Náðu í appið

Blind Date 1987

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

"Do you recognize me? I used to be a respectable citizen. I had a good job and a promising future. I made only one mistake - I went on a blind date. ...Anyone got $10,000 for bail?" / A date with her is every man's dream come true. And with dreams like her - who needs nightmares?

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 49
/100

Walter Davis er vinnualki. Allt líf hans snýst um vinnuna og hann á lítið einkalíf. Núna vantar hann konu til að fara með sér á stefnumót, til að fara með í kvöldverðarboð á vegum fyrirtækisins ásamt mjög mikilvægum japönskum viðskiptavin. Bróðir hans reddar honum, og fær frænku eiginkonu sinnar, Nadia, til að fara með honum í boðið, en hún er... Lesa meira

Walter Davis er vinnualki. Allt líf hans snýst um vinnuna og hann á lítið einkalíf. Núna vantar hann konu til að fara með sér á stefnumót, til að fara með í kvöldverðarboð á vegum fyrirtækisins ásamt mjög mikilvægum japönskum viðskiptavin. Bróðir hans reddar honum, og fær frænku eiginkonu sinnar, Nadia, til að fara með honum í boðið, en hún er nýflutt í bæinn og langar að fara út og hitta fólk. En Davis er varaður við því að ef hún drekkur of mikið, þá missir hún stjórn á sér og verður villt. Hvernig mun þetta enda - og hvað gerist þegar þau hitta David, fyrrum kærasta Nadiu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Blind Date var fyrsta myndin sem hinn stórgóði leikari Bruce Willis lék í þrátt fyrir að Die Hard hafi komið honum á kortið ári síðar. Í Blind Date leikur Willis skrifstofumann að nafni Walter sem mætir með fylgdarkonu sinni Nadia(Kim Basinger) á business dinner(afsakið slettuna) á vegum fyrirtækisins. Ekki fer þetta betur en svo að Nadia drekkur sig pissfulla og rústar kvöldinu, eitt leiðir af öðru og brátt missir Walter starfið og verður handtekinn. Blind Date er alls ekki sem verst og Willis og Basinger eru bara nokkuð góð saman. Flestar af aukapersónunum eru hins vegar frekar leiðinlegar og gera lítið fyrir myndina. Blind Date er skemmtilegust framan af en sagan tekur smá vonda stefnu síðasta hálftímann og endar mjög fyrirsjáanlega. En ég hafði gaman af þessari mynd og verð því að gefa einkunn yfir meðallagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn