Aðalleikarar
Leikstjórn
Hugmyndin að myndinni er mjög lík þeirri í The truman show. Ed er bara venjulegur maður sem lendir í reality show nema að þátturinn snýst um líf hans og er hann eltur hvert sem hann fer af mönnum með myndavélar og það sýnt í beinni. Þetta er langt því frá eins góð mynd Truman show en samt fín afþreying.
Ég verð þó nokkuð að segja það að þetta sé nú reyndar mjög skemmtileg mynd og hugmyndin ágæt en þessi mynd fékk ekki frægðina sem hún átti skilið. Hún græddi ekki mikla peninga út af því að fólk töldu þessa mynd vera einhver rip-off mynd af hinni frægu The truman show með grínistanum Jim Carrey. En það er ekki rétt, hún er eiginlega ekkert lík nema það er bara maður sem er í sjónvarpi. Sko munurinn er þannig að The Truman show hefur mann frá alla ævi og hann veit ekkert um myndavélina. en hinsvegar í þessari mynd þá veit hann myndavélina og fær samning hjá þeim. Ástæðan fyrir að ég gef henni svona lítið, eða tvær og hálfa er nefnilega að hún bara veit ekkert hvert á að enda. Hún er tveir klukkutímar(sem telst frekar mikið í grínmyndaflokknum) og veit ekkert hvert endirinn á að fara(mitt álit, hugsið annað,ekki taka mark á þessu). Mér finnst ég eiginlega vera of strangur við þessa mynd, hún á skilið þrjár en hún var eitthvað slakari. bjóst við svona frekar slæmmri mynd en svo bara var hún góð. Myndin EdTv fjallar um fólk sem hafa ákveðið það að þau ætla búa til þátt þar sem fylgst er með manni allan sólahringinn og kannski verður þessi þáttur marga mánuði eða kannski fer hann á hausinn. Þau ákveða að fara í einhvern bæ(Minnir að það var einhversstaðar í Texas). Maður nafni Ray(Hinn skemmtilegi Woody Harrelson leikur hér skemmtilega) ætlar að prufa hann og síðar sjá þeir bróður hans. Hann heitir Ed(Matthew McConaughey). Þau hafa ákveðið það að Ed mun byrja þennan þátt og þau prófa hann í einn mánuð. Margt er að gerast hjá Ed. T.d. að kærastan hans Ray er miklu skotnari í Ed og þættirnir byrja frekar illa. Eftir svona eina tvær vikur verður þátturinn aðeins meira vinsællri og vinsællri og fólk bara byrjuð að elska þennan Ed. Þetta verður fúlt með kærustu hans Ed því að fólk segir að hún sé ljót. Allt gerist og gerist og hvernig mun þetta enda? Það eru margir góðir leikarar eins og Woody Harrelson sem var frekar skemmtilegari í myndinni Kingpin. Hann er þá mun skárri hér heldur en Anger Management þar sem hann klæðist út eins og kona þar. Matthew McConaugway leikur Ed frekar vel og hann er akkurat gaurinn sem mig vildi sjá þessari mynd. Myndinn er leikstýrð af Ron Howard en hann hefur gert ýmis myndir eins og hinn óskarsverðlauna myndin A Beatiful mind, Apollo 13, Parenthood og miklu fleiri myndir hefur hann gert. Hvað annað þarf ég að segja nema að þetta er frekar góð grínmynd þar sem maður að nafni Ed er í raunveruleika sjónvarpsþátt. Þetta voru lokaorð mín á þessa mynd. Takk fyrir
Ansi sniðugur söguþráður í þessari mynd. Gengur bara nokkuð vel upp. Leikur í myndinni er vel yfir meðallagi sérstaklega finnst mér Wúddíinn góður sem bróðirinn sem stendur í skugganum af litla bróður. Þessi mynd fjallar um það sem einmitt gæti gerst í Bandaríkjunum, ein fjölskylda elt á röndum og allt sýnt í sjónvarpi. Lessan hún Ellen sýnir líka góða takta í þessari mynd, betri en oft áður.
Býsna skemmtileg ræma um ungan mann að nafni Ed sem er valinn af sjónvarpsstöð nokkurri sem útsendingarefni 24 tíma sólarhringsins. Þar með er einkalíf hans farið lönd og leið og eins flestra hans vina og félaga. Samskipti hans við suma þeirra breytast líka töluvert, sérstaklega stirðnar milli Ed og bróður hans, leiknum af Woody Harrelson, eftir að Ed rænir af honum kærustunni. Yfir meðallagi gamanmynd með skemmtilegum söguþræði og ljómandi leikurum.
Þegar sjónvarpsstöð nokkur ákveður að prufa þá nýstárlegu hugmynd að hafa sérstaka rás þar sem fylgst er með lífi eins manns 24 tíma á dag verður náungi að nafni Ed (Matthew McConaughey) fyrir valinu. Ed er að mörgu leiti hinn meðaljón og vinnur í vídeóleigu. Eftir byrjunarörðugleika verður þátturinn hans vinsælari en nokkurn hafði órað fyrir og hann verður þjóðfrægur á einni nóttu. Áhugaverðir hlutir fara að gerast í einkalífi Eds sem verða til þess að auka vinsældirnar enn frekar, hann verður ástfanginn af kærustu bróður síns Shari, leikin af Jennu Elfman, og bróðir hans Ray (Woody Harrelson) verður ekki beint sáttur við þróun mála. Áður en langt um líður eru allir í kringum Ed farnir að þjást fyrir að hafa ekkert einkalíf lengur, sérstaklega verður samband hans við Shari illa fyrir barðinu. Það er sjaldan að maður sér jafngóða blöndu af gríni og drama eins og hér. Myndin skorar mjög vel sem grínmynd, drama og meiraðsegja ástarsaga. Woody Harrelson leikur kómíska persónu og tekst að vera fyndinn. Til að vega upp á móti er Jenna Elfman hins vegar mjög raunveruleg og hversdagsleg persóna og er meginuppspretta dramahluta myndirinnar. Matthew McConaughey stendur sig frábærlega að venju sem aðalpersóna myndarinnar og nær mjög vel að leika hlutverk sitt með góðri blöndu af gríni og alvöru. Það verður ekki hjá því komist að bera þessa mynd saman við The Truman Show þar sem þær byggja báður á sömu grunnhugmynd, þ.e. lífi manneskju er sjónvarpað í heild sinni, en þessar tvær myndir eiga fátt annað sameiginlegt. Miðað við gæði myndarinnar er ótrúlegt að henni af ekki gengið betur í miðasölunni í USA, sennilega er ástæðan sú að fólk hafi haldið að þetta væri Truman Show eftirherma. Þessi mynd er frábær skemmtun og fær mín meðmæli ásamt þremur og hálfum stjörnum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Lowell Ganz, Babaloo Mandel, Terrylene
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
21. maí 1999
VHS:
30. nóvember 1999