Náðu í appið
79
Bönnuð innan 6 ára

The Pink Panther 1963

(Pink Panther 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You only live once... so see the Pink Panther twice!!!

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Henry Mancini tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist.

Í þessari fyrstu mynd um Bleika Pardusinn reynir hrakfallabálkurinn Clouseau að hafa uppá djörfum gimsteinaþjóf sem reyndar er beint fyrir framan nefið á honum.

Aðalleikarar


Þessi mynd er algör snilld um einn heimskasta og snjallasta spæjara sem hefur verið til í bíóheiminum. Það er Peter Sellers sem fer með aðalhlutverkið, get ekki alveg sagt hvað hann hét en það skipir ekki. Handritið að þessari mynd er frábært og einstaklega fyndið. Húmorinn er rosa góður í þessari mynd og það er ótrúlega flott hvernig hann Peter Sellers talar fyrir hannn eða leikur hann. Ég mæli mikið með þessari mynd líka fyrir yngri hópana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er fyrsta myndin af mörgum um einn heimskasta og mætti segja snjallasta spæjara sem hefur sést í bíómynd. Þetta er enginn annar en Chief Inspector Clouseau. The Pink Panther myndirnar eru orðnar klassískar myndir fyrir lifandis löngu síðan. Ég vil helst ekki segja frá söguþræðinum því að það myndi eyðileggja fyrir þá sem hafa ekki séð þessar myndir. (Í klassíska flokknum þá er ég ekki að tala um Trail of the Pink Panther eða Son of the Pink Panther, þetta voru ekki góðar myndir). Allir helstu leikarar í myndinni skila sínu hlutverki af algjörri snilld, og þá helst Peter Sellers sem að gjörsamlega brillerar í þessari mynd sem hinn heimski Clouseau.

Handritið að myndinni er mjög gott og fyndið handrit, húmorinn í þessari mynd er brilliant, leikstjórn Blakes Edwards er mjög góð og einnig kvikmyndataka. Ef þið eruð ekki búin að sjá einhverjar af þessum myndum, farið þá á einhverja leigu þar sem hægt er að fá þær. Mæli hiklaust með þeim. Mæli einnig með að þeir sem eru real fans af þessum myndum fái sér DVD Boxsettið sem að samanstendur af fjórum myndum og einum aukadisk með mikið af aukaefni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn