Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er mynd í anda 70´s exploitation myndanna. Samuel L. Jackson leikur einbúa sem ákveður að reyna að lækna snarklikkaða gellu, Christina Ricci. Best að segja ekki meira um það. Samuel L. Jackson getur verið misjafn en þegar hann fær bitastæð hlutverk, t.d. í Jackie Brown, getur hann verið frábær. Hann var fullkominn í þessari mynd og sýndi meira að segja nýja hæfileika. Hann söng nokkur blúslög í myndinni og lærði meira að segja að spila á gítar bara fyrir þessa mynd. Ég hef aldrei séð Christina Ricci betri en hér, hún var ferlega sexy og lét Jackson ekki stela senunni. Justin Timberlake leikur lítið aukahlutverk og er því miður slakur, hann er greinilega hvorki hæfileikaríkur leiklistamaður né tónlistamaður ;-) Annars á ég erfitt með að finna orð yfir þessa mynd. Ef ég hafði ekki vitað betur hefði ég alveg getað trúað því að þetta væri Tarantino mynd. Bókað ein svalasta mynd sem ég hef séð.
Þetta er önnur mynd leikstjórans en sú fyrsta, Hustle & Flow, var líka frábær. Sú fékk eftirminnileg óskarsverðlaun fyrir besta lag, It´s Hard Out Here For a Pimp. Black Snake Moan fékk enga athygli þegar hún kom út og nánast engar tilnefningar til verðlauna, algjör skandall.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Vantage
Vefsíða:
Aldur USA:
R