en ekki, og mæli eindregið með henni.
Ansi traust mynd sem segir frá blaðmanni einum (Clint Eastwood) sem fær það verkefni óvænt upp í hendurnar að taka viðtal við fanga sem á að lífláta sama dag. Eitthvað segir honum að ekki sé allt með felldu varðandi málið og upp úr því hefst kapphlaup við tímann til þess að komast að sannleikanum um hvort fanginn sé sekur eða ekki. Eastwood situr í leikstjórastólnum ásamt því að vera í aðalhlutverki og stendur sig vel á báðum stöðum. Allar persónur eru vel skrifaðar og samtölin skondin á köflum, sérstaklega milli Eastwoods og yfirmanns síns sem er skemmtileg persóna leikin af meistara James Woods. Leikstjórastíll Eastwoods einkennist af hversdagsleika og mjög lítilli tónlistarnotkun og hefur það stundum lagst illa í mig en í þetta skiptið passar það vel inn í myndina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Kostaði
$500.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
7. maí 1999
VHS:
15. nóvember 1999