Náðu í appið

Meet the Feebles 1989

(Just the Feebles)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hell hath no fury like a hippo with a machine gun. / Sex, drugs and soft toys.

94 MÍNEnska

Heidi, aðalstjarnan í “Meet the Feebles Variety Hour” kemst að því að kærastinn hennar, Bletch, Rostungurinn, heldur framhjá henni, og nú þegar heimurinn bíður spenntur eftir þættinum þá þurfa aðalleikararnir að fást við hin margvíslegu vandamál sín. Vandamálin eru meðal annars eiturlyfjafíkn, rán, sjúkdómar, eiturlyfjasala, og jafnvel morð. Á... Lesa meira

Heidi, aðalstjarnan í “Meet the Feebles Variety Hour” kemst að því að kærastinn hennar, Bletch, Rostungurinn, heldur framhjá henni, og nú þegar heimurinn bíður spenntur eftir þættinum þá þurfa aðalleikararnir að fást við hin margvíslegu vandamál sín. Vandamálin eru meðal annars eiturlyfjafíkn, rán, sjúkdómar, eiturlyfjasala, og jafnvel morð. Á sama tíma og þetta á sér stað þá er ást aðalleikaranna tveggja í uppnámi vegna hins illgjarna Trevor the Rat, sem vill nýta sér hið unga nýstirni í klámmyndaframleiðslu sinni. ... minna

Aðalleikarar

Þetta getur Peter Jackson !!!!!!!!
Hann getur gert allan fjandan hann Peter Jackson. Fyrstu myndir hans eru geðveikar. Bad Taste og Braindead. Það myndi vera yndislega fyndið ef hann hefði fengið óskarinn fyrir þessa. Persónur myndarinar eru skemmtilegar og ekki sýst sagan. Sagan gerir þessa mynd brilliant. Stíllinn og útlitið á myndinni er brillíant. Það er svo gaman að horfa á myndir sem er verið að gera grín af einnhverju stuffi til krakkana. Eins og þarna er verið að gera grín af The Muppet Show. Það er Hilarious. Með stóru H-i. Dóp, kynlíf, framhjáhald, klámiðnaður og Mafían sem liggur á bakvið Feebles-sýningarnar. Þessi mynd er eins og að segja ,, Á bakvið Hollywood". Skrípaleikurinn við myndina er svakalegur. Hverstu fyndið er að horfa á dúkkur að gera alla þessa huti. Kynlíf og slíkt, það er svakalegt. Sérstaklega Peter Jackson sem færði okkur Lord of the Rings nokkrum árum seinna. Ævintýri+Skrípaleikur=passa allsekki saman. Þessvegna segji ég : Horfið á gamalt efni eftir þessum Ævintýra-Master. Ekki kíkið, alls ekki kíkja. HORFIÐ. Skilduáhorf.
FULLT HÚS.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hvað á maður að segja um þessa mynd? Hún er bæði steik og snilld. Í þessari mynd fáum við fjölbreyttar persónur sem eru rosalega skrautlegar og mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim öllum(Sjá gagnrýni fyrir ofan um dæmi um hvernig persónur ég er að tala um). Húmorinn í þessari mynd er ótrúlega góður. Söguþráðurinn í myndinni, þótt ótrúlegt sé, er virkilega góður. Ef að þið fíluðuð fyrri myndirnar hans, Braindead og Bad Taste, þá eigið þið eftir að fíla þessa. Gef henni fullt hús fyrir það hversu skemmtileg og frumleg þessi mynd er. Ein af skemmtilegustu cult myndum sem er til í dag, að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er hægt að segja um Meet the Feebles annað en þetta er snilld og ekkert annað. Myndin fjallar um broddgölt sem er að elta uppi draum um að vera hluti af Feebles-genginu sem er vinsælt sýningarfyrirbæri. Þar verður hann ástfanginn og hlutirnir byrja að gerast. Í rauninni er ekkert rosalegt plotline í myndinni en húmorinn er bara ótrúlega vanheill. Meðal karaktera eru rostungur sem stjórnar leikhúsinu,bolabítur sem er badboy hægri hönd hans,refur sem er leikstjórinn,kanína með kynlífssjúkdóm og fluga sem er æsifréttamaður,krókódíll sem er eiturlyfjasjúklingur,fíll sem sniffar af nærbuxum annarra og svín sem er átfíkill. Ástir,framhjáhöld,eiturlyf,niðurtúrar og morð og endalaust af annari vitleysu gera þetta að einni skemmtilegustu skemmtun sem til er. Það besta við þetta allt er að Peter Jackson fékk slatta af pening til að gera alvöru mynd eftir að hafa gert Bad Taste en fór allt aðra leið og gerði þessa snilld. Ef þið fílið Peter Jackson verðið þið að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.10.2022

Hrollvekjuveisla - Nýr þáttur af Bíóbæ

Glænýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á Hringbraut nú í vikunni og hægt er að berja hann augum hér fyrir neðan. Hrekkjavökuþema í Bíóbæ. Í þættinum kennir ýmissa grasa en eins og segir í kynningu frá umsjónarmönnum,...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn