Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Black Snake Moan 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

To save his soul he must save hers.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Í uppsveitum Tennessee býr fyrrum blúsarinn Lazarus. Hann er í vanda, og saknar eiginkonu sinnar sem er nýfarin frá honum. Hann kemur að vergjörnu dræsunni Rae, þar sem henni hefur verið hent ofaní skurð rétt hjá bóndabænum hans, en henni hefur verið byrluð ólyfjan, hún barin og næstum drepin. Lazarus fer með hana heim, gefur henni lyf, og hlúir að henni... Lesa meira

Í uppsveitum Tennessee býr fyrrum blúsarinn Lazarus. Hann er í vanda, og saknar eiginkonu sinnar sem er nýfarin frá honum. Hann kemur að vergjörnu dræsunni Rae, þar sem henni hefur verið hent ofaní skurð rétt hjá bóndabænum hans, en henni hefur verið byrluð ólyfjan, hún barin og næstum drepin. Lazarus fer með hana heim, gefur henni lyf, og hlúir að henni eins og faðir. Kærasti Rae, Ronnie, hvattur áfram af manninum sem misþyrmdi Rae, misskilur sambandið á milli Lazarus og Rae, og hótar að drepa hann. Lazarus, sem hefur næman skilning á mannseðlinu, sér að Ronnie meinar ekki það sem hann segir, og sér að hann á í sömu vandræðum og Rae, og tekur hann líka undir sinn verndarvæng. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er mynd í anda 70´s exploitation myndanna. Samuel L. Jackson leikur einbúa sem ákveður að reyna að lækna snarklikkaða gellu, Christina Ricci. Best að segja ekki meira um það. Samuel L. Jackson getur verið misjafn en þegar hann fær bitastæð hlutverk, t.d. í Jackie Brown, getur hann verið frábær. Hann var fullkominn í þessari mynd og sýndi meira að segja nýja hæfileika. Hann söng nokkur blúslög í myndinni og lærði meira að segja að spila á gítar bara fyrir þessa mynd. Ég hef aldrei séð Christina Ricci betri en hér, hún var ferlega sexy og lét Jackson ekki stela senunni. Justin Timberlake leikur lítið aukahlutverk og er því miður slakur, hann er greinilega hvorki hæfileikaríkur leiklistamaður né tónlistamaður ;-) Annars á ég erfitt með að finna orð yfir þessa mynd. Ef ég hafði ekki vitað betur hefði ég alveg getað trúað því að þetta væri Tarantino mynd. Bókað ein svalasta mynd sem ég hef séð.

Þetta er önnur mynd leikstjórans en sú fyrsta, Hustle & Flow, var líka frábær. Sú fékk eftirminnileg óskarsverðlaun fyrir besta lag, It´s Hard Out Here For a Pimp. Black Snake Moan fékk enga athygli þegar hún kom út og nánast engar tilnefningar til verðlauna, algjör skandall.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn