Two for the Money
2005
(2 For the Money)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 4. nóvember 2005
How Much Will you Risk?
122 MÍNEnska
22% Critics
48% Audience
50
/100 Brandon Lang elskar amerískan fótbolta, en vegna meiðsla getur hann ekki keppt í atvinnudeildinni. Ástríða hans fyrir íþróttinni gerir hann hinsvegar frábæran í að spá fyrir um úrslit leikja. Lang er blankur, og ákveður því að fara frá Las Vegas til Manhattan til að vinna fyrir Walter Abrams við ráðgjöf til fjárhættuspilara. Walter á fallega konu, unga... Lesa meira
Brandon Lang elskar amerískan fótbolta, en vegna meiðsla getur hann ekki keppt í atvinnudeildinni. Ástríða hans fyrir íþróttinni gerir hann hinsvegar frábæran í að spá fyrir um úrslit leikja. Lang er blankur, og ákveður því að fara frá Las Vegas til Manhattan til að vinna fyrir Walter Abrams við ráðgjöf til fjárhættuspilara. Walter á fallega konu, unga dóttur og fyrirtæki sem gengur vel, en hann á við vandamál að etja: veikt hjarta, trú á að hann sé snillingur í því að sannfæra fólk og fíkn sem er varla haldið í skefjum. Hann uppfærir útlit og atgervi Brandon, og á milli þeirra verður til einskonar feðgasamband. Síðan fara hlutirnir að fara úrskeiðis. Walter gæti verið svindlari, sem setur Brandon í uppnám.... minna