Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Two for the Money 2005

(2 For the Money)

Frumsýnd: 4. nóvember 2005

How Much Will you Risk?

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Brandon Lang elskar amerískan fótbolta, en vegna meiðsla getur hann ekki keppt í atvinnudeildinni. Ástríða hans fyrir íþróttinni gerir hann hinsvegar frábæran í að spá fyrir um úrslit leikja. Lang er blankur, og ákveður því að fara frá Las Vegas til Manhattan til að vinna fyrir Walter Abrams við ráðgjöf til fjárhættuspilara. Walter á fallega konu, unga... Lesa meira

Brandon Lang elskar amerískan fótbolta, en vegna meiðsla getur hann ekki keppt í atvinnudeildinni. Ástríða hans fyrir íþróttinni gerir hann hinsvegar frábæran í að spá fyrir um úrslit leikja. Lang er blankur, og ákveður því að fara frá Las Vegas til Manhattan til að vinna fyrir Walter Abrams við ráðgjöf til fjárhættuspilara. Walter á fallega konu, unga dóttur og fyrirtæki sem gengur vel, en hann á við vandamál að etja: veikt hjarta, trú á að hann sé snillingur í því að sannfæra fólk og fíkn sem er varla haldið í skefjum. Hann uppfærir útlit og atgervi Brandon, og á milli þeirra verður til einskonar feðgasamband. Síðan fara hlutirnir að fara úrskeiðis. Walter gæti verið svindlari, sem setur Brandon í uppnám.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég varð að drífa mig að skrifa þetta áður en ég gleymi þessari mynd. Myndin var næstum nákvæmlega eins og ég bjóst við. Formúlan er ekki ólík The Devil´s Advocate og The Firm. Hún er að mestu mjög fyrirsjáanleg en samt vel áhorfanleg. Helsta ástæðan fyrir því eru hot shot leikarar, Al Pacino, Matthew McConaughey og Rene Russo. Pacino, líkt og De Niro, hefur dalað mikið undanfarin ár en hefur ennþá slatta af persónutöfrum, þrátt fyrir ofleik. Stærsti gallinn við myndina er að hún er hálftíma of löng. Lokakaflinn er langur og maður finnur fyrir því. Það er engin spenna af því allir vita hvernig myndin mun enda, Pacino drepur alla, nei bara djók. Þið vitið hvað þið fáið þegar þið setjið þessa í, aþreyingu sem gleymist strax.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega séð þá fannst mér þessi mynd alls ekki höfða til mín. Veðmálabull sem ég sá engan tilgang í. ÞAð eina sem kveikti í mér var aðalleikarinn, hann var hot. Annars fannst mér þessi mynd alveg glötuð og hefði alveg eins getað keypt mér eitthvað að borða í staðinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn