Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Salvador er því miður gleymd mynd frá 1986, enginn sem ég þekki hefur séð hana, mögulega því flestir vinir mínir eru fæddir 1987, annars þá er það skömm að svona fáir hafa séð Salvador. Þetta er fyrsta myndin hans Oliver Stone, eða í raun fyrsta ´ alvöru ´ myndin hans, hann hafði gert eina stuttmynd og mynd sem hét The Hand, en Salvador er fyrsta kvikmyndin hans sem grefur djúpt í pólitíska leikvöllinn eins og hann hefur gert oft eftir það. James Woods leikur Rick Boyle, fréttamann og ljósmyndara sem hafði sitt frægðarskeið við lok Víetnam stríðsins þegar hann skrifaði bók um reynslu sína í stríðinu, myndin byrjar árið 1980 þegar frægðarskeið Boyles er löngu liðið og hefur hann mikið sokkið í áfengi og leiðindalíf síðan þá. Hann hefur kærustu í Los Angeles sem fer frá honum með barnið þeirra, Boyle ákveður þá að taka með sér vin sinn (James Belushi) sem er eins og hann, blankur og hefur ekkert að gera og þeir fara til El Salvador, án þess að vita hve grimmar aðstæðurnar eru í landinu. Þetta gefur Boyle fullkomið tækifæri til þess að endurbyggja ferilinn sinn, ókyrrðin í landinu og borgarastríðið gerir það kleift að Boyle fær sitt síðasta tækifæri en það leynist erfitt að komast aftur heim til sín því kærastan hans í Salvador á með honum nokkur börn og þau eru dauðadæmd ef hún flýr ekki frá El Salvador en hún á nánast enga möguleika að komast heim með Boyle. Það er frekar mikið af upplýsingum til þess að geta sagt frá í einni umfjöllun, en þetta er um það bil allt það mikilvæga sem tengist sögunni. James Woods var tilnefndur til óskarsverðlauna og Oliver Stone og Rick Boyle (sem Woods leikur í myndinni) fyrir besta handrit. Myndin er öll byggð á sannsögulegum atburðum og sögu Boyle í El Salvador sem gerir myndina þó nokkuð athyglisverðari. Salvador er með þeim betri pólitísku myndum sem hægt er að sjá, en hún krefst fulla athygli og þolinmæði, það þarf helst að sjá hana tvisvar til þess að skilja alla söguna eins vel og hægt er, en ef þú hefur áhuga á góðum Stone myndum þá er Salvador mynd sem þarf að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM Pictures, Inc.
Kostaði
$4.500.000
Tekjur
$1.500.000
Aldur USA:
R