Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Starsky and Hutch 2004

(Starsky and Hutch)

Frumsýnd: 19. mars 2004

They're the man.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Myndin gerist á áttunda áratug 20. aldarinnar í borg sem heitir Bay City. Hún fjallar um tvo félaga í lögreglunni, Ken "Hutch" Hutchinson og Dave Starsky, sem virðast alltaf fá úthlutað erfiðustu málunum frá yfirmanni sínum, Dobey lögregluforingja, Þeir reiða sig á upplýsingar frá Huggy Bear og drífa sig á vettvang á Ford Torino kagganum, 1974 módel. Í... Lesa meira

Myndin gerist á áttunda áratug 20. aldarinnar í borg sem heitir Bay City. Hún fjallar um tvo félaga í lögreglunni, Ken "Hutch" Hutchinson og Dave Starsky, sem virðast alltaf fá úthlutað erfiðustu málunum frá yfirmanni sínum, Dobey lögregluforingja, Þeir reiða sig á upplýsingar frá Huggy Bear og drífa sig á vettvang á Ford Torino kagganum, 1974 módel. Í myndinni eru þeir að fást við sitt fyrsta stóra mál ( þetta er einskonar forsaga að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum með sömu persónum ) ,en við sögu kemur fyrrum eiturlyfjasali úr miðskóla, sem varð hvítflibbaglæpamaður. ... minna

Aðalleikarar


Myndin byggir á þáttunum sem bera sama nafn og voru með vinsælustu og svölustu þáttum in the 80's. Eftir að hafa leikið saman í Zoolander, eru þeir félagar Ben Stiller og Owen Wilson komnir aftur, þetta sinn í hlutverki þeirra Starsky og Hutch og mynda þeir alveg frábært teymi eins og síðast. Snoop Dogg kemur sterkur inn í skemmtilegri rullu sem Teddie Bear(think that's his name). Svo er Vince Vaughn fínn í hlutverki skúrksins. Leikstjórn Todd Philips er góð, þó svo ég fílaði mun betur myndina Old School sem hann gerði áður. Húmorinn er góður eins og vanalega, spennan er ágæt og skemmtanagildið er superb. Súper svöl mynd og ein af betri sumarmyndum 2004. P.s Takið eftir leikurunum sem léku í upprunalegu þáttunum um þá félaga. Mjög gaman að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég las greinar hérna um myndinna og ákvað að skella mer á hana. þessi mynd er miklu betri en eg bjóst við, ég bjóst við svona algjöru kjaftæði en það er góður söguþráður og mjög fyndinn atriði inna milli þannig ef þú ert að pæla í léttri spennu/grínmynd þá er þetta rétta myndin. algjör snilld samstarf Ben Stiller og Owen Wilson þannig eg mæla eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miðjumoðsgrín
Eftir Zoolander langaði manni að njóta samveru Bens Stiller og Owen Wilson aftur, og Starsky & Hutch er væntanlega fullkomið tækifæri til að leyfa þeim að spreyta sig saman á ný. Jú, vissulega fá þeir að gera það, en ég bjóst bara við aðeins fyndnara handriti.

Myndin er nokkuð skemmtileg, og manni leiðist svo sannarlega ekki mikið yfir henni, en ég bjóst við miklu meiri húmor (kannski það sé betra að þekkja eitthvað til þáttanna - hef ekki hugmynd. Aldrei séð þá). Stiller og Wilson eru óneitanlega þéttir saman, og það er alltaf dásemd að fylgjast með tveimur góðum húmoristum skína saman á skjánum. Svo má alls ekki gleyma aukaliðinu. Vince Vaughn er alveg hreint orðinn einhver fyndnasti maður bíóheimsins í dag og ég vildi að hlutverk hans hér hefði verið tiltölulega fyndnara því hann stelur myndinni fullkomlega, og Will Ferrell á sér einnig óborganlegt gestahlutverk sem og hlægilegasta atriðið í allri myndinni.

Leikstjórinn Todd Phillips er býsna góður maður þegar það kemur að gríni (ásamt því að hafa hinar óborganlegu Road Trip og Old School á ferilskránni) nema mér finnst bara ekki eins og hann náði að kreista upp úr mér miklum hlátri með þessu efni. Það er reyndar mjög skondið að sjá hversu áberandi '70s stíllinn er nýttur, en húmorstigið er þrátt fyrir það mun vægara (enda PG-13 mynd...).

Í heildina séð fín afþreying, en helst ekki stilla væntingar of hátt. Borgar sig ekki.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd og hún var mjög fyndin en ég held að þeir sem skrifuðu handritið hafi ekki mikið verið að hugsa um hvað þeir væru að skrifa því þetta er mjög típískur söguþráður. en það skemmir myndina ekki neitt því hún er mjög fyndin eins og aðrar myndir sem Ben Stiller og Owen Willson leika í þeir eru frekar góðir saman. eins og í zoolander þá eru þeir að keppast og það gerir sum atriðin ennþá fyndnari. það er líka gaman að sjá hann snoop dogg sem hann huggy bear. þeir leika sínar persónur vel og ofleika ekkert síðan er leikstjórinn líka alveg fínn en ég hef bara séð eina aðra mynd með honum sem heitir roadtrip sem er mjög fyndin. en ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja sjá fyndna mynd með spennu ívafi þá er þessi góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þeir klikka greinilega ekki þegar þeir koma saman kumpánarnir þá á ég við þá Ben Stiller og Owen Wilson, eins og í Zoolander þá eru þeir frábærir saman.

Það má með sanni segja að myndin sé hin besta skemmtun og á örugglega ekki eftir að valda neinum vonbrigðum. Það eiga sjálfsagt margir eftir að kvarta undan því að þetta sé gömul lumma sem hefur verið of oft tuggin, en það er rangt, það má ekki setja það fyrir sig þar sem einfaldlega er verið að kverfa aftur til þáttanna sem virkuðu svona líka vel.

Ég mæli eindregið með þessari stórgóðu skemmtun fyrir alla og viti menn Snoop Dogg eyðinleggur bara ekkert fyrir í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn