Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Elephant 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. október 2003

An ordinary high school day. Except that it's not.

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Dagur í lífi venjulegra miðskólanema. Myndin segir frá hverri persónu og sýnir hvað hver og einn gerir yfir daginn. En tveir nemendanna ætla sér að gera eitthvað sem hinir nemendurnir í skólanum munu ekki gleyma.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Elephant er byggt á sannsögulegum atburðum, um hin hræðilega atburð sem gerðist í háskóla í Portland Oirgano, í bandaríkjunum. Þegar tveir ungir piltar koma inn í háskólann með töskur fulla af byssum og öðrum vopnum og byrja að skjóta fólk af handa hófi. Og ef einhver hefur séð bíómyndina bowling for columbine þá er mikið talað um þessa árás, því að þetta hafði rosaleg áhrif á bandaríkin því þetta var stærsta skotárás í skólum frá upphafi. Oftast var bara strákur eða stelpa sem kom með eina byssu í skólann og drap einhvern ákveðinn. En þetta var alveg nýtt, því að aldrei áður hefur unglingar ( þeir eru undir 18 ára aldri) komið inn í skólann og byrjað bara að skjóta fólk út af engu.




Myndin sjálf er samt eiginlega ekki um þennan ákveðna atburð, þegar þeir koma inn, myndin er að aðalega um nokkra krakka í skólanum 20 – 40 mín áður en skotárásin gerist. Það er þá um Jhon Robinson, strák sem er keyrt af pabba sínum í skólann og er hann að labba um ganga skólans, svo líka um vin hans Elias McConnel sem er einnig í skólanum þegar þetta gerist, þrjár ungar vinkonur sem eru í matarsalnum að spjalla, og svo um fullt af öðru fólki sem eru í skólanum, svo kemur bara fram í myndinni hver af þeim lifa þennan hræðilega atburð af og hver ekki. Svo fjallar myndin líka um strákana bak við verknaðinn. Mér finnst Gus Vant Sant mjög góður leikstjóri, og er hann ekki þessi tíbíski leikstjóri í Holiwood, aðalega út af því að hann er mjög tregur um að fá stór kvikmynda fyrirtæki til að styrkja sig, og oftast fjármagnar hann myndinnar sínar alveg sjálfur. Og það á við með Elephant, hann fjármagnar myndina alveg sjálfur.




Það er líka gaman að segja frá því að krakkarnir sem leika í myndinni, þeir heita það sama í myndinni og í alvörunni. T.d heitir Jhon Robinson, John Robinson í myndinni og líka í raunveruleikanum. Og mér finnst það alveg rosalega sniðugt. Margir segja að þessi mynd sé alveg rosalega listræn, og kannski aðeins of listræn. Sumir segja að þessi mynd sé langdregin. En aðrir segja að þessi mynd sé hrein snilld.Persónulega finnst mér myndin mjög góð, vel leikstýrð og ég er bara þannig að mér finnst rosalega gaman að horfa á myndir ef þær eru vel leikstýrðar, frumlegar og góðar myndatökur. Og það á mjög við í þessari mynd, eða mér finnst það allavega..Reyndar er ég alveg sammála að þessi mynd er svolítið róleg, og maður þarf að vera svolítið þolinmóður til að horfa á þessa mynd.Og þessi mynd er alls ekki fyrir alla, en mér fannst þessi mynd mjög góð og gef henni Þrjár stjörnur af fjórum mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.03.2023

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2023

Óskarsverðlaunahátíðin fóru fram í nótt (á íslenskum tíma) í 95. sinn, í Dolby Theatre í Los Angeles í Bandaríkjunum og eru sigurvegarar kvöldsins í brennidepli víða.  Kryddblöndumyndin Everything Everywhere All At Onc...

06.09.2021

Einstök aðlögun með fingraförum Lynch

Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhver...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn