Aðalleikarar
Leikstjórn
Framhaldið af hinni geggjað góðu Pink Panther, A shot in the dark, er ekkert síðri en fyrsta myndin. Í A shot in the dark segir frá morðmáli sem að meikar engan sens. Enginn veit hvað gerðist og allir eru grunsamir. Til þess að fá endanlega niðurstöðu í málinu er okkar maður, Inspector Clouseau, sendur á vettvang. Og þá byrjar fjörið. Þessi mynd er með sama fyndna húmorinn og var í fyrstu myndinni. Leikstjórn Blakes Edwards er snilld, handritið er einnig mjög gott. Og í þessari mynd byrjar Clouseau að nota þennan fyndna franska talstíl sem að maður hlær mikið af aftur og aftur. Og í þessari mynd var einni bestu persónu, með Clouseau, bætt í myndina, en það er hinn síbrjálaði Dreyfuss sem að þolir ekki Clouseau og vill helst drepa hann. Því ef að Clouseau er á lífi þá er líf hans óbærilegt. Annars er þetta toppmynd sem ég mæli með að allir sjái sem fyrst.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Blake Edwards, William Peter Blatty
Framleiðandi
MGM Home Entertainment
Kostaði
$200.000
Aldur USA:
PG