Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Braindead 1992

(Dead Alive)

There's something nasty in Lionel's cellar - His family!

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Baneitraður rottu-api frá Súmötru, er fluttur frá eyðieyju í dýragarð á Nýja Sjálandi. Lionel fer með nýju kærustuna, Paquita, þangað. Óþolandi móðir hans eltir hann, en hún virðist haldin einhverskonar öfugum Ödipusarkomplex. Apinn bítur hana sem endar með því að hún deyr og breytist í uppvakning. Hún fer síðan að elta fólk, og allir sem hún... Lesa meira

Baneitraður rottu-api frá Súmötru, er fluttur frá eyðieyju í dýragarð á Nýja Sjálandi. Lionel fer með nýju kærustuna, Paquita, þangað. Óþolandi móðir hans eltir hann, en hún virðist haldin einhverskonar öfugum Ödipusarkomplex. Apinn bítur hana sem endar með því að hún deyr og breytist í uppvakning. Hún fer síðan að elta fólk, og allir sem hún bítur breytast líka í uppvakninga. Lionel glímir nú við sífellt stækkandi hjörð af uppvakningum og reynir að fela þá fyrir Paquita og öllum öðrum. Að lokum þá lenda Lionel og Paquita í bardaga við hundruði uppvakninga þegar þeir mæta óboðnir í partý á heimili Lionel.... minna

Aðalleikarar

Blóðug, Cult - Bomba !
Ég er búin að heyra það svona aðeins og oft að þetta sé ógeðslegasta, blóðugasta og bara viðurstyggilegasta mynd sem hægt er að finna í hryllings/splatter/grínamynda geiranum. Peter Jackson, var já, mjög steiktur á yngriárum og ef maður pælir í því þá er hann ennþá þannig í dag. Hann er með sama húmorinn, steikt ofbeldi og fullt af funky kvikmyndatökum. Þetta er held ég ein skemmtilegasta mynd sem hann hefur gert.

Ef að það er eitthvað þá er maðurinn með frumlegt og verulega ristað ýmindunarafl, allt sem þessi mynd hefur að bjóða er eitthvað sjúkt eða rosalega epískt (og sjúkt á sama tíma). Handritið tildæmis má eiga það að það hefur margt að bjóða, eins og ég sagði, eitthvað verulega epískt eða fokk blóðugt, hann gerir alveg einstakan splatter sem að er mjög fjöllbreyttur. Þessi mynd er ekki fullkominn, þetta twist með pabban kom alveg bara uppúr þurru og sumar persónur myndarinar voru eiginlega hálfóþolandi, en Peter nær samt einnhvernveiginn að fokka í þeim.

Tæknilega hliðin er rosalega góð á meða við á hvaða ári myndin var gerð og budget myndarinar hafði. Ég ætla ekki samt að ganga of langt og að segja að myndin er raunveruleg, hún bara nær þessum sjarma á meðan hún er með svo flottan stíl og stíllinn einfaldlega virkar þannig að allt er fokk ýkt í þessari mynd.

Ég veit varla um einnhverja galla sem eru alveg fokk áberandi, en ef þú ætlarð að krifja myndina og vera eitthvað smart-ass (og tekur hana ekki eins og hún er) þá er hún skrítin, rosalega skrítin. Eiginlega allar persónurnar eru snar geðveikir, handritið heldur ekki fókus (ástarsaga, hryllingsmynd, viðbjóður. Við hverju býstu) og myndin getur verið svo ógeðsleg að maður ælir. Ég hef heyrt manneskju segja þetta og ég ætlaði að kýla hana (þessi manneskja er svona verðlaunamynda-týpa), þetta myndi alveg geta við satt en pældu aðeins í þessu, það er allt geðveikt í þessari mynd nú þegar þaning að, afhverju getur ekki flippað aðeins og bara zikk-zakkað sig í gegnum tíman. Eins og mix-uppið með ástarsöguna var með sniðugt, persónan sem að aðalleikarinn var að date-a varð svona með í hasarnum. Það var verulega svalt.

8/10 - Peter Jackson aðdáendur eiga eftir að missa kjálkann í gólfið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg,Fyndin,Blóðug & Rómantísk?
Hér er á ferðinni ein af Blóðugustu,Ógeðslegustu en Fyndnustu & Skemmtilegustu Hryllingsmyndum Allra Tíma...

Peter Jackson hefur aldeilis haft gaman af því að gera þessa mynd, og þeir sem hafa séð þetta meistaraverk hljóta að vera á sama máli.

Myndin á að gerast í smábæ í Nýja-Sjálandi í kringum 1950-1960 þar sem allt er með felldu, þar til ákveðinn maður smyglar Rottuapa til landsins í gróðaskyni...

En svo fer allt í Hundana...


Skemmtilegar Staðreyndir:

í lokaatriði myndarinnar voru notaðir uþb 300 lítrar af Gerviblóði...

Á Myndbandaleigum í Svíþjóð (og líklega öðrum löndum) Fylgdu Ælupokar með Myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lionel Cosgrove hefur átt annasaman dag!

Hann hittir draumastúlkuna, fer í dýragarðinn, HEGGUR AFTURGÖNGUR Í SPAÐ MEÐ SLÁTTTUVÉL!Já gott fólk það er meistaraverk Peters Jacksons BRAINDEAD!

Það er eins og Peter Jackson hafi hugsað Hmm, ætli ég geri ekki nú eina af ógeðslegustu, blóðugustu og mest ógeðfelldustu mynd í heimi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að byrja á því að segja að þessi mynd er algjör snilldarmynd sem enginn ætti að missa af. Ég hafði ekki heyrt mikið um Peter Jackson þegar ég var yngri en hafði séð mynd með honum sem kallaðist The Frighteners sem var virkilega góð mynd. Bróðir minn hafði mælt með því að ég ætti sjá þessa mynd sem fyrst og ég ákvað að slá til og viti menn hún brást mér ekki. Myndin fjallar um Lionel sem að býr með móður sinni og sér um að hún hafi það fínt. Hann hefur ekki enn kynnst draumakonunni en þegar hann fer í litla verslun kynnist hann spænskri konu sem hann verður mjög hrifin af. Þegar að mamma Lionels kemst að því fer hún að njósna um þau og þegar hún er að njósna um þau í dýragarði einum lendir hún í því atviki að vera bitin af svokölluðum rottuapa sem hafði verið fluttur til landsins. Allt virðist vera í fína lagi en það sem Lionel á eftir að komast að með tímanum er að móðir hans er orðin einhverskonar uppvakningur sem að drepur alla sem á vegi hennar verða. Þessi mynd er algjör steypa frá byrjun til enda en þetta er fyndin steypa. Þessi mynd er fyndin frá byrjun til enda, húmorinn er alveg meiriháttar, handritið er mjög fyndið að myndinni og það er nóg af blóði í myndinni. Fyndnustu persónur myndarinnar eru pönkararnir, litla zombie barnið og presturinn sem á bestu setningu myndarinnar„I kick ass for the Lord„. Þessi mynd fer pottþétt inn á topp 10 yfir bestu cult-mynd sem ég hef séð og inn á topp 50 myndir sem ég hef séð. Það er ótrúlegt að sjá hvað Peter Jackson hefur þróast mikið sem leikstjóri. Það er alveg sama hvort sem að hann sé að búa til hrollvekjugrínmynd(Braindead, Bad Taste, Meet the Feebles), ævintýramyndir(LOTR trilógían) eða dramatískar myndir(Heavenly Creatures, sem ég mæli með að þið sjáið) þá skilar hann verki sínu vel til skila.Þessi mynd flokkast tilmælalaust undir fyndnustu zombiemynd sem hefur verið gerð. Reynið að finna þessa mynd sem fyrst og verið viðbúin að hlæja ykkur máttlaus. Fær tvímælalaust 4 stjörnur í einkunn. Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pottþétt ein blóðugasta mynd sem gerð hefur verið! Lionel er nýjasjálenskur og á heima á setri með mömmu sinni Veru sem er snobbuð og leiðinleg. Einn dag fer hann með kærustu sinni í dýragarðinn. En þar sem að engin er nógu góð handa syni hennar eltir mamma hans þau í dýragarðinn þar sem hún njósnar um þau. En þar er hinn bölvaði rottuapi sem bítur mömmuna. Eitt leiðir af öðru þar til að mamman deyr. EÐA HVAÐ?! Skyndilega breiðist þetta um bæinn og allir breitast í heiladauðar afturgöngur sem éta allt sem hreyfir sig! Eitt gerist af öðru sem leiðir í einn blóðugasta endi sem tekinn hefur verið upp!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.10.2022

Hrollvekjuveisla - Nýr þáttur af Bíóbæ

Glænýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á Hringbraut nú í vikunni og hægt er að berja hann augum hér fyrir neðan. Hrekkjavökuþema í Bíóbæ. Í þættinum kennir ýmissa grasa en eins og segir í kynningu frá umsjónarmönnum,...

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

20.11.2009

Tían: "Bjór og pizzu-myndir"

Ef það er eitthvað sem ég fíla örlítið meira en að sitja einn eða í fámennum hóp horfandi á uppáhalds dramamyndirnar mínar þá er það að sitja með góðum félögum horfandi á góða "stemmaramynd." Ég tek það...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn