Náðu í appið
116
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Seed of Chucky 2004

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. desember 2004

Get a load of Chucky.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Drápsdúkkurnar eru mættar til leiks enn á ný. Nú er það Glen sem er í aðalhlutverki, munaðarlausa dúkkan sem er afkvæmi hinnar djöfulóðu og andsetnu fjöldamorðingjadúkku Chucky og hinnar jafn klikkuðu brúðar hans, Tiffany. Þegar framleiðsla hefst á kvikmynd sem fjalla á um ævi og gjörðir foreldra Glen, þá fer Glen til Hollywood þar sem hann nær að... Lesa meira

Drápsdúkkurnar eru mættar til leiks enn á ný. Nú er það Glen sem er í aðalhlutverki, munaðarlausa dúkkan sem er afkvæmi hinnar djöfulóðu og andsetnu fjöldamorðingjadúkku Chucky og hinnar jafn klikkuðu brúðar hans, Tiffany. Þegar framleiðsla hefst á kvikmynd sem fjalla á um ævi og gjörðir foreldra Glen, þá fer Glen til Hollywood þar sem hann nær að vekja hina blóðþyrstu foreldra sína aftur upp frá dauðum. Fjölskyldan er þó ekki alfarið samstíga í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, og Glen er langt í frá eins klikkuð og foreldrarnir, sem nú fara rakleiðis til Hollywood og byrja að drepa fólk hægri vinstri. Chucky á erfitt með að trúa að sonur hans vilji ekki feta í fótspor hans og vera klikkaður fjöldamorðingi, og Tiffany, sem er heilluð af Hollywood og stjörnufansinum þar, trúir því ekki að sjálf uppáhaldsleikkona hennar, Jennifer Tilly, eigi að leika í myndinni góðu. Jennifer Tilly flækist svo í málin þegar hún situr uppi með þessa geðsjúku fjölskyldu óafvitandi og á fleiri vegu en hana grunar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Núna held ég að sé komið nóg af þessari vitleysu. Þessi 5 mynd í seríuni er allgjör hörmung og sú allra versta í seríuni. Chucky og konan hans eru komin með barn sem er að reyna finna foreldra sína. En þegar barnið finnur þau sér hann að þau eru bara brjálaðir dúkkumorðingjar sem sína einga miskun. Myndin er í raun og veru bara beint frammhald af 4 myndini og þær koma fyrstu þrem myndunum bara ekkert við. Þetta er orðin bara mjög mikil steypa og ég vona að núna sé komið nóg af ævintýrum chucky.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú allveg ágæt mynd verð ég að segja en mér finnst eins og að chucky ætti ekki að vera færður inní raunveruleikann en chucky er alltaf með sinn góða húmor og hlátur sem bætir myndina og allveg glæsilegt Britney Spears atriðið (segi ekki hvað það var) Já Barnið þeirra Chucky og Tiffany sem margir muna eftir í bride of chucky en hann fer til Hollywood þar sem er verið að gera mynd um chucky og Tiffany. Hann vekur þau upp og morðin eru byrjuð. Þau elta Jennifer Tilly og Redman og fleiri. Jennifer Tilly leikur sjálfa sig og rödd dúkkunar Tiffany.. flott hvernig hún gerir grín af sjálfri sér. Fínasta mynd en allveg hrikalega mikið bull og vitleisa. Sjáiði hana ég mæli svona smá með henni !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hérna. Maður er að pæla hvernig hægt er að gera svona margar myndir um þessa dúkku. Hérna er allavega komin 5 myndin um þessa persónu. Hún fjallar um Glen/Glenda, sem að er afkvæmi þeirra Chucky og Tiffany sem að við fengum að sjá í síðustu mynd. Hann/hún er orðin eldri í þessari mynd og veit eiginlega ekkert um foreldrana sína. Þess vegna ákveður hann/hún að flýja frá eiganda sínum til þess að finna foreldra sína. Annars staðar í heiminum þá er verið að gera kvikmynd um Chucky og Tiffany. Svo fáum við að fylgjast með ferli leikkonunnar Jennifer Tilly(hún leikur sjálfa sig) þegar hún er að reyna að fá hlutverk í bíómynd Redmans. Þegar að Glen/Glenda vekur síðan foreldra sína til lífs, þá byrjar blóðbaðið. Þessi mynd er virkilega steikt(eins og hinar myndirnar) og fyndin á tímum. Jennifer Tilly er ekkert góð í þessari mynd en hún gerir mikið grín að sjálfri sér í myndinni sem er mjög fyndið að horfa á og hún er alltaf jafn flott. Brad Douriff er enn rödd Chuckys og skilar sínu. Þessi sem talar fyrir Glen/Glenda talar virkilega skringilega fyrir þá persónu. Þessi mynd er samt ekkert þess virði til þess að fara í bíó á. Eins og ég hef sagt um þessar myndir: Ef þið fílið svona vitleysu, sjáið hana. Ef ekki, sleppið því að fara á hana. Ég gef henni tvær því að ég er svona Chucky fan og fíla þessa vitleysu ágætlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ljótt grín
Þróun Child's Play-seríunnar er sérkennileg en í senn nokkuð áhugaverð. Það sem í upphafi var gömul hryllingsmyndaformúla hefur nú breyst yfir í kolsvart grín. Þetta minnir nokkurn veginn á þá stefnu sem Evil Dead-serían tók, en þó ekki alveg eins vel heppnað.

Ég var aldrei neitt hrifinn af fyrstu þremur Chucky-myndunum en sú fjórða í röðinni, Bride of Chucky, var alveg fáránlega skemmtileg að því leyti að hún gerði grín að sjálfri sér og öllu sem hinar myndirnar stóðu fyrir. Það var líka eitthvað svo skemmtilegur camp-fílíngur í henni og öll rest var svo óborganlega over-the-top að maður gat ekki annað en hlegið að ruglinu. Ég bjóst við svipuðu af Seed of Chucky, en svo virðist sem að serían hafi gengið gegnum annað stórt skeið breytinga, og þá ekki nauðsynlega á góðan máta. Það er ýmislegt gott í myndinni, en niðurstaðan er alltof ójöfn.

Á einu stigi er myndin ógeðslega fyndin (og ég legg þar sterka áherslu á orðið ''ógeðslega'') en öðru bara þreytt. Eins hallærislegur og söguþráðurinn í hinni myndinni á undan var, þá er þessi ennþá verri. Satíran í handritinu var heldur klaufaleg og margt aukaefnið var bara óþarft. Ég mun t.d. aldrei botna í hvaða tilgangi sub plot-ið með einkabílstjórann átti að þjóna og þar að auki fannst mér ekkert varið í ''Britney Spears-djókið.'' Halló!... Hefur þetta ekki verið gert áður?? (sjá Austin Powers 3). En Brad Dourif er auðvitað snillingur sem rödd Chucky, og á hér margar frábærar línur. Billy Boyd fær líka að ljá afkvæmi hans rödd sína. Hins vegar sé ég ekki fyrir mér að þetta hlutverk sé eitthvað skref upp fyrir manninn. Jennifer Tilly gerir líka fyndna hluti á sinn eigin kostnað. Takið svo einnig eftir furðufuglinum John Waters sem óhuggulegur ljósmyndari, en hann á einnig flottustu dauðasenu myndarinnar.

Það er margt verra í umferð núna heldur en Seed of Chucky, og þeir sem horfa á hana verða að taka vel á móti smekkleysinu, svo aðeins eitthvað sé nefnt. Ég ætla samt rétt að vona að aðstandendur fari ekki að kreista meira upp úr þessu Chucky-fyrirbæri. Jafnvel þótt að þessi framhaldsmynd sé í sjálfu sér ein af þeim ónauðsynlegustu, þá vona ég að það komi ekki önnur.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Seed of Chucky er ekki hryllingsmynd, ekki fara í bíó og búast við að þetta er ein önnur hryllingsmynd. Ég held að fólk sem býst við hryllingsmynd ættu að skilja að þessi mynd er um tvær brúður sem eignuðust barn og drepa fólk. Það er varla hægt að gera hryllingsmynd um morðóðar brúður án þess að verða voða fáranleg mynd. Seed og Chucky fer þessa leið en tekur sig alls ekki of alvarlega. Það kom mér óvart að Billy Boyd hafði svona stórt hlutverk í myndinni, hann talaði fyrir barn Chucky´s og Tiffany´s. Brad Dourif vitaskuld fyrir Chucky og Jennifer Tilly fyrir Tiffany. Ef þú ætlar að sjá Seed of Chucky þá skalt þú gera það með hugarfarinu að þú sért að horfa á grínmynd meir en hryllingsmynd. Það er nóg af blóði til þess að halda athyglinni í þessari mynd og eitt stórkostlegasta augnablik kvikmyndasögunnar á sér stað í Seed of Chucky þegar Chucky klessir á bíl Britney Spears og hún keyrir fram af hæð og bíllin springur og hún drepst. Ég og vinir mínir klöppuðum þá. Rétt hugarfar gerir Chucky skemmtilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.07.2018

Endurræstur Chucky á hvíta tjaldið

Hryllingsdúkkur eru í tísku um þessar mundir, eins og sést glöggt á vinsældum Annabelle, djöfladúkkunnar úr The Conjuring myndaflokknum, sem er reyndar farinn að taka ýmis önnur hliðarspor, nú síðast með The Nun sem væntanleg er í...

24.02.2016

Morðóða dúkkan Chucky snýr aftur

Árið 2013 tók leikstjórinn Don Mancini til við það á ný að gera bíómyndir um morðóðu dúkkuna Chucky, í Child´s Play seríunni, með myndinni Curse of Chucky, en þá hafði ekki verið gerð mynd í seríunni frá því árið 2004, þegar Seed of Ch...

30.03.2012

Chucky snýr aftur í endurgerð

En það er ekki allt og sumt. Í gegnum 21. öldina hefur kvikmyndaiðnaðurinn verið duglegur við að endurgera flestar af stærstu og þekktustu hryllingsmyndum sögunnar; allar með svipuðum árangri. Einkennilegt þó er að ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn