Aðalleikarar
Leikstjórn
Blanda af góðu og slæmu
Í Superman 3 þarf hetjan í rauða og bláa samfestingnum að kljást við hinn óheiðarlega og gráðuga ríkisbubba Ross Webster(Robert Vaughn) sem ætlar sér að hagnast ennþá frekar með hjálp tölvuforritarans Gus Gorman(Richard Pryor). Webster og Gorman njóta hjálpar tölvna og ekki batnar ástandið þegar þeir finna óhefðbundið kryptonít sem gerir Superman illan í stað þess að drepa hann. Superman 3 er talsvert síðri en forverar sínir tveir að mínu mati en samt er hún alls ekki sem verst. Það sem er slæmt við hana er þegar er verið að troða öllu þessu Smallville kjaftæði inn sem bara er alls ekki að meika það. Annette O' Toole er hræðilega pirrandi sem Lana Lang og strákurinn sem leikur son hennar ennþá verri. Einnig vantar alveg inn í þessa mynd einhvern skúrk úr myndasögunum sem er mjög stór galli. Richard Pryor er alveg ágætur hér en einhvern veginn þá passar hann ekki alveg inn í þetta, hann var miscast eins og einn gagnrýnandi orðaði það. Robert Vaughn er alltílæ en ekki eins góður og Gene Hackman sem lék Lex Luthor í hinum myndunum. Það sem er gott við Superman 3 er allt tölvubraskið sem eru reyndar skemmtilegir og sniðugir kaflar og það sem er algjörlega að bjarga myndinni er hvað það er flott þegar Christopher Reeve leikur hinn illa Superman. Ótrúlegt hvað hann gerir það vel og vert er að sjá myndina bara út af því. Annars fíla ég 1 og 2 mun betur og get ekki gefið þessari hærri einkunn en 6/10.
Í Superman 3 þarf hetjan í rauða og bláa samfestingnum að kljást við hinn óheiðarlega og gráðuga ríkisbubba Ross Webster(Robert Vaughn) sem ætlar sér að hagnast ennþá frekar með hjálp tölvuforritarans Gus Gorman(Richard Pryor). Webster og Gorman njóta hjálpar tölvna og ekki batnar ástandið þegar þeir finna óhefðbundið kryptonít sem gerir Superman illan í stað þess að drepa hann. Superman 3 er talsvert síðri en forverar sínir tveir að mínu mati en samt er hún alls ekki sem verst. Það sem er slæmt við hana er þegar er verið að troða öllu þessu Smallville kjaftæði inn sem bara er alls ekki að meika það. Annette O' Toole er hræðilega pirrandi sem Lana Lang og strákurinn sem leikur son hennar ennþá verri. Einnig vantar alveg inn í þessa mynd einhvern skúrk úr myndasögunum sem er mjög stór galli. Richard Pryor er alveg ágætur hér en einhvern veginn þá passar hann ekki alveg inn í þetta, hann var miscast eins og einn gagnrýnandi orðaði það. Robert Vaughn er alltílæ en ekki eins góður og Gene Hackman sem lék Lex Luthor í hinum myndunum. Það sem er gott við Superman 3 er allt tölvubraskið sem eru reyndar skemmtilegir og sniðugir kaflar og það sem er algjörlega að bjarga myndinni er hvað það er flott þegar Christopher Reeve leikur hinn illa Superman. Ótrúlegt hvað hann gerir það vel og vert er að sjá myndina bara út af því. Annars fíla ég 1 og 2 mun betur og get ekki gefið þessari hærri einkunn en 6/10.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Leslie Newman, David Newman, Jerry Siegel, Joe Shuster
Kostaði
$39.000.000
Tekjur
$75.850.624
Vefsíða:
www2.warnerbros.com/superman/home.html
Aldur USA:
PG