Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hustle 2005

Everybody gotta have a dream.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

DJay dreymir um að verða rappari, og vinnur að því að gefa út sína fyrstu plötu með hjálp fólks úr hverfinu í Memphis, þó að margir reyni að tala hann af því, eins og barnsmóðir hans, nektardansarar og fleiri. Þegar hann fréttir að hip-hop ofurstjarnan Skinny Black sé á leið á svæðið, þá ákveður hann að gera hvað hann getur til að vekja athygli... Lesa meira

DJay dreymir um að verða rappari, og vinnur að því að gefa út sína fyrstu plötu með hjálp fólks úr hverfinu í Memphis, þó að margir reyni að tala hann af því, eins og barnsmóðir hans, nektardansarar og fleiri. Þegar hann fréttir að hip-hop ofurstjarnan Skinny Black sé á leið á svæðið, þá ákveður hann að gera hvað hann getur til að vekja athygli hans á sér. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég vissi ekki alveg við hverju mátti búast þegar ég horfði á Hustle and Flow, en ég sé svosem ekki eftir því að hafa eytt tíma mínum í þessa mynd. Myndin segir frá manni að nafni D-Jay (leikin af Terrence Howard, Crash og Ray) sem lifir á því að selja konur, er semsagt melludólgur. Hann á sér þann draum að verða rappari og notast hann í fyrstu við lítið rafmagnspíanó til að semja takt, píanóið keypti hann af heimilislausum einstaklingi. Hann finnur gamlan félaga sem starfar við upptökur á tónlist og fær hann í lið með sér. Stóra spurningin er síðan sú hvort að D-jay nái að slá í gegn í hinum erfiða heimi rappsins eða ekki. Ég segi ekki meir því það gæti skemmt fyrir.Leikstjóri myndarinnar er hinn efnilegi Craig Brewer en þetta er hans fyrsta mynd sem nær að slá í gegn. Leikararnir í myndinni samanstanda af fínni blöndu reyndra og óreyndra leikara. Terrence Howard sem leikur D-Jay er leikari sem er á mikilli uppleið og er hann m.a tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á D-jay. Frammistaða hans í myndinni er hreint frábær og hefði hæglega verið hægt að tilnefna hann til tvennra óskarsverðlauna því túlkun hans í Crash var til algjörar fyrirmyndar. Anthony Andersson leikur Key félaga hans sem sér um upptökur á lögum hans og stendur hann sig þokkalega í myndinni. Ég er vanur því að sjá hann leika grínmyndum á borð við Barbershop og Kangaroo Jack, en hann stendur sig þokkalega, ekkert meira en það. Meðal annarra leikara er þokkagyðjan Taryn Manning eða Boomkat en hún er í hlutverki vændiskonu í myndinni og stendur hún sig vel, túlkun hennar er raunsæ og góð. Lagið sem D-jay nær að semja It's hard out here for a pimp er mjög gott og grípandi og finnst mér líklegt að það eigi eftir að gera góða hluti þegar það fer í almenna spilun, enda er lagið tilnefnt til óskarsverðlauna þegar þetta er skrifað.Hustle and Flow er virkilega fín mynd, hún hefur rólegt yfirbragð og er laus við alla tilgerð sem einkennir hinar dæmigerðu Hollywood myndir. Eini gallinn við myndina sem gat séð var hvað hún er lengi að byrja, en hún vinnur mjög vel á og reynist hin besta skemmtun þegar uppi er staðið. Það að hún sé tilnefnd til tveggja óskarsverðlauna segir allt sem segja þarf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.07.2022

Tónlist Hildar í nýjustu mynd David O. Russell

Kvikmyndatónskáldið og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir sér um tónlistina í nýjustu mynd David O. Russell, Amsterdam. Frá þessu er greint á Wikipediu síðu Amsterdam. Jafnframt kemur þetta fram á Wikipediu síðu Hildar. ...

23.04.2020

Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína - Hvað hefur þú séð margar?

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað. Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrir...

14.05.2019

Pókemoninn marði ofurhetjuherinn

Ný mynd tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, engin önnur en leikna Pókemonmyndin Pokémon Detective Pikachu. Mjótt var þó á munum á milli hennar og toppmyndar síðustu þriggja vikna, Avengers: Endgame, eða aðeins nokkrir tugir þ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn