Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Thirteen 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. október 2003

They're not little girls anymore

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Tracy er að verða unglingur, og er fyrirmyndarnemandi, og jafnvel smá barnaleg ( eða svo virðist ... hún reykir og meiðir sig til að deyfa sársaukann sem hún er með vegna þess að foreldrar hennar eru skilin og hún þolir ekki kærasta mömmu sinnar, Brady ) Þegar hún hittir Evie, vinsælustu og fallegustu stúlkuna í skólanum, þá leiðir Evie hana um lendur kynlífs,... Lesa meira

Tracy er að verða unglingur, og er fyrirmyndarnemandi, og jafnvel smá barnaleg ( eða svo virðist ... hún reykir og meiðir sig til að deyfa sársaukann sem hún er með vegna þess að foreldrar hennar eru skilin og hún þolir ekki kærasta mömmu sinnar, Brady ) Þegar hún hittir Evie, vinsælustu og fallegustu stúlkuna í skólanum, þá leiðir Evie hana um lendur kynlífs, eiturlyfja og smáglæpa. ... minna

Aðalleikarar


Fyrst verð ég að segja að Evan Rachel Wood,Nikki Reed og Holly(Mamma Tracy,í myndini.)...En allavega,ég gaf myndini svona margar stjörnur af því að þetta er allveg dæmigert fordæmi yfir því að lenda í vondum félagsskapi og myndin gæti kennt okkur unglinum mikið um það...Þetta er GEÐVEIK mynd en ALLS EKKI fyrir viðkvæma.En allavega:Myndin fjallar um saklausa unglingsstelpu(Tracy)eða(Evan Rachel Wood) sem gengur mjög vel í skólanum og virðist eiga mjög gott líf,en hún er ekki nógu ánægð í skólanum hennar og það er að hún myndi gera ALLT fyrir VINSÆLDIR.Hún varð komin leið á því að það var verið að gera grín af henni og að hún væri ekki neitt vinsæl svo að hún byrjaði að ganga í geðveikt flottum fötum og ræna konu fyrir framan vinsælustu stelpuna í skólanum(Evie)eða(Nikki Reed)til þess að ganga í augun á henni-Svo að hún fékk athygli Evie og þær byrjuðu að hanga saman og urðu bestu vinkonur...En Evie var ekki jafn mikill engill og hún virtist vera heldur dró Tracy í algjöra vitleysu þar að meðal dóp,rán,glæpi og kynlíf og líf Tracy fór að venjulegu lífi til helvíti....!!!Þið verðið bara sjá myndina...(Þetta er aðallega mynd fyrir krakka á aldri 13-18 sirka...EN getur allveg verið skemmtileg fyrir tvítugt fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rosaleg mynd, þessi mynd fjallar basicly um góða stelpu sem fer til fjandans virkilega hratt og gengur mjög langt í þeim málum, leikara fara gjörsamlega á kostum sama hvort það eru aukaleikarar eða aðaleikarar.allt í þessari mynd er fullkomið af mínu mati. en þessi mynd er EKKI FYRIR VIÐKVÆMA það gætu ekki hverjir sem er höndlað þessa mynd. þetta er æðisleg mynd og ég mæli eindregið með henni fyrir fólk sem fílar stuff eins og nip/tuck
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thirteen er áhugaverð mynd sem færði Holly Hunter Óskarsverðlaunatilnefningu sem hún átti skilið en myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Tracy er þrettán ára stelpa sem hittir eina stelpu í skólanum og þau verða vinir en hún leiðir hana út í líf eyturlyfja og áfengis sem nokkurn veginn skemmir líf hennar og mamma hennar (Holly Hunter) þarf að geta séð um hana. Það er gengið kannski aðeins of langt í sumum atriðum og það mætti lækka niður magnið af eyturlyfjaneyslu í myndinni en annars er Thirteen mjög góð mynd en ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá Thirteen í gær í Regnboganum og ég verð að segja að þessi mynd kemur ágætlega á óvart. En hún segir frá ungri fallegri stúlku (13 ára) alin upp af móður sinni ásamt bróður sínum Mason. Stelpan (Tracy) er hálfgert nörd fyrir sjálfum sér og er til í að gera allt til að fá athygli vinsælustu stelpunnar í skólanum (Evie). Loks nær hún athygli hennar þegar hún rænir konu á götu fyrir framan hana. Evie og Tracy gerast bestu vinkonur, en Evie er ekki sá engill eins og flestir sjá hana, hún kennir Tracy að djamma og eftir stuttan tíma eru þær komnar í steypu.

Holly Hunter leikur móðir Tracy (MEL) og verð ég að segja að hún stendur sig alveg frábærlega í þessu hlutverki.


Endilega kíkjið á þessa mynd í Regnboganum og sjá hvernig er að vera 13 ára táningstelpa í dag s.s. allt gert fyrir vinsældir.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn