Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Envy 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Success didn't go to his head, it went to his neighbor.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Tim og Nick eru bestu vinir, nágrannar og samstarfsmenn, en það skilur á milli þegar tilraunir Nick til að verða ríkur takast þegar hann býr til tæki sem sogar upp hundaskít og annan skít, og lætur hann hverfa. Tim, sem hafði gert grín að hugmyndinni og hafnað möguleikanum á að taka þátt í að gera hana að veruleika, horfir nú öfundaraugum á Nick verða... Lesa meira

Tim og Nick eru bestu vinir, nágrannar og samstarfsmenn, en það skilur á milli þegar tilraunir Nick til að verða ríkur takast þegar hann býr til tæki sem sogar upp hundaskít og annan skít, og lætur hann hverfa. Tim, sem hafði gert grín að hugmyndinni og hafnað möguleikanum á að taka þátt í að gera hana að veruleika, horfir nú öfundaraugum á Nick verða ótrúlega ríkan, á meðan hann situr eftir með sárt ennið. Þegar logar afbrýðiseminnar eru kyntir af skrýtnum flækingi, sem treður sér inn í aðstæður, þá fara hlutirnir úr böndunum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þarf í rauninni ekki að segja frá söguþræðinum, undirtitillinn segir allt sem segja þarf.

Ég bjóst við betra þar sem Ben Stiller og Jack Black eru í aðalhlutverkum en þessi mynd nær einhvern veginn aldrei að toppa og maður skilur hálfpartinn af hverju hún kom ekki í bíó.

Myndin er algjör þvæla en því miður ekki ein af þanning myndum sem heppnast fullkomnlega. Ágætis brandarar inn á milli en ég held að báðir aðalleikararnir hefðu báðir mátt sleppa þessari. Eins og venjulega gengur allt á afturfótunum hjá Ben Stiller og hann fær Christopher Walken til að hjálpa sér í þetta skiptið.

Ekki góð en ekkert sem maður slekkur á í miðri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jack black, Cristopher Walken og ben stiller saman í mynd, lofar góðu. Útkoman var þó allt önnur, þvílíkur sori. Ég get ekki sagt ykkur frá því hvernig myndin endaði því ég hætti að horfa, svo vond var hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er svosem ágæt. Hún fjallar um tvo bestu vini Jack Black og Ben stiller eru þar í stað, þeir búa á móti hvorum öðrum, vinna á sama stað og bara venjulegt líf. Nick(Jack black) fær þessa skrítnu hugmynd um að gera sprey sem á að láta hundakúk hverfa. Tim (Ben Stiller) er alfarið á móti þessari hugmynd hans en allir aðrir elska hana. Hann býr þetta sprey til með hjálp eithvers prófersors og verður moldríkur. Tim verður öfundsjúkur útí vin sinn og drepur hestinn hans óvart... og vitleysan gengur svona áfram og áfram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd með þeim ben stiller og Jack Black. Myndin er um þá. Þeir lifa frekar einföldu lífi, vakna á morgnanna, fá sér morgunmant, mæta í vinnu saman koma heim og fara að sofa. Alltaf svona nokkurn vegin það sama. En svo einn daginn þá fattar Jack black eða í myndinni heitir hann Nick Vanderpark, upp á þeirri hugmynd að spreyja á kúk, og innan mínotu hverfur hann. Ben stiller eða Tim Dingman eins og hann heitir í myndinni hefur nú ekki mikla trú á kallinum. Spyr hann hvert kúkurun fer, getur ekki verið að hann hverfur bara. En svo einn veðurdag tegst Nick að búa til spreybrúsa sem lætur hundaskít hverfa. Og græðir alveg marga miljónir. Tim verður mjög övunsjúkur og kinnist the J - man eða Cristopher Walken, og hann eitrar Tim með mörgum af sínum skrítnu hugmyndum. Mér fannst myndin ekki nógu góð, aðalega út af því að það gerist sama sem ekki neitt í þessari mynd, allavega ekkert merkilegt. Þetta er allt frekar fyrirjáganlegt. Þess vegna gef ég bara myndinni eina stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ben Stiller og Jack Black leika Nick og Tim bestu vini sem búa á móti hvor öðrum og vinna saman i verskmiðju....ekki beint draumajobbið. En dag einn á leið heim úr vinnu fær Nick (jack black) hugmynd sem á heldur betur eftir að gera hann ríkan, kúkasprey fyrir hunda sem virkar þannig að ef þú spreyjar á hundaskítinn þá hverfur hann. Tim (stiller) er ekki svona heppinn og missir vinnuna i þokkabót og fer að verða soldið öfundsjúkur ut i vin sinn. Drepur óvart hestinn hans Nicks og fær heldur subbulegan mann(christopher walken) til að hjálpa sér að losna við dauðann hestinn. En kúkaspreysríkidómurinn endist ekki að eilífu. Fólk fer að pæla í hvað í andskotanum verður um kúkinn og allt fer á niðurleið. En Nick er sko ekki hugmyndalaus gaur og fær aðra arðvæna hugmynd sem hann býður Tim vini sinum að verða með i....og allt er gott sem endar vel:))

Þessi mynd er bara hin ágætis skemmtun og ég get ekki sagt neitt annað en að þeir Jack Black og Ben Stiller eru hreint frábærir saman i Þessari mynd!!! Jack Black fær mann alltaf til að hlæja.....mæli með þessari!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.01.2012

Skemmtilegur sori #1 - The Three Musketeers

(Skemmtilegur sori er nýr fastur liður á síðunni þar sem undirritaður horfir á mynd sem er svo ólýsanlega slæm að hún breytist ósjálfrátt í stórskemmtilega drasl-afþreyingu. Greinin gengur út á það að kryfja u...

17.09.2011

Notenda-tían: Bestu flétturnar!

Hér fengum við sendan inn einn efnisríkan og ýtarlegan; Akkúrat eins og við viljum hafa topplista! Þessi var sendur inn af Jónasi Haukssyni. .:BESTU PLOT TVISTARNIR:. (spoilergrein, augljóslega) Plot tvistar hafa lengi ve...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn